Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Side 3
LESBÓK MORGENBLAÐSINB Á Djúpalónssandi.|Strýtumyndaði kletturinn vinstra megin]jheitir)Steinnökkvi. Stóri kletturinn er nefndur Kerling. sem áður er greint. Sumir sjómenn liafa lagst á Djúpalónssand í ill- veðrum, og’ haldið Dritvík.*) Fyrir utan Norðurkletta, sem áður hafa verið nefndir, eru Djúpulónin (tvö), og af þeimdreg- ur sandurinn heiti sitt. í þessum lónum er flæðivatn. Þangað sóttu Dritvíkingar vatn til neyslu, og er það alldrjúgur spölur, og erfiður- Sagt er að Guðmundur góði hafi vígt efra lónið vegna skrímslis, er þar hafi verið. Meðfram Djúpalónssandi að vestanverðu er svonefndur Víkur- barði. Neðst við sandinn, þegar farið er upp á Barðann, er grasbali nokkur, og á honum hvíldu ver- menn sig, er þeir fóru með byrðar sínar milli Dritvíkur og Lóns, og heitir þar Sessar. Utan Víkur- *) í árbók F. í. 1932 skrifar Helgi Hjörvar fróðlega og skemti- lega grein um Snæfellsnes. Þar er fyrsta mynd sögð vera tir Dritvík, en hún er af klettabyrginu á Djúpalónssandi. Á bls. 26 efst, seg- ir svo: „Þar heitir Járnbarð með sjónum“. Járnbarði nær aðeins vestur þangað, sem Barðinn er hæstur, og heitir þar Barðaklif. Bnnfremur segir á sama stað: „Vegurinn liggur yfir hraunið all- langt frá sjó, fyrir ofan bæina. þar til kemur að Hólahólum''. — Hier eru engir bæir alla leið frá Einarslóni að Litlalóni, sem er vestar og neðar Hólahólum. barða tekur við Dritvík. Eggsljett- ur sandur er eftir víkinni, og nefnist MaWusandur. Niður af Víkurbarðanum á sandinn sunnan verðan liggja einkennileg kletta- drög að nafni Kórar. Rjett út af Kórunum girða klettaruir svæði nokkurt á Maríusandi, og heitir }»ar Glímustofa. í stofu þessari glímdu Dritvíkingar og þreyttu ýmsa fleiri leika. Fram af Víkurbarða er Kattar- hryggur, og siðar Tröllakirkja. — Það er fráskildur klettur allmikill, holur að innan. Fram í Trölla- kirkju verður ekki farið nema um fjöru, og er gengið inn í kirkjuna að framanverðu- Lendingin í Dritvík er allgóð 307 og lega sæmileg. í Dritvík miðri er klettur nefndur Bárðarskip, og litlu ofar smáklettar, sem kallast Bárðartrúss. En að utanverðu í Víkinni, beint á móti, er stand- berg nokkurt, og heitir Dritvíkur- klettur. Beint upp af lendingunni er hóll nefndur Leiðarhóll. Þegar siglt er inn leiðina, og upp í lend- inguna í Dritvík, þá á skútamynd aður klettur fremst í Leiðarhól að bera í syðri röndina á Dritvík- urkletti. Þarna er pollur allstór, sem nýtur skjóls af Dritvíkur- kletti og Bárðarskipi, en þar er skamt sund á milli. Oft hafði þó löðrað á í lendingunni meðan seil- að var, og brotið á steinnybbu þeirri, er Brjótur nefnist. Fátt er það í Dritvík. sem ber jiess vitni, að þar hafi varið jafn mikið útræði og raun var á. Fyrir tóftum sjer mjög lítið. Gleggst er tóftin af Bóndahjallinum svo- nefnda. Hjall þennan átti bóndi sá, er bjó í Dritvík. Fengu ver- menn að geyma lítt slitin veiðar færi frá vertíðinni og fleiri út gerðarhluti í hjalli þessum, þar til næsta vertíð byrjaði. Skyldi Drit- vikurbóndi annast geymsluna og þiggja gjald fyrir. Upp af Dritvík eru tómar hraun- breiður, og sjer þar glögglega um alt fyrir reitum, görðum og fiskbyrgjum- I Fiskur sá er veiddist í Dritvík var eingöngu verkaður sem skreið Dritvík. Klettanöfin tiUvinstri heitir Kattarhryggur, og framan f henni um miðju heita Kórar; 'þar-fyrir innan er Glímustofa. Kletturinn í baksýn heitir Tröllakirkja. Yst til„hægri á (miðri myndinni sjer á Dritvíkurklett og neðst 1 . henni sjer á Bárðarskip.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.