Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1934, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
95
birta tók, sáum við land, og var
það Eyjafjallajökul]. Komum við
upp undir land hjá Dyrhólaey.
6. E. segir að hafnsögumaður
í Vestmannaeyjum hafi látið skút-
una reka til lands, en það er ekki
rjett; henni var siglt inn á höfn
á reiðanum og fokkuhorni. Hann
segir líka að við höfum dvalið 5
daga í Vestmannaeyjum. en það
mun hafa verið rúm vika. Þá seg-
ir hann að skipið hafi ekki lagt
út aftur á þessari vertíð. en það
er ekki r.jett, því að það fór afmr
á veiðar og stundaði þær til ver
tíðarloka, en þá var Guðjón ekki
með okkur.
Skinverjar á ..Ellen“ voru r.Hir
úr Hafnarfirði. nema Guðjón
Skipshöfnin var:
Biargmundur Sigurðsson skip-
stjóri (ekki Sveinsson), Sveinn
Auðunsson stýrimaður, Jóms
Grímsson frá Kiofa, Pjetur Auð-
unsson.bróðir stvrimanns, Brand-
ur Þorsteinsson oar Elentínus
Þorsteinsson. bræður. Jón Visr-
fússon. Vigfús ólafsson uiat-
sveinn. Guðjón Björnsson (kall-
aður Blöndal). Þessir eru allir
dánir. En á lífi erum við þrír:
Narfi Jóhannesson. Hafnarfirði,
Guðjón Einarsson Stærrabæ og
Sveinbjörn Stefánsson snikkari
í Revkjavík.
Frásöpn
Hannesar Jónssonar.
Til Vestmannaeyja kom skip-
ið með suðvestan vindi og kom
upp að Eyjunum við höfnina aust-
an megin, og lagðist þar og' fekk
matvæli og annað sem vantaði.
Um kvöldið fór hafnsögumaður
um kl. 6 um borð. Franska fiski-
skútu sem hafði leitað sjer hafn-
ar vegna þess að skipið hafði lask-
ast í veðrinu. flutti hafnsögu-
maður inn á svonefnda innri-
höfn. — Um morguninn kl. 5 til
5% var komið austan rok, og var
þá hafnsögumanni gert aðvart
að Ellen )ægi með 'óðsflaggi.
HafnsögPmaður brá við í skvndi
og safnaði saman 14 mönnum, og
tók þann bát sem hann taldi
heppilegastan til þess að komast
um borð. Eftir mikla erfiðleika
tókst að komast út að skipinu
sem lá þá í stórsjó. Þegar þangað
kom skipaði hafnsögumaður fyrir
hvernig leggja skyldi að skipinu.
og fór sjálfur fram í framstafn
bátsins og sætti svo lagi að kom-
ast um borð, sem tókst vel fyrir
liann sjálfan, en um leið og bát-
urinn rendi að skipinu brotnaði
stefnið í bátnum miðjavega niður
að sjó, en hafnsögumaður komst
sem sagt alveg' slysalaust um borð
í Ellen, og kom það þess vegna
ekki til mála. eins og tilfært er í
greininni sð hann hafi verið vað-
dreginn eða settur í sió. Mersa-
seglið var uppi er hafnsögumaður
kom um borð og ljet hann þá
draga upp hnokka af stórseglinu,
og rifa stagfokku, og hafði hana
tilbúna til þess að draga upp er
skipið fengi rjetta stefnu. Ból
sett á akkerisfestar sem var svo
slept og' skiuinu síðan siglt inn á
höfnina o<r lukkaðist þannig að
biarga bæði kini og mönnum.
•••« •••*
Kurteis drengur.
— Við höfðum fengið nýjan
hjálparkokk um borð, og hann
var óvenjulega kurteis. Þegar
hann átti að vekja mann, sagði
hann jafnan: Fyrirgefðu, nú er
klukkan átta. Og þegar hann
kallaði á mann að borða, sagði
hann: Fyrirgefðu. nú er matmáls-
tími o. v. frv. Þegar við lögðum á
stað til Ameríku gerði versta veð-
ui í Atlantshafi. Við sátum nokk-
urir inni að snæðingi, og heyrðum
til drengsins inni í búrinu, að
hann var að kúg'ast. Þá kallar
vjelstjórinn: ..Hevrðu drengur.
ertu sjóveikur ?“ — Þá stakk
bann náfölu andlitinu fram í
gættina og sagði með titrandi
rödd: ,,Já — takk!“
— Jeg ætla að kaupa flesk fyrir
10 aura.
— Við getum ekki selt minna
en ,,kvartpund“.
— Jæja, látið iYiig þá fá kvart-
pund fyrir 10 aura.
Skákþraut nr. 5.
Jón Guðmundsson.
Svart.
Hvltt!
Hvítur mátar í 2. leik.
Ráðning á skákþraut nr. 4.
1. Hb7—e7. Kb4—c4.
2. He7—e4+. Kc4—dð.
3. Rb5Xc3. Mát.
Steenockerzeel
heitir þessi höll og er hún í
Belgíu, í nágrenni við Briissel.
Þarna hefir Zita. fyrverandi keis-
arafrú í Austurríki, búið tneð
börnum sínum síðan stríðinu
lauk. Nú er jafnvel búist við því
að Otto sonur hennar verði gerð-
ur að konungi yfir Austurríki og
Ungverjalandi, og mun þá fjöl-
skyldan yfirgefa þessa höl'i og
flytjast til Vín.