Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Blaðsíða 8
m
LESBÓK morgunblaðsíns
Fyrsti kvendómari islands.
— Þjer megið þakka fyrir að
það var O en ekki X, sem datt
íiiður.
Mynd þessi er af fyrsta kven-
dómaranum á íslandi, eand. jur.
Auði J. Auðuns, þar sem hún sit-
ur í dómarasæti.
Það var í skiftarjettarmáli á
Isafirði, sem Auður J. Auðuns
skipaði dómarasæti, í stað hins
reglulega dómara, er vjek sæti.
Hún var skipaður setudómari í
málinu hinn 10. júlí s. 1. og kvað
upp úrskurð 7. október.
Ungfrú Auður J. Auðuns tók
lögfræðipróf hjer við Háskólann á
síðastliðnu vori og hefir síðan
Smcelki.
— Þú kallar þetta erfiða vinnu.
Þá hefðirðu átt að vera í mínum
sporum þegar jeg var grafari í
fílakirkjugarði.
*
— Þjer sækið um að verða
þjónn hjerna. Eruð þjer nú nógu
sterkur, ef í harðbakka slær?
— Já, jeg fleygði öllum hinum
umsækjendunum út áðan.
gegnt logfræðisstörfum á ísafirði. fj'i
Hún er aðeins 24 ára að aldri.Q
Hún er dóttir Jóns Anðnns Jóns-
sonar alþingismanns.
Á myndinni sjást, talið frá
vinstri: Ólafur Pálsson fram-
kvæmdastjóri, Óskar Borg mála-
flutningsmaður, Gunnlaugur Hali-
dórsson gjaldkeri, Ólafur Ólafs-
son sýsluskrifari, Auður J. Auð-
uns eand. jur., Torfi Hjartarson
bæjarfógeti, Sigurður Þoikelsson
fulltrúi og Sigurjón .Tónsson
bankastjóri.
Læknir er að vega sjúkling og
segir svo:
— Hafið þjer altaf verið 87
kíló?
— Nei, svaraði sjúklingurinn,
ljettastur hefi jeg verið 7^4 kíló.
#
— Hafið þjer nú fægt alt sem
er úr kopar, María?
— Já, alt nema hringa og háls-
festar yðar.
Hún: Mjer sýnist ungu stúlk-
urnar horfa eitthvað undarlega á
okkur síðan við trúlofuðumst.
Hann: Lofaðu þeim bara að
kveljast. Þeim hefði verið nær að
grípa tækifærið þegar það gafst.
— Nú hættir Jensen að versla.
— Það hefir hann sagt oft áður.
— Já, en nú er það dómarinn,
sem segir það.