Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Síða 5
LK8BOK kJRtiTTNBLAÐSINö
30»
Heimskringia
■ enskri þýðingu.
Eftir prófessor dr. Richard Beck.
Heimskringla er í flokki hinna
víðförlustu af fornritum vorum;
hún er til í tíu útgáfum í ýmsum
löndum heims, og að auk í tutt-
ugu og tveim þýðingum á sex
tungumálum; hið mikla sagnfræði-
lega gildi hennar og frábær rit-
snild hafa gefið henni byr undir
vængi-
Tvær heildar-þýðingar hennar,
sem löngu eru víðkunnar orðnar,
hafa gerðar verið á enska tungu.
Elst er þýðing Samuels Laing, sem
upprunalega kom út árið 1844, en
síðar í nýrri útgáfu, meðal annars
í hinu víðfræga ritsafni Every-
man’s Library. Þýðing þessi, sem
bygð var að mestu leyti á hinni
norsku þýðingu Jacobs Aall (1838
-—1839), fjell í frjóa jörð; var
henni mikill gaumur gefinn og
birtust ítarlegir ritómar um hana
í hinum merkilegustu tímaritum
enskum. Ritsnillingnum, Thomas
Carlyle, sem hjer kyntist konunga-
sögum Snorra fyrsta sinni, fanst
svo mikið til þeirra koma, að hann
sótti þangað efniviðinn í bók sína
The Early Kings of Norway (Fom-
konungar Noregs), sem er að
miklu leyti saman dregin endur-
sögn af Heimskringlu, eins og Sir
William A, Craige bendir á í
hinni ný-útkomnu bók sinni The
Northem Element in English Lit-
erature. Ameríska ljóðskáldið
Longfellow varð einnig hugfang-
inn af Heimskringlu og fann þar
yrkisefni í Sum meiriháttar kvæði
sín. —
Um aldamótin síðustu (1893—
1905) var prentuð hin enska þýð-
.ing þeirra fjelaganna Williams
Morris og Eiríks Magnússonar af
Heimskringlu. Hafði hún það fram
yfir þýðingu Laings, að hún var
þýdd beint úr frummálinu, enda.
má hún kallast nákvæm vel. Og
þó nokkuð sjeu skiftir dómar um
hana, verður því ekkí peitað, að
hún er stórvirki, og hefir eflaust
átt sinn þátt í því, að draga hugi
enskumælandi lesenda að auðlegð
og fegurð íslenskra fornbókmenta.
Margt er því lofs- og þakkarvert
um nefndar Heimskringlu-þýðing-
ar; samt eru þær, eins og vonlegt
er, úreltar um ýms atriði, sem síð-
ari rannsóknir hafa varpað á nýju
ljósi og sannara. Auk þess er sá
,galli á gjöf Njarðar' að því er við
kemur þýðingto þeirra Morris og Ei-
ríks Magnússonar, að málið er fyrnt
um skör fram og orðaskipun stund
um óensk. Þess vegna var ekki
óþörf ný ensk þýðing á Heims-
kringlu, sem betur mætti kröfum
nútíðarmanna en hinar eldri, bæði
að túlkun efnis og að orðfæri.
Kom hún á bókamarlraðinn í Eng-
landi og í Vesturheimi í fyrra-
sumar; og þar sem er um jafn
umfangsmikið ritverk að ræða, má
ekki minná vera heldur en að
þess sje að einhverju getið á Is-
landi. Annað væri vanþakklæti, að
ekki sje sagt móðgun, við hlutað-
eigendur.
Maður sá, sem annast hefir út-
gáfu þessarar nýju Heimskringlu-
þýðingar, heitir Erling Monsen,
norskur að ætt og uppruna; en
við þýðinguna hefir hann notið
aðstoðar Dr. A. H. Smith, háskóla-
kennara í University Cóllege í
Lundúnum. Einnig telur útgefand-
inn sig í þakkarskuld við landa
vom, dr. Jón Stefánsson, fyrir
ýmsar bendingar; en íslendingar
heima fyrir mega muna, að dr. Jón
hefir margt ritað um íslensk fræði
á ensku og flutt sæg fyrirlestra í
Englandi um land vort og þjóð.
Auðsætt er, að Monsen hefir
lagt hina norsku þýðingu og út-
gáfu prófessors Gustafs Storm af
Heimskringlu (1899) til grund-
vallar fyrir útgáfu sinni. í hinni
síðarnefndu er endurprentaður
fjöldi hinna ágætu mynda eftir
norska listamenn, sem prýddu út-
gáfu Storms. Þeir kaflar í inn-
•-angi Monsens, sem fjalla um æfi
Snorra Sturlusonar og ritstörf,
eru einnig þýðing á samsvarandi
köflum hjá Storm, en heilar máls-
greinar eru feldar úr, svo að
stundum er tjón að. Monsen lætur
sjer bersýnilega mjög ant um, að
bera Snorra sem best söguna;
engu' að síður er mynd þeirri, sem
hann bregður upp af honum, frem-
ui ábótavant. Hefði þýðandi vel
mátt notfæra sjer ágætisrit þeirrá
prófessoranna Frederiks Paasche
og Sigurðar Nordal um Snorra, en
i höndum þeirra gæðist lýsing
þessa marghæfa snillings og at-
hafnamanns lit og lífi. Þar sem talin
eru upp rit Snorra, hefði verið að
því fróðleiksauki, að benda les-
endum á, að merkir fræðimenn
liafa talið hann höfund Egils sögu;
er það einkum sagt með dr. Björn
M. Ólsen í hug, því að hinar merki
legu athugasemdir dr. Nordals um
þetta efni voru ekki fram komnar
þegar umrædd þýðing var í undir-
búningi.
1 kafla inngangsins um handrit
Heimskringlu, sem einnig er bygð-
ur á greinargerð Storms, er stikl-
að á steinum meir en æskilegt.
væri. Annars er all-mikill fróð-
leikur saman dreginn í inngangi
Monsens, sem alls er nær fjörutíu
blaðsíður, og kennir þar ýmsra
grasa. Leynir það sjer ekki, að
hann lítur æði rómantískum aug-
um á norræna menn, menningar-
leg afrek þeirra og áhrif, svo að
nærri stappar hreinni hetjudýrk-
un. Kippir honum þar í kyn til
ýmsra fræðimanna og rithöfunda
um miðbik nítjándu aldar, sein
fyltust tilbeiðsluanda í upphafning
sinni á því, sem norrænt var og
germanskt. Einnig fylgir Monsen,
í sumum efnum, hinum eldri út-
gáfum af Heimskringlu fremur en
þeim yngri og áreiðanlegri. Á jeg
þar sjerstaklega við það, að hann
tc-kur upp í þýðingu sína frásögn-
úia uin Vinlandsfund íslendinga
hinna fornu, en hinir merkustu
norrænufræðingar vorra tíma, t.
d. Finnur Jónsson, hafa talið hana
irnskot í Heimskringlu.
í niðurlagskafla inngangs síns