Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Síða 2
370 LEBBOK MORQUNBLAÐSINS
Stcingrímur læknir
minnist Matthícisur
föður síns.
Rœða haldin í lok ÍOO ára ininiiing-
arháfíðar Maffhíasar Jochumssonar
á Akureyri, 11. nóvember 1035.
Mjer er skylt og mjer er ljúft,
að þakka Matthíasarnefnd Stú-
dentafjelags Akureyrar fyrir mína
eigin hönd og fyrir liönd syst-
kina minna og barna þeirra, fyrir
að hafa boðið okkur að vera við-
stödd hin stórmyndarlegu þrí-
dægra hátíðahöld, til minningar
um föður minn.
Við dáumst að dugnaði Stú-
dentafjelagsins, sem átt hefir upp
tök bæði að hátíðahöldunum hjer
í bæ og öðrum svipuðum víðsvegar
um land, og ekki síður dáumst
við að framtaki þess að því, að
koma upp Bókasafnsbyggingu
hjer á Akureyri, sem ve'glegum
minnisvarða til heiðurs skáldinu.
Svo óvenjulega mikil og ástúð-
leg eru þau virðingarmerki og sú
samúð, sem föður mínum vottast
nú af alþjóð á 100 ára
^fmæli hans, að leitun mun á
dæmum þess meðal nokkurra
J)jóða, að nokkru skáldi eða nokkr
um andlegrar stjettar manni hafi
svo stuttu eftir andlátið veTÍð
sýndur meiri sómi.
Sem eðlilegt er gleður þetta
okkur, börn hans og ástvini ósegj
anlega mikið.
Þegar jeg nú íhuga alt, sem
hefir gert verið föður mínum til
sæmdar, finst mjer sem hann hafi
fengið heitustu óskir sínar upp-
fyltar. Eða — við getum orðað
það þannig: Bænir hans, sem hann
fyrir mörgum árum bar fram við
guð sinn, hafa- nú verið heyrðar:
Þjóðin hefir alment viðurkent,
að hann hafi þjónað henni afburða
vel, bæði sem skáld og sem kenni-
maður, en það var það sem hann
bað um.
Sem drengur bar jeg ekki skyn
á verðmæti hins andlega starfs
föður míns, hvorki sem skálds eða
prests. Það var fyrst á stúdents-
árum mínum að jeg fór að hafa
gaman af að kryfja ljóð hans til
mergjar og síðan hef jeg aldrei
orðið leiður á að lesa þau aftur
og aftur. Ollu betur komst jeg
fljótt upp á að meta frjálslyndi
hans í trúarefnum, hina sívakandi
sannleiksleit hans og óbeit á göml
um kreddum. Jeg skildi það vel
að það átti einnig við hann sjálf-
an er hann orti um vin sinn síra
E. 0. Briem:
,Sannleik að sinna
sannleik að finna
sannleik að inna
var þín sífeld vinna“.
Og hann talaði frá eigin hjarta
er hann sagði ennfremur:
„Leitt er ljóss þjónum
að lúta falstónum,
dogmum dulgrónum,
dauðum hugsjónum.“
Jeg ætla nú e'kki að fjölyrða
um skáldskap föður míns við þetta
tækifæri, því margir mjer færari
hafa orðið til þess við þessa
minningarathöfn, en jeg vil trúa
ykkur fyrir þessu:
Að mjer þykir ætíð sjerstakur
unaður að því og uppbygging að
lesa hetjuljóð og harmsöngva föð-
ur míns, kemur til af því, að jeg
þá finn mig bókstaflega kominn
í fjelagsskap góðra, göfugra anda.
Jeg finn þá, það se'm hann fann
—
svo oft, og segir í erfikvæðinu sem
jeg nefndi:
„Víst eru oss nærri
yerurnar hærri
stignar frá stærri
stöðvum til smærri".
Og enn sagði iiann, — og þeim
orðum vil jeg nú beina til hans
sjálfs:
„Nálægur ertn,
nærri mjer vertu,
samur enn sjertu,
sál mína hertu!
Ertu’ ei hjer inni,
innst í salkynni,
með veru þinni,
í vitund minni“?
Þegar faðir minn var prestur
í Móum á Kjalarnesi og seinna í
Odda á Rangárvöllum, þá var svo
að segja ætíð vel sótt kirkja hjá
honum. Pólkið í báðum þeim
prestaköllum var yfirleitt guð-
hrætt fólk og guðrækið upp á
gamla vísu og trúði á trúna, sem
nauðsynlegasta sáluhjálparatriði
bæði þessa heims og annars.
Messuföll komu varla fyrir. Það
voru í hæsta lagi grenjandi stór-
hríðar, sem einar hömluðu fólki
frá að koma til kirkju.
Þessa kirkjurækni fólksiná og
hlýðni þess við prest sinn, mat
faðir minn mikils og gleymdi því
aldrei.
En þegar hann í von um stærri
söfnuð, meiri tekjur og stærri
verkahring hafði sótt um og feng-
ið Akureyrar-prestakall, urðu
það honum sár vonbrigði í mörg
ár framan af, hve tekjur urðu
miklu minni en hann hafði búist
við, en einkum tók hann sárt hve
kirkjurækni hjer nyrðra var til-
tölulega miklu minni en syðra.
Guðhræðslan svo sem engin og
guðræknin minni og trúin á
trúna fór rjenandi ár frá ári
eins í þessu prestakalli eins og
svo mörgum fleirum víðsvegar um
landið. Því, er það ekki þannig,
að trúræknin fari rjenandi í land-
inu jafnframt því, sem guðhræðsl-
an hverfur, líkt og hjátrú rjenar
með myrkhræðslunni 1
Messuföll komu að vísu sjaldan
fyrir í Akureyrarkirkju, því fað-
ir minn vildi ekki gefast upp þó