Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Síða 2
37ð
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ejns og kunnugt er var fyrir-
skipuð kláðaböðun á sauðfje um
Suðurland veturinn 1904—’05
undir yfirstjórn Myklestad hins
norska. Þetta þótta þá mikil tíð-
indi og ill, því þá höfðn menn aðra
skoðun á sauðfjárböðun en nú. En
verst þótti þetta á þeim jörðum,
þar sem mest var treyst á útigang
og því ekki hús til fyrir nema nokk
urn hluta fjárins. Þeir, sem þann-
ig var ástatt fyrir, urðu því að
b.vtífíja hús fvrir fjeð, því ekki
kom til mála að hafa það úti
eftir böðunina. Faðir minn var
eiun þeirra manna, sem þurfti að
bæta við fjárhús sín; vantaði
hann hús fvrir nál. 70 fjár. Bygði
hann hús fyrir 35 en afrjeð að
freista að grafa upp Grýluhella og
hýsa þar afganginn. Jeg man þó
að móðir mín latti þeirra verka,
en ekki tjáði það, enda fylgdi
hún því ekki fast eftir, en sagði
að altaf hefð’ legið sá orðrómur
á hellunum cg hólunum umhverf-
is, að ekki mætti hreyfa þar við
neinu. Slík írú er ekkert einsdæmi
hjer á landi, heldur eru þeir staðir
óteljandi, sem svona orð liggur á.
Og þó engin skynsamleg rök
bendi til þess að slíkur orðrómur
sje að neinu hafandi, vil jeg ekki
láta þess ógetið, að næstu árin á
eftir, varð fjölskylda okkar fyr-
ir þungri reynslu. Hellarnir, sem
grafnir voru upp, voru tveir, og
skal þeim nú lýst í stuttu máli.
Annar hellirinn mátti heita að
væri á jafnsljettu; var grafið
niður í hann í munnanum svo sem
mannhæð niður og dálítið inn í
hann, hvelfing var flöt og vatn
sótti að honum, einkum að glugg-
anum, sem var í norðurenda hans,
en munni mót suðri. Þegar komið
var lítið niður var komið niður á
sauðfjárskán, og var hún mjög
þykk, er því líklegt að sauðfje
hafi leitað þar skjóls, án þess að
vera beinlínis hýst þar, og hafi
því ekki verið hirt um að stinga
hellirinn út. Þessi hellir reyndist
ekki hæfur til að geyma í fje,
hann lá svo lágt, og sótti að hon-
um vatn.
Hinn hellirinn var grafinn upp
og notaður fyrir 30—40 lömb.
Hann var í hól lítið eitt upp í
brekkunni og sneru dyr í vestur
en gluggi í suður, því op var á
báðum endum. Að innan var hann
mjög fallegur, beinir veggir og
kúpt hvelfing. Inst í honum var
lítill afhellir, en ekki var hann
tekinn til nota því hvelfing hans
lak. Nokkuð bar á vatni í hellin-
um og var því gert í hann
lokræsi. Við það verk kom það í
ljós að klöpp var líka í botninum,
en þegar verið var að byggja
þetta lokræsi, kom það í Ijós, að
áður hafði verið lokræsi í hellin-
um og við enda þess dálítil vilpa
sem vatninu var ætlað að síga
niður úr. Yfir henni lá hella og
undir brúnum hennar sást móta
fyrir fjórum spýtum, sem voru
svo fiinar, að aðeins sást að verið
hafði trje. Af skán var lítið í hell-
inum en þó nóg til þess að bera
þess vitni að í honum hafði verið
geymt sauðfje. Þessi hellir var
notaður fyrir sauðfje í þrjá vet-
ur. En strax sem hætt var að
halda honum í horfi, fór að falla
að honum mold, og mun hann nú
líta svipað út, og áður en hann
var grafinn upp.
Hinn hellirinn fyltist strax af
mold og markar nú varla fyrir
honum.
Þegar hellarnir voru grafnir upp
var móðir mín 56 ára. Þá var og
á bænum föðursystir hcnnar í
hárri elli. Bæði þær og feður
þeirra höfðu alið allan aldur sinn
á Argilsstöðum og mundu þær
ekki eftir að hafa heyrt getið um
að hellarnir hafi verið notaðir.
Þriðji hellirinn, sem jeg vildi
geta um, er í litlu gili í túninu á
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Af
kunnugum er mjer sagt, að stærð
hans muni vera 12x8 m. og vel
manngengur í miðju.
Einkennilegast við hann er það,
að hann var um langt skeið notað-
ur sem þingstaður Fljótshlíðinga,
og það er ekki lengra síðan að
hann var lagður niður sem þing-
staður en svo, að tveir öldungar,
þeir Jón Bergsteinsson frá Torfa-
stöðum og Auðunn Jónsson á Ey-
vindarmúla voru þar fyrst kosnir
í sveitarstjóm 1894. En báðir
þe'ssir menn tóku mikinn þátt í
stjórn sveitarinnar næstu áratugi,
og sýndu þar fágæta vitsmuni og
drengskap.
En um þetta leyti mun þing-
staðurinn hafa verið fluttur að
Teigi og þinghús bygt, en hellir-
inn síðan notaður fyrir sauðfje.
Ef við svo að síðustu rennum
buganum 'til manntalsþings í
Fljótshlíð fyrir 1894 og höfunx í
huga þær kröfur sem nú em gerð-
ar til slíkra samkomustaða, verð-
ur munurinn undraverður, og
okkur flýgur ósjálfrátt í hug, að
þá væri vel ef drengskapur og
vitsmunir þeirra manna, sem fara
með vandamál almennings tæki
svo skjótum framförum.
Við sjáum hellirinn með einuin
glugga á öðrum enda hjá dymn-
um og hurðarfleka lagðan fyr-
ir dyrnar. Yst í hellinum er sæmi-
leg birta, þar er borð sýslumanns.
Innar í hellinum er skuggalegt og
sitja menn þar á trjebekkjum og
þ. h. Sýslumaður kallar rnenn fram
til að greiða gjöld sín, og koma
þeir til hans að boi’ðinu fram úr
skugganum, og greiða það sem
þeim ber í smjöri, tólg, skinnum
eða öðrum landaurum.
Vörurnar eru þarna vegnar og
metnar og síðan fluttar að heimili
sýslumanns.
í Fljótshlíðinni munu hafa veT-
ið 50—60 bændur, svo gera má
ráð fyrir að þetta þinghald hafi
tekið nokkuð langan tíma, og ver-
ið talsvert umsvifamikið verk og
vörurnar sem inn komu að sama
skapi fyrirferðamiklar.
Frú Mac Tavich: Drengurinn
minn hefir gleypt eitt penny.
Grannkona: Guð komi til! Er
hann í hættu?
— Nei, sem betur fer; maður-
inn minn er ekki heima.