Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1933, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1933, Qupperneq 4
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeir orð, sömu eða líkar merking- ar o« þau er Koito. notaði. Stund- um hafa þeir flutt orðin til, svo að hendingar virðist vanta, þótt þær sje í vísu orðunum t.a.m. í 6. vísu: „Svart au<;a her ek sa<ra i snyrti grund til fundar“, í stað: „Svart augu ber ek snvrti | sáa grund til fundar“. — Þá kem- ur það og fyrir að beinlínis ný orð eru sett í stað upphaflegu rjettu orðanna. Þetta gerir t.a.m. dr. F. J. sjálfur í 43. vísunni þar sem hann ritar „hvít“ (á lieiðis landi) í stað orðsins, ,,hrund“ = hrunin, scm er í handritinu. Hann sjer ekki, að hvorugk.flt. „hrund“ á við ,,axlviði“ (sbr. t. a. m. ,,nng- viði“ ), sem upphaflega hefir stað- io í 5. v.o., en sem afritari hefir hreytt í ,,alxlimar“ vegna líkrar merkingar. M. ö. o. Axlviðin liggja hrunin á öxlum Kormáks (Stein- gerður leggur handleggina um háls hans). Afritarar hafa verið undir sömu syndina seldir t.a.m. i 34. vísu ritar einn: ,latr frá ljóssi1 t'. „latr frá látri“. deg hefi farið yfir allar vísur Kormáks og fund- ið að hendingaskortur , í vísum hans (dróttkvæðum) er að því er virðist alls staðar afriturum að kenna. Rúmsins vegna verð jeg að láta fáein dæmi, af liandahófi valin, nægja til þess, að sýna þetta: 47. visa : Aura gaf ek a eyri af skar mær af bæri tyr syndisk mer taura tveim gangvegum þeima vera man bloð af bloði byð alldregi þat skalldi ]>eim er aulverki orkar asar tueggja gasa. Að fráskildu ]iví, að afritarinn hefir sums staðar gert eitt orð úr tveim og að hann elcki setur högg yfir stafina a, o og y, ]iar, sem það er notað nú, og að hann ritar „gáng“ (högg yfir ,,a“-inu), er vísan villulaus nema í 5. visu- orði. Þar er kveðandi röng „blóð af blóði“ þ.e.a.s. aðalliendingar í stað skothendinga. Þrátt fyrir þetta mun höfundur sögunnar hafa misskilið fáar vísur Kormáks hrapalegai' eu þessa. Það munu vera orðin „tveggja gása“, sem hafa ,,inspirerað“ hann, er hann ritar um viðskifti þeirra Kormáks og Þórdísar spákonu. Þeir. sem nú a tímum hafa skýrt vísuna, liafa beygt sig fyrir öllum hindurvitn- um höfundarins. Einu vilþma í vísnnni hafa þeir látið óleiðrjetta, en hinsvegar „leiðrjett“ ýmislegt, nem á að standa óhaggað. T. a. m. rita þeir ,,at bærit“ = að bæri' ekki, í stað „bæri af“ sem er í handritinu og á að standa í vís- unni. Þrá.tt fvrir }>etta tekst þó ekki, að fá út úr henni neitt er (aðfesti rugl söguhöfundarins. — Þýðing þeirra verður aðeins sam- hengislaust rugl, engum menskum manni skiljanlegt. Þýðing dr. F. J. hljóðar svo: „Jeg gav penge til at krigeren ikke skulde overvinde mig pá holmen; kvinden slagtede (noget) disse to gange; det er nok blod :<f to gæsses b|od; byd aldrig digteren, som er i stand til at udföre handlingen at digte, sligt“. Jeg þykist ekki þurfa að fa'ra fleiri orðum um skýringar manna á vísunni, en gert liefir verið; þessi þýðing mælir sjálf best með því, sem jeg hefi sagt um þetta eini. Jeg vík því að orðum þeim, sem misskilin hafa verið. „Gaf ek a“ = gafka = jeg gaf ekki; a er lijer neitunarorðið, en ekki misrit- uð forsetningin á. „Eyri“ er þolf. ar eyrir = peningur, en ekki þgf. af eyrr (land); ,,sjmdisk“ er tvö orð Syn = ásynja og „disk“ (þolf. eða e.t.v. þgf. af diskur = kring- lótts fat, sem matur er hafður á, en virðist einnig merkja matinn, sem á því er, eins og í nútímamáli, kjötdiskur, súpudiskur, merkir bæði áhaldið og matinn. Sighv. Sturluson nefnir sultinn, Heljar- disk. í stað ]iess að lifa við alls- nægtir, lifðu menn við sult og seyru hjá henni. Sulturinn var fæðan, sem menn fengu. Syndisk er því ekki mynd af sagnorði — hvorki af „að synda“ nj^ að „sýn- ask.:: „Ölverk'1 er og tvö orð; ,öl‘ á við ,,ásar“ = ásar öl = skáld- skapur (h.jer: tilbúningur, sem ekki stendur veruleiki að baki), og „verk“, sem á við „orkar“ orka verki = koma í framkvæmd. Tveggja er eignarf. af Tveggi = Oðinn, en á ekkert skylt við orð- ið „tveir“. Tveggja gás = Óðins fugl = hrafn eða örn^. Obseöna merkingin kemur því ekki til greina hjer þótt dr. F. J. telji það „sikkert.“ Þá eru breytingar á textanum, sem menn liafa gert á honum, vís- vitandi, til lagfæringar., Þær eru í 1. v.o. ,,á“ fvrir ,,a“; í 2. v.o. ,,at bærit*' í stað „af bæri“ og í 5. v.o. „bjóð“ fyrir: „býð‘. Allar þessar leiðrjettingar eru vitleysa og gerðar af mönnúm nú á tímum að ástæðulausu. Eftir er rímvillan í 5. v. o., sem er eftir söguhöfundinn. Ritgerð hans um tiltekjur Þórdísar nótt- ina fyrir hólmgönguna sýnir það, að hann hefir ekki skilið kenning- una „Tveggja gása“. Hann hefir litið svo á, sem um eitthvað af eða úr tveim gæsum vœri að ræða, og þess vegna breytt orðunum í 5, v-o., sem tæplega geta hafa verið önnur, en blót og bloeti, í „blóð'1 og (af) „blóði'*. Orðin „blót“ og ,,blæti“ gátu ekki sam- rýmst lians skilningi (eða öllu heldur misskilningi) á orðunum „tveggja gása“ — og þar af leið- ar.di fer hann að, nákvæmlega eins og bæði dr. F. J„ Bugge og aðrir nútíma menn -— hann breytir text- anum svo, að hann telur sig skilja hann. En svo sýnir það sig siðar að öðrum er þetta ekki nóg. Bugge þykist því aðeins skilja vísuna, að þar standi „bærit“ og- dr. F. J. segir (bls. 179) : , dette er en nöd- vændig rettelse.“ En, kunna menn að segja, þetta gerir þú sjálfur, góði minn, þú ritar „blót“ og „bloeti“ vegna þess, að þú skilur ekki vísuna standi þar „blóð“ og af blóði. Jeg neita því, að þetta sje rjett- Jeg leiðrjetti ekki vísuna vegna þess, að jeg skilji hana ekki, helcl- ur vegna hins, að þarna er galli á henni; galli, sem jeg hefi leitt sennileg rök að hvernig sje til- kominn og jeg giska aðeins á orð- in „blót“ og „bloeti“ vegna þess, að þau koma heiin við alt annað, er í visunni stenaur, og vegna þess, að vísan færð til óbundins máls, þannig breytt, verður ekki samhengislaust óskiljanlegt rugl, heldur heilbrígðar hugsanir, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.