Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Blaðsíða 1
48. tölublað.
Sunnudaginn 1. desember 1935.
X. árgangur.
f om.ldarprentgmlÖja b t.
Bergsteinn Kristjánsson: FENTAR SLÓÐIR.
Árgilsstaðir í Hvolhrepp. í hlíðinni, sem sjest á bak við bæinn, eru
fjárhellarnir tveir.
Hellar
í Hvolhrepp.
„Þinj^húsiðu.
Eitt af því marga einkehnilega,
sem gefur að líta í hinni fjöl-
breyttu náttúru Islands eru hell-
arnir. Þcim má skifta í tvo aðal-
flokka eftir uppruna, hrannhella
og hella í móbergi eða grágrýti.
Hraunhellamir fara ekki dult
með uppruna sinn, það er ekki
neitt vafamál að þeir eru til orðn-
ir á þeim tímum, sem vellandi
hraunflóð æddi yfir jörðina og
eyddi öllu lífi sem á ve'gi þess
varð. En í köldu loftslagi hefir
hraunbreiðan storknað fyr á yf-
irborðinu og hafa þá myndast
stærri og smærri hellar og gjögur.
En um uppruna hinna hellanna
er meiri vafi, þó sennilegt sje að
flestir þeirra sjeu höggnir af
mannahöndum og notuðir sem hús
fyrir fjenað og máske fólk, þe'gar
fátæktin sat í öndvegi og húsa-
viður var dýr og máske ófáan-
legur.
Það er ekki meining mín með
þessum línum að ræða frekar um
uppruna hella yfirleitt. Til þess
skortir mig bæði þekkingu og
skarpskygni fornfræðingsins. En
það sem je'g vildi hjer ræða um,
eru þrír sjerstakir hellar. Tveir af
þeim voru grafnir upp haustið
1904 á æskuheimili mínu, en sá
þriðji hefir lengi verið notaður
s»m hús.
Fyrir ofan bæinn á Árgilsstöð-
um voru í æsku minni tvö hellis-
gjögur, sem nefnd voru Grýlu-
hellar, enginn gat hugsað að neitt
væri merkilegt við þau, annað var
að vísu djúpt og dimt og höfðum
við krakkarnir oft að leik að láta
steina velta inn um munnann og
ofan í myrkrið, og það var nokk-
uð dularfult í okkar augum að
hellirinn gleipti steininn en var
eftir sem áður þögull og kaldur.
Ilift gjögrið var svo grunt að
það olli okkur ekki neinum geig,
því við gátum fyrirhafnarlaust
sjeð í botn þe'ss. Ekki veit jeg
hvað því olli að hellar þessir
fengu þetta draugalega nafn,
mætti þó geta þess til, að það hafi
verið til þess að fæla ungviðið frá
þeim, því í þá var ýmsu fleygt,
sem börn gátu skaðað sig á, svo
sem járnarusli og glerbrotum.
En hvort sem nafn hellanna hef-
ir verið haft svo draugalegt í
þeim tilgangi eða ekki, þá er það
víst að það átti sinn þátt í því,
að þegar röklcva tók sneiddum við
hjá þessum stöðum og fórum
hljóðlega í návist þeirra, enda
var ekki sparað að segja okkur
af huldufólki sem byggi þar í
hólum og hæðum, og vissast væri
að gera þar ekki jarðrask, en rjett
ast að láta sjer þar hægt og
prúðmannlega.
Þannig höfðu þessi hellisgjög-
ur staðið þögul ár eftir ár og
enginn raskað ró þeirra, eða for-
vitnast um fortíð þeirra, og svo
mundi enn vera, ef viss atvik
hefðu ekki, árið 1904, orðið til
þess að þau voru krafin til sagna
um fortíð sína eftir sefiidlega alt
að 100 ára þögn.
Skal nú stuttlega frá því sagt.