Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Blaðsíða 3
LÍJSBÖK ÍlOROUNBLAÐSINS 299 R. B. Bennett. \skollin á fyrir alvöru og töluvert öðrum augum litið á fjárveitingar en áður hafði verið. En sendi- mennirnir, sem farið höfðu sem fv.lltrviar Kanada til íslands, voru nú allir á eitt sáttir um að halda námssjóðshugmyndinní fram til streitu Stjórnin hafði beðið um þeirra álit á, með hverjum hætti ætti best við að sæma Alþingi og samdi dr. B. J! Brandsson þá skýrslu 'fyrir þeirra hönd. Þeir tólvu sjóðshugmvndina upp, en voru að því leyti meira stórhuga en Heimfararnefndin hafði verið, að þeir fóru fram á, að sjóði\rinn yrði stofnaður með 50.000 doll- urum í stað 25.000. Dr- Rögn- valdur Pjetursson átti svo öðru sinni leið um í Ottawa og ræddi þá enn að nýju um málið við ýmsa ráðherrana og leiðtoga þing flokkanna. Josepli T. Thorson hafði fallið í kosningunum, en í hans stað, liafði annar þingmaður frá Winnipeg, W. W. Kennedy, tekið að sjer að verða nokkurs- konar umboðsmaður Heimfarar- nefndarinnar í þinginu. Komst dr. Rögnvaldur bráðlega að því hjá honum og öðrum, að mönnum miklaðist með öllu tillagan um 50 þúsundin og töldu þess engan kost, að hún næði fram að ganga. Málið lá nú niðri frá hendi Heim- fararnefndarinnar er þær frjettir berast með W. W. Kennedy, að samþykt hafi verið í þinglok 1931 2500 dollara fjárveiting, er verja skyldi „til minningar um 1000 ára afmælishátíð Alþingis.“ Kreppu- hugurinn hafði þá svo gagntekið þingmennina, að alt var skorið niður, sem skorið varð. Gat Kenne- dy þess, að sjer hefði verið falið að skýra nefndinni frá þessum úrslitum og taka á móti bending- um frá henni, hversu fjenu skyldi varið. Nefndin kvaðst engar bend- ingar geta gefið, því að þessi upp hæð nægði ekki til þess, að neitt væri með hana hægt að gera, er nefndin væri ánægð með. Nokk- ru seinna kom forsætisráðherra, R. B. Bennett, til Winnipeg og gekk þá nefndin á fund lvans og ljet í ljós óánægju sína yfir úr- slitum málsins. Gat hún þess, að úrslitin væru í allmiklu ósamræmi við það, sem menn hefðu vonast eftir. Ráðherrann tók máli nefnd- arinnar vel og lofaði að taka málið til yfirvegunar að nýju. — Mælti hann á þá leið, er hann heyrði undirtektir nefndarinnar, að best væri að líta svo á, sem fjárveitingin, er gerð hefði verið, skyldi niður falla, en þess gat hann jafnframt með glettni, að Is- lendingar væru fyrstu menn, e" hann hefði heyrt getið um, er neitað liefðu að taka á móti peningum. Verður nú farið fljótt yfir sögti. Porsætisráðherra hafði getið þess, að sjer væri nauðsynlegt, að f.i yfirlýsingu um það frá fyrverandi forsætisráðherra, að hann hefði haft 25 þúsund dollara fjárveit- ingu í huga, er hann hefði gjört hina áðurnefndu yfirlýsingu í þinginu. Varð það auðsótt mál fvrir Heimfararnefndina að fá staðfestingu á þessu frá Macen/.ie King. Jafnframt ))essu ritaði II. M. Hannesson, lögmaður, ítarlega ritgerð um Alþingi og löggjöf Is- lepdinga og sendi forsætisráðherra og ýmsum þingmönnum- Nokkru síðar voru þeir dr. Rögnvaldur P.jetursson og Arni Eggertsson enn sendir af Heimfarárnefndinni til Ottawa og auðnaðist þeim að ganga svo frá, að forsætisráðherra batt enda á málið meðan þeir dvöldu þar í borginni. Eins og getið hefir verið um í upphafi greinar þessarai-, hefir skipulagskrá verið samin, að sam- ráði Kanadastjórnar og forsætis- ráðherra íslands. Verður sjóðurinn ávaxtaður hjer á landi og ætti það ;:ð verða allmikið fje, er 25.0v!!) dollarar gefa af sjer. A þessu ári njóta tveir menn styrksins, kand'- dat í læknisfræði og annar maður,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.