Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 2
106 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ve;ðiskip í hafís. landi en nú er. Þá var einokunar- verslunin í almætti sínu, og var mönnum bannað að versla nema á vissum stöðum. Hafði Ari í Ogri gefið út brjef. þar sem bændum var harðlega bannað að skifta nokkuð við Spánverja. Þetta hafa Spánverjar ekki getað skilið, og þar sem enginn var til að útlista það fyrir þeim, og menn skildu ekki mál þeirra. e-ar von að margur misskilningur kæmi upp, og það því fremur. sem bændur seildust eftir viðskiftum við þá, þrátt fyrir boð og bann, þrgar þeir þorðu. í þessari frásögn verður aðal- lega síuðst við sögu .Jóns lærða. Eyjaslagur, Sumarið 1615 komu 16 hafskip spönsk o" frönsk fyrir Vestfjörðu. Var þá hafís fyrir landi. Er svo að sjá af frásögn Jóns, að er skipin voru nýkomin af hafi og nauðulega stödel vegna matar- leysis úti í ísnum, hafi 2 bátar verið sendir í land til matfanga. en skipin lágu 15 vikur sjávar í burtu. „Þeir íslenskir menn, sem þá voru saman komnir í eyjum, og í höfnum lág'u einnig fyrir hafís- teppu, hugðust alleinast til að sfrádrepa þá 13 “Spanska, en 30 voru fyrir. En sem bardaginn tókst flúðu íslenskir í fjall, en nokkr- ir skemdust“. Spánverjar munu ekki hafa átt von á slíkum viðtökum og munu þær lítt hafa verið til þess fallnar að trvggja þá. Hafa þeir ekki vitað neina sök á sjer liggja, og þót+ aðkoman heldur köld. Skipin koma til Reykj- arfjarðar. • l’m mitt sumar komu 3 spönsk skip inn á Reykjarfjörð, sem áður hjet Skrímslafjörður. Höfðu þau ekki getað leitað hafnar fyr vegna íss. Skipstjóra á þeim nefnir Jón Pjetur (Pedro) de Aggvidre, Ste'f- án (Stephan) de Tellaria og Mart- ein de Villa Franca. Var skip hins síðast nefnda stærst,. en öll veiddu þau í fj.elagi og var Mart- einn foringi þeirra. Hafði hann farið þessa för í íorföllum skip- ■stjóra þess, er var með skipið ár- ið áður. Marteini er svo lýst, að hann hafi ekki verið mikill vexti, ung- ur og óskeggjaður, hinn mesti í- þróttamaður og syndur svo vel, að hann fór sem fiskur eða selur í sjó eða vatni. Stýrimaður á skij>i Marteins er nefndur Pjetur, mætur í mörgu lagi og mikill greiðavinur Eng- lendinga. Hann átti mörg börn uppkoinin og gift. mektuga mága og var mjög vinsæll. Hann var hræddur um að skipin mundu farast í ísnum og eftir hans ráð- um var haldið inn á Reykjarfjörð. Lágu skip þeirra Pjeturs og Stefáns hvert hjá öðru, en skip Marteins nokkuð langt frá þeim. Vegna Eyjaupphlaupsins voru Spánverjar varir um sig og höfðu aldrei færri en 11 vökumehn á hverju skipi og aldrei fóru þeir lengra á bátum frá skipunum en svo, að þeir sæi til þeirra, eða gæti heyrt byssuskot á milli. „Og voru þeir sumir svo siðaðir, að þeir komu eldrei lieim til Reykja- nesbæjar“, þó þeir lægi á bátum þar í landareigninni, „þar sem þúr í fyrra sumar daglega ónáð géfðu með bónum og yfirgangi, en stundum með sínu hnupli". „Ei vissum vjer þessa me'nn ræna hjer á þessu sumri til neinna viða, einkum á þessum tteimur skipum“ (Pjeturs og Stefáhs). Marteinn fór jafnan út á bát- unum til hvalveiða. Veiddu þeir 11 stóra hvali fyrir sjálfa sig, en járnuðu aðra 11, sem þeir mistu. Var þvesti jafnan til reiðu hjá þeim hverjum sem hafa vildi, en það mislíkaði þeim stórum ef menn komu ekki til þvestisskurðar áður en það skemdist. Asencio hjet hvalaskutlari á skipi Pjeturs. Hann veiddi 3 rengishvali unga handa bændum og seldi við svo vægu verði, að bændur fengu oftlega hundraðs virði af þessum hval fyrir 20 al„ „svo af þvílíkri þeirra gagnsemi lifir hjer nú fátækt fólk og við- helst á þessum harðinda vetri“. Spánverjar vildu heldur eitthvað hafa en ekki neitt fyrir þann hval sem þeir Ijetu af hendi, þó ekki væri nema lítil smjörskaka, einir vetlingar, leggjabönd, hundur eða hvolpur. Fyrir hvert af þessu fengu menn þvesti upp á he'st eða farm á bát. Sumir þorðu ekki að koma til þeirra vegna fyrirskip- ana Ara í Ogri. Bændur höfðu ekki úr miklu að moða, því að fjárfellir hafði verið mikill um vorið. Agirntust þó Spánverjar helst kvikfje og ef komið var með kind til þeirra borguðu þeir hana margföldu verði. Yirðist svo sem allir hafi skift Við þá Sfefán og Pjetur, en ekki við Martein. Mæltist hann þó oft til kaupskapar við bænd- úr og bað þá að selja sjer einn sauð, éða eitthvað annað, smátt eða stórt, én fekk ekki. „Hvergi vissum vjer hann þó s,tela eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.