Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1933, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1933, Side 4
204 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ganga hispurslaust til þess manns, e?'a þeirra manna í stórborgunum, sem prreiðsluna eiga að inna af hendi, og löwreglan er svo vitur að hún lokar augunum algerlega fyrir ])essu, oj>' lætur svo setn hún viti ekki neinn skapaðan hlut um þetta. Ojí ræningjarnir fara í friðj og spekt heim til sín með múturnar, eða lausnat'<rjaldið, oy sje um hið síðara að ræða, senda beii' hinn rænda mann heim. oir láta flokk manna fvl<rja honum, svo að ekkert verði að lionum á leiðinni. Svo er það regla, og hún hefir aldrei verið brotin í Kína svo að menn viti, að sá, sem rænt hefir verið osr lausnarg.jald greitt fyrir, má eftir það um frjálst höfuð strjúka. Ræningi- arnir g-era lionum aldrei mein framar. Þetta kalla þeir gagn- kvæma tiltrú! Kinverskir ræningiar eru sam- taka um það, að fylg'jast með timanum, og tileinka s.jer þær framfarir, sem verða á teknisku sviði. Þess vegna eru nú allir1 flokkar þeirra útbúnir rifflum af nviustu aerð, og sumir hafa nv- tísku vjelbyssur og ljettar fall- bvssur. Borgarastyrjöldin í Kína færði ræningiunum heim nv otr óvænt tækifæri til að biarga sier, e;gi aðeins með því, að þá bar minna á athöfnum þeirra, heldur kept- jst hver unpreisnarforingi við það að ná í hinar vel út búnu og vel vonnuðu ræningiasveitir. og guldu þeim geisibáan mála. Helsta ,Gósenland kínverskra ræningja hefir verið,.os' er, Man- siúría. Pram að þessum tímn hef- ir ]iað verið takmarkað miög að bændur flvttust þabgað. því að þarna eru einhver hin bestu veiði- lönd í heimi, og þar eiga auðkvf- iugar stórlendur ]>ar si>m þeir hafa skemt sjer við veiðar ])eprai' beim hefir þóknast. — En þarna eru víðáttumiklir skótrar fialllendi mikið, og þar eru hin bestu fvlgsni fyrir ræn’ngiasveit- irnar. Tschang-Tso-Lin, liinn alkunni hershöfðingi o<x yfirráðandi í Mansjúríu um eitt skeið — hann sem var myrtur af Kuomitang eða Japönum — byrjaði yfirráðaferil sinn sem ræningaforingi. Það var árið 1904, meðan stríðið stóð milli Japana og Rússa, og þeir dirfðust þess að heyja blóðugar orustur í Mansjúríu, vegna þess að þeir vissu, að Kína gat ekki borið hönd fyrir höfuð sjer. Ræningjaforing- inn Tschang-Tso-Lin sá sjer þá ])egar leik á borði, og bauð hern- aðarþjóðunum fylgi sitt. Japanar buðu betur, og þess vegna gekk liann í lið ineð þeim. Liðsinni hans hefir lilotið að hafa mikla þýðingu fyrir úrslit stríðsins, því að er því lauk með sigri Japana, gerðu þeir liann að nokkurs konar land- stjóra í Mukden, þangað til hon- um leiddist þóf ]>etta og hóf upp- reisn gegn yfirgangi Japana og var um skeið einvaldur að heita inátti í Mansjúríu og þótti lík- legur til ]iess að ná vfirráðum í Kína líka. Þetta gátu Japanar ekki þolað. og ])ess vegna er þeim kent um það, að þeir hafi verið valdir að sprengingunni á iárn- brautinni til Mukden, þeirri sprengingu er" varð Tsohang-Tso- Lin að bana. Eftir fráfall hans fóru Japanar að færa sig upp á skaftið, og nú er svo komið. að þeir hafa lagt alla Mansjúríu undir sig. En vegna framkomu og við- gangs Tschang-Tso-Lin liöfðu ræn- ingjarnir í Mansjúríu þar ágætt fordæmi. — Þeir ákváðu því að hætta að mestu við það að ræna fólki og heimta lausnargjald fyr- 'i' bað, heldur snúa sjer að meira arðberandi atvinnuvegi. Og þá fóru þeir að „spekúlera“ \ Rúss- um. Rússneskir auðmenn áttu þarna víðlendur miklar og skóga og námur. Að vísu tók það nokkurn tíma þangað til þessum rússnesku auð- kýfingum skildist það, að þeir höfðu langmest upp úr því, að bdta sjer liðsinnis hjá kinversku ræningjunum, til þess að fá að vera í friði í Mansjúríu. Fyrst reyndu þeir að vernda rjettindi sín með því að liafa þarna Kó- sakkahersveitir. En þær voru dýr- ar, afar dýrar. Og svo datt Kó- sökkunum ekki í hug að hnekkja veldi ræningjanna, og Ijetu sjer fátt um finnast þótt þeir gerði stórtjón á rússnesku stöðvunum með árásum og íkveikjum. Kostn- aðurinn við það, að hafa þarna Kósakkaherdeildir, og tjónið, sem varð af árásum ræningjanna, var rvo gífurlegt, að það jafnvel óx hinum rússnesku auðmönnum í augum. Ef Rússar hefði sjeð þetta uálítið fyr, er óvíst hvernig kom- ið væri fyrir Mansjúríu nú. Samningar rússnesku landeig- endanna í Mansjúriu og kínversku ræningjanna, voru eigi aðeins svo, að ræningjarnir lofuðu að hlífa f'llum eignum þeirra, heldur hjetu þeir því að vernda eignir þeirra og veiðilönd. En eftir að Rússar höfðu gert samninga um þetta við ræningi- ana, tók ræningjunum að leiðast ið iuleysið. Þá datt foringjum þeirra nýtt ráð í hug. Þeir sögðu við Rússa að það væri ekkert vit f bví að hafa rússneska skógar- höggsmenn þarna austur frá og borga þeim kaup. Ræningjunum væri hvort sem var borgað fyrir að vera friðsamir, og þeir gátu svo ósköp vel höggvið skóginn. Með því gátu óðalseigendurnir sparað sjer stórfje í vinnulaun. Og Rússar gengu auðvitað undir eins að þesSu, því að nú höfðu þeir sjeð og sannfærst ura hvað kínversku ræningiarnir voru skolli váðsnjallir. En eftir þetta áttu ræningia- flokkarnir í stríði við Kósakkana. og revnslan hefir sýnt, að af- leiðingar þess hafa ekki verið heppilegar. Fyrst og fremst var striðið raiskunarlaust, því að all- ir vissu að ekki þurfti griða að bið.ia, því að engin grið voru gef- in. hver sem í hlut átti. Og svo er þess að gæta, að jafnt og kín- versku ræningjarnir telja það skýldu sína að krefjast ekki tví- vegis lausnargjalds eða mála, þá hafa þeir sínar sjerstöku skoðanir um það hvernig þeir eigi að koina fram gegn fjandmönnum sínum, án ]>ess að stofna heiðri sínum í hættu, og þær skoðanir eru þeim dýrmætari en lífið s.jálft. Einu sinni elti Kósakkaflokkur kínverskan ræningjahóp upp um fiö'l Að lokum fengu Kósakkar króað Kínver.jana. og höfðu miklu meira lið, svo að tíu mundu á móti hverjum Kínverja. En Kín-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.