Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fáir kæmu. En honum sárnaði að sjá tóma bekki og aðeins sama tnifasta hópinn, en unga fólkið í útreiðartúrum og heldra fólkið heima í iðjuleysi og kæruleysi um kristindóm uin hámessutím- ann. Það var að eins á stórhátíðum, sem vel var sótt kirkja; einkan- lega jólum. Þá var hún troðfull. En þá kom fólkið mest fyrir siða- sakir, sumt að sýna sig og sjá aðra og sumt til að fá betri lyst á jólamatnum á eftir. Margt fólk kom að eins þetta eina skifti árs- ins til kirkju, líkt og áður tíðkað- ist að margir lauguðu líkamann einu sinni á ári — einmitt á jól- unum, eða Þorláksmessu. — En næst liinni ljelegu kirkjurækt safnaðarins tók föður minn sárt hve lítils hann var metinn, sem skáld, hjer framan af. Og svo bættist ofan á, ilt árferði og litl- ar tekjur svo að þröngt varð í búi og dimmar horfur framundan með stóra fjölskyldu. Það var hart fyrir hann meðal annara hluta, að þurfa að neita sjer um að kaupa nauðsynle'gar fræðibækur hvað þá útlend skáld- rit, og fyrir hann, sem var ann- ar eins brjefritari, var t. d. öm- urlegt, að þurfa að takmarka brjefaskriftir til kunningja vegna frímerkjaleysis — þó stundum gæti hann svndgað upp á náðina og fengið krít á pósthúsinu. Út úr þessu greip hann oft van- metatilfinning og honum leið illa og hann talaði um sín vandræði við drottinn, en það dróst — að úr rættist. Mikið hefði honum þótt gaman þá, — þegar hann að venju einn sunnudaginn stóð fyrir altarinu í hálftómri Akureyrarkirkju, fyrir ea. 40 árum, og sá unga fólkið þeysa fram hjá glugganum og hevrði skothvelli fram á Polli, þar sem hinir og þessir panfílar voru að skjóta dýr og fugla, í stað þess að fara í kirkju — já. mikið hefði það glatt hann þá, ef lítill erigill hefði komið upp á altarið og hvísl að því að honum, að von bráðar skyldi alt lagast (og engillinn meinti, að það yrði kringum 11. nóv. 1935, en hjá englunum eru 40 ár örstutt stund og dauðinn ekki til). — Hugsum okkur svo að engill- inn hefði sagt, að þá myndu kirkj- ur landsins fyllast af fólki, sem kæmi til að hlusta á sálma sungna, — eingöngu hans sálma, og ræð- ur fluttar af ölluin prestum lands ins, allar í hans anda. Og sam- komuhús landsins mundu einnig verða fjölsótt, því þar yrðu einn- ig ræður fluttar af listfróðum, snjöllum leikmönnum til að róma skáldskap hans. En þar á ofan mundu menn víðsvegar um land, úti um sveitir og uppi í afdölum, sitjandi á rúmum sínum inni í baðstofum, geta hlustað á sönginn og ræðurnar frá kirkjunum og samkomuhúsunum á Akureyri og í Reykjavík, og heyrt alt eins greinilega og ef allir sætu saman í sömu kirkju eða samkomusal, og þetta væri að þakka því furðu- tæki, sem þá væri fundið og radio nefnist eða útvarp. Þetta hefði honum þótt álíka skáldlega æfintýraralegt og skemtilegt frásagnar eins og þeg- ar hann fyrst las í Eddu um Óðinn, sem sat í Hliðskjálf og sá um heim allan og um Heimdall, sem heyrði ull spretta á sauðum og gras á jörðu. Því þetta svipaði nokkuð til þess, sem hann sjálfur hafði í spaugi skrifað vini sínum E. O. Briem 1878. Hann var að segja honum frá nýjustu stórtíð- indum frá útlöndum um uppgötv- un ritsímans og talsimans og fónógrafsins. En til smekkbæt.is bafði hann þá diktað upp úr þeirri frjett, að enn væri fundið nýtt furðutæki, er hann nefndi þana- tófón eða á íslensku helgjöll og mátti með því tæki vekja menn upp frá dauðum. TTm þetta getið þið lesið í Brjef- um föður míns — og skulum við um leið minnast þess, að skáldin sjá í anda. það, sem þúsund árum síðar uppgötvast af vísindamönn- um, og stundum fyr. Hugsum okkur loks, að engill- inn hefði glatt hann á því, að bráðum þyrfti hann ekki að kvíða bókaleysi, því heilt bókasafn, fult af allskonar góðum bókum yrði beinlínis býgt handa honum. 371 Og — viti menn — frímerki skyldi hann um sama leyti fá, — eins mörg og hann einu sinni vildi. — Þetta datt mjer í hug þegar jeg á dögunum fekk send, mjer til mikillar ánægju, hin nýju frí- merki. sem póststjórn Islands hef- ir verið svo elskuleg og hugulsöm að láta prenta með mynd af föður mínum — eins og í afmælisgjöf — honum til heiðurs. „Guðirnir mala seint, en mala vel“ var máltæki, sem faðir minn oft vitnaði í. Bænir hans hafa verið heyrðar. Óskir hans hafa uppfylst. Að fátæktin þvarr og gjörði ekki föður mínum eða fjölskyldu hans nein varanleg spjöll, — það var að þakka því, að hann átti góða og ráðdeildarsama konu og ágæta móður barna þeirra. Bless uð veri minning móður minnar. Jeg minnist föður míns líkt og Hallfre'ður skáld Ólafs konungs, er hann sagði: „hann var menskra manna mest gott‘“, en jeg elska minningu móður minn ar engu síður, — og segi um hana líkt og faðir minn sagði um sína móður: „því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri ög göfugri móður?“ Jeg hefi oft hugsað sem svo: Je'g veit ekki hvað um föður minn hefði orðið ef hann hefði ekki haft móður mína til að stýra búi sínu, bæði meðan það var stórt og rík- mannlegt eins og í Odda, og þegar það var minna og fátæklegt eins og fyrst framan af hjer á Akur- eyri. Mjer finst beinlínis, að hann ætti henni að þakka „hús og heim- ili, fæði, klæði og skæði“, eins og Lfiter orðar það. Herini var það öllum öðrum fremur að þakka, að hann gat notið sín sem prestur og skáld. „Skáldin eru skáld“, — þeirra ríki er ekki nema að nokkru leyti af þessum heimi. Þau eru annað slagið uppi í himninum. líkt og Schiller hefir sagt í einu kvæði sínu — af því guð býður þeim oft að koma og spjalla við sig:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.