Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Page 8
384
LESBÓK M0RGUNBLAB3INS
Yfirdrifið sport.
•" 'f' \i / ///
1 h <>Tef
KnattspyrnumaSur.
Hnefaleikari.
— Segðu mjer hreiuskilnislega,
hvað þykir þjer merkilegast við
málve'rk mín?
— Að þú skulir geta selt þau.
Á sýningu hugvitsmanna, sem lialdin var í Kaupmannahðfn
fyrir skömmu var meðal annars þessi gripur. Er það dálítið flug-
mannsskýli, útbúið með öllum l)eim stýristækjum, sem eru í
flugvjelum, og lítil eftirlíking af „Fokker“-flugvjel, sem er þar
ofan á, „lætur að stjórn“ og sýnir hvernig flugvjelar haga sjer í
loftinu, eftir því sem þeim er stýrt
Krossmark á lofti.
Abyssiniumenn trúa að það boði
sjer sigur .
Fyrir skömmu var verið að
senda herlið frá Harar til víg-
stöðvanna í Ogaden, og er herliðið
lagði á stað, sást tákn á himni,
ljósróf gult, grænt og rautt, en
það eru litirnir í þjóðfána Abyss-
iniu. Hermennirnir tóku þetta sem
forboða þess, að þeir ætti að sigra
í stríðinu.
Nasibu he’rshöfðingi liefir sagt
frá því, að enn merkilegri tákn
hafi sjest á himni hjá Gorahai. Þar
mynduðu ský stórkostlegan kross
á lofti. Trúði hershöfðinginn og
menn hans því, að þetta væri ó-
tvíræður forboði sigurs Abyssiniu-
manna.
Smœlki.
Kona: Hafið þjer aldrei haft
neina atvinnu?
Betlari: Jú, frú mín góð, jeg
vann einu sinni sjö ár í sama
stað.
— En hvers vegna hættuð þjer?
— Jeg var náðaður.
Dómari: Jeg ætla nú að lesa
upp skrá yfir afbrot yðar.
Akærði: Má jeg þá ekki fá mjer
sæti á meðan ?
— Hef'ir liann Sigurður traust
manna í viðskiftum?
— Já, það er áreiðanlegt; liann
skuldar öllum.
— Hvers vegna látið þið kýrnar
liggja úti?
— Sumargestirnir sofa í fjós-
inu.
— Hvernig líður sonum yðar?
— Þakka yður fyrir, öðrum líð-
ur ágætlega og hinn er kvæntur.
— Varðmaður, er þessi fíll alt-
af svona 3tiltur?
— Já, jeg get hvenær sem er
vafið honum um fingur mjer.
— Þjer lialdið kannske að jeg
sje' úlfur í sauðarklæðum.
— Nei, þvert á móti.