Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Blaðsíða 5
LÍ58BÓK MORGUNBIiAÐSINS
ráðgátum tilverunnar. — Þegar
hún kyntist ritum H. P. Blavat-
sky og litlu síðar henni sjálfri,
þóttist hún hafa fundið þann
lykil. Sá viðburður gerbreytti lífi
hennar og gerðist hún lærisveinn
H. P. Blavatsky í dularvísind-
um.
Starf hennar meðal guðspeki-
nemenda er mörgum kunnugt.
Þegar Olcott ofursti fjell frá ár-
ið 1907, var hún kjörin forseti
Guðspekifjelagsins til sjö ára
og hefir verið endurkosin þris-
var sinnum síðan. Henni tókst
að framsetja hina torskildu
heimspeki guðspekilegra fræða
þannig, að lýðum varð ljóst, og
lagði hún áherslu á, að mtnn
sýndu trú sína í verkum. Þegar
hún tók við forustu, voru deild-
ir f jelagsins í -11 löndum, en und
ir hennar stjóm hafa 36 lönd
bætst við. Hún ferðaðist um all-
an heim í embættiserindum, og
þegar farið var að nota flugvjel-
ar, ferðaðist hún með þeim, því
það átti við skap hennar, þó kom-
in væri yfir áttrætt, að fara
hraðar yfir en komist varð með
skipi eða eimlest. —
Árið 1893 flutti hún búferlum
til Indlands og tók f ljótt ástfóstri
við landið og þjóðina. Svo segja
lærðir Hindúar, að hún hafi kom
ið á stórfeldum breytingum í
trúarlífi þjóðarinnar, einkum
Ilindúatrú. Hún kom austur öll-
um ókunnug og kunni ekki sans-
krít, en varð brátt svo lærð í trú-
fræði Hindúa, að hún gekk fram
af lærðum ,,pandítum“. Þó var
miklu merkilegri en þekking
hennar elskan, sem hún bar til
þjóðarinnar, og gremjan og sár-
saukinn yfir niðurlægingar-
ástandi þjóðarinnar. Eldri menn
þar austur frá segja, að sjer líði
ekki úr minni, þegar þeir sátu
grátandi undir ræðum hennar,
því hún málaði upp fyrir þeim
myndir með orðum sínum af því,
sem Indland gæti orðið í fram-
tíðinni. — í hópi ágætra manna,
sem hún safnaði að sjer, vann
hún að endurreisn þjóðarinnar
og naut í því starfi örlætis margra
indverskra prinsa og stórmenna.
Eitt af stórvirkjum hennar á
Indlandi var stofnun Benares-há-
skóla. Síðar var hún gerð að heið-
ursdoktor við þann háskóla.
Mörg eru þau málefni, sem
hún hefir veitt fylgi sitt um dag-
ana, og er kvenfreisismálið eitt
þeirra. Því hefir hún veitt öflug-
an stuðning bæði á Englandi og
á Indlandi. Eitt áhugamál henn-
ar var skátahreyfingin. — Iíún
stofnaði Skátafjelag Indlands.
Indversku skátarnir bera vefjar-
hött og syngja indverska þjóð-
söngva, en hlýða að öðru leyti
skátalögunum. Þegar Baden-
Powell kom til Indlands, gengu
indversku skátarnir inn í alheims
fjelagið, en dr. Annie Besant
varð yfirmaður þeirra í heiðurs-
skyni.
„Synir og dætur Indlands“
heitir eitt fjelag, sem hún stofn-
aði — annað „Gullkeðjufjelag-
ið“, það var barnafjelag —
þriðja „The Stalwarts“, en fje-
Jagar hjetu því að gifta ekki
dætur sínar undir 16 ára aldri.
Ennþá eitt starf hóf hún, þeg-
ar hún tók til fósturs þá Krishna-
murti og bróður hans. Eins og
kunnugt er, boðaði hún, að mik-
ill heimsfræðari mundi nota
Krishnamurti sem sambandslið
hjer á jörðinni og starfa með
hans tilstyrk að því að fræða
mannkynið. Starfsferill Krishna
murtis hefir vakið mikla athygli
um allan heim á síðustu árum og
þó hann hafi aðrar skoðanir á
ýmsu en þær, sem dr. Annie Be-
sant aðhyltist, þá viðurkenna þó
allir, hve glögga skynjun hún
hefir haft á sálarlífi drengsins,
þegar hún sá hvað með honum
bjó, því hann er nú einhver á-
hrifamesti prjedikari, sem uppi
er. —
Dr. A. Besant verður að lík-
indum frægust á Indlandi fyrir
afskifti sín af stjórnmálum. Því
lýsti hún yfir hvað eftir annað,
að hún hefði farið út í stjóm-
málabaráttuna til þess að bjarga
ungmennum Indlands. Æsku-
menn landsins brunnu af áhuga
fyrir því að reisa við menningu
þjóðarinnar — en stjórnin skildi
ekkert, bætti ekki úr neinu, en
herti aðeins á stjórnartaumun-
um. Unglingarnir viltust út í öfga
kenda andstöðu og stjómleysi.
301
Árið 1913 hóf hún stjórnmála-
baráttu sína, — árið eftir byrj-
aði heimsstyrjöldin, en hún helt
áfram baráttunni, vegna þess
hvernig aðferð Bretar höfðu,
þegar þeir buðu Indverjum þátt-
töku í stríðinu.
Stjórnmálasaga dr. Annie Be-
sant á Indlandi er ennþá órituð
— er það mikil saga og merki-
leg, og líkleg til að hafa áhrif
langt fram í tímann.
Árið 1917 var hún gerð að íor-
seta þjóðfundarins (National
Congress) og hafði þá lýðhylli
mikla, en seinna urðu áhrif
Gandhis yfirsterkari, þegarhann
hóf óhlýðnisstefnu sína við lög
landsins, vegna rangindanna,
sem stjórnin framdi. Dr. Annie
Besant hjelt því fram og lýsti
því yfir, að slíkt leiddi til stjórn-
leysis. Hún var því ekki andvíg,
að einstaklingar óhlýðnuðust
vegna sannfæringar sinnar og
tækju á sig afleiðingar þess —
en að hópur manna hlýddi blint
foringja í slíku tiltæki væri mis-
skilningur á sálarfræði hópsins.
Þrátt fyrir þessar skiftu skoðan-
ir virti hún Gandhi vegna heilag-
leika lífs hans.
Þó hún teldist ekki lengur leið-
togi í stjórnmálum Indlands,
hjelt hún þó áfram að vinna að
endurbættri löggjöf í landinu.
— Eftir Montagu-Chelmsford-
stjórnarbóLina, hóf hún umfangs
mikið starf, sem nefnt var þjóð-
þingið (National Convention)
og hafði í því aðstoð margra
merkra manna. Tilgangur þess
var að undirbúa frumvarp til
stjórnarskrár fyrir Indland, sem
Indverjar mættu við una. Var
því starfi lokið og frumvarpið
lagt fyrir parlamentið enska ár-
ið 1925. Það var aðeins lesið upp
í parlamentinu, en síðan var því
stungið undir stól. Það er þó
stórmerkilegt skjal og að viturra
manna dómi einasta stjórnar-
formið, sem hæfa mundi ind-
versku þjóðinni, eins og ástatt er
um menningu hennar og stað-
hætti.
Það er varla unt að ganga
framhjá dularlífi dr. A. Besant,
hversu fljótt sem er yfir sögu
farið, því þótt sú hlið komi minna