Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS
375
æiííte. s.'.'-- ■■■■:'■■
L . , » _ :
Kappsigling hjá Nýju Guinea, sem er næst stærsta eyja í heimi. Þar eru mjög einkennilegir bátar,
eins og sjá má á myndinni. Eru þeir góð sjóskip og fara íbúarnir langar leiðir á þeim. Nýja Guinea
er fyrir norðan Ástralíu og er Torressundið þar á milli. Er það nafnkunnugt fyrir það hve mikið
er þar af hákarli. Ásamt nokkrum eyjum í kriug er Nýja Guinea 807956 ferkílómetrar að stærð og
íbúar eru taldir 700.000. Þeir eruaf fjölda mörgum kynþétttum.
á þessum krepputímum, gæti alls
ekki verið geðveikur.
*
Lögreglan í London fekk nýlega
peningabrjef með 15 shillings. í
brjefi sem fylgdi gat sendandi
þe'ss, að hann hefði tvisvar ekið á
ljóslausu hjóli um borgina að
kvöldi dags. Að vísu hefði lög-
reglan ekki staðið sig að því, en
til þess að rjettlæti væri fullnægt
sendi hann sektarfje.
*
Áströlsk kona hafði verið í
heimsókn hjá systur sinni í Eng-
landi, en nú var hún komin um
borð í skip á heimleið. Þá mundi
hún eftir því, að hún hafði skil-
ið lyklana sína eftir hjá systur
sinni. Var nú símað í ósköpum
og flugvjel fengin til þess að elta
skipið og skila lyklunum. Það
tókst. En eftir þessu að dæma
ætti það að vera kostnaðarsamara
að smíða nokkra lykla í Ást.ralíu,
heldur en leigja flugvjel í Eng-
landi!
Arfi afsalað.
Það er sjaldgæft, að þeir, sem
erfa, neiti að taka við arfinum, en
þetta hefir Roosevelt Banda-
ríkjaforseti gert.
Sjervitur karl nokkur í Banda-
ríkjunum hafði lagt svo fyrir í
erfðaskrá sinni, að hinir rjettu
erfingjar sínir skyldi fá sinn doll-
arann hver, Roosevelt forseti 1000
dollara og Stalin 1000 dollara.
Roosevelt lýsti þegar yfir því,
að hann vildi ekki taka við fje,
af sýnilega geggjuðum manni. Þá
sneru erfingjarnir sjer til Stalins,
en það stóð nokkuð á lokasvari
hans, en þó afsalaði hann sjer
arfinum. Og þannig fengu erf-
ingjarnir þessa 2000 dollara. En
auk þess hafa þeim verið boðnir
5000 dollarar fyrir erfðaskrána og
brjefin frá Roosevelt og Stalin.
— Safnið þjer gömlum bókum?
— Já, já, en jeg kaupi þær altaf
eftir vigt.
Skemtileg mistök.
„Svenska Dagbladet“ segir eft-
irfarandi sögu frá Kaupmanna-
höfn:
Fjórir góðir vinir höfðu verið
að skemta sjer, og voru þeir all-
mjög ölvaðir er þeir komu á jám-
brautarstöðina. Þrír þeirra staul-
uðust upp í járnbrautarvagn, en
sá fjórði stóð eftir eins og glóp-
ur þegar lestin rann á stað. Alt í
einu byrjaði hann að hlæja al-
veg óstjómlega hátt. Stöðvar-
vörður gekk þá til hans að þagga
niður í honum.
— Það er ekkert hlægilegt
hjer á seiði, sagði hann.
— Jæja, finst yður það? En
mjer finst nú þetta hlægilegt. Jeg
ætlaði að fara með lestinni, en
hinir fylgdu mjer aðeins hingað
til þess að kveðja mig.
— Hvers vegna svarar þú hverri
spurningu með nýrri spurningu?
— Geri jeg það?