Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 109 Á miðvikudaginn kemur (8. apríl) eru 100 ár síðan einn af einkennilegustu og merkustu mönnum á seinni hluta 19. aldar, síra Oddur Vigfús Gíslason, fædd- ist hjer í Reykjavík. Hann var set,tur til menta, út- skrifaðist úr lærða skólanum 1858 og prestaskólanum 1860. En ekki tók hann þá prestvígslu og liðu svo 15 ár. Var hann allan þann tíma við sjómensku hjer á Suður- nesjum og vann þá kappsamlega að því að bæta hag sjómanna. Átti hann margar hugsjónir til bóta fyrir þá, en þær mæ,ttu kulda og misskilningi eins og oft vill verða um mestu nauðsynja- mál og bjargráð. Á þessum árum tók hann upp á því að gufubræða þorskalifur og fekk verðlaun fyr- ir gufubrætt þorskalýsi suður í Bologna. Með því móti sýndi hann íslendingum það fyrstur manna, að gamla bræðsluaðferðin var röng og hægt var að framleiða hjer miklu betra og verðmætara lýsi en áður hafði verið gert. Á þessum árum komst hann í kynni við ýmsa Englendinga og ferðaðist með þeim um landið. Talaði hann ensku vel og ávann sjer vináttu ýmissa merkra Eng- lendinga. Ferðaðist hann til Eng- lands einu sinni eða oftar og kynti sjer þar kristilega starf- semi meðal sjómanna og slysa- Varnastarfsemi. Vann hann og langa hríð fyrir Kristilega smá- ritafjelagið í London. Prestvígslu tók hann 1875 og þjónaði þá Lundi í Borgarfirði til 1878, en síðan var hann prestur að Stað í Grindavík fram til 1894. Hús'akynni voru þar smá og ljeleg, en börnin 15 og fátækt í búi. En það sagði síra Oddur, að sjer væri ljettas.t um að semja ræður, þegar ekki heyrðust orðaskil fyr- ir hávaða í krökkunum og þrjú eða fleiri væri á hnjám sínum og baki. Sjálfur reri hann hverja ver- tíð og var talinn afburða góður formaður og ægði honum hvorki sjóvolk nje svaðilfarir*. En kæmi einhver til að finna prestinn, þeg- ar hann var á sjó, var breidd hvít voð á bæinn, og reri Oddur þá þegar að landi hvernig setn á stóð, því að preststörf sín ann’aðist hann með mestu samviskusemi. Síra Oddur var ■ annálaður ræðu- maður og svo hefir gömul kona í Grindavík sagt, að þeim þar finn- ist þeir ekki hafa heyrt guðsorð síðan hann fór. Sje'rstaklega var Oddur frægur fyrir giftingarræð- ur sínar. Þóttu þær svo góðar, að menn lærðu þær ufanbókar. Fór hann þá sínar eigin götur. Einu sinni gifti hann hjón í Njarðvík- um og hafði þá fyrir texta: „Það * Einu sinni sigldi hann einn á 4 sða 6 manna fari í norðanroki frá Reykjavík til Garðs. Þótti það gapa- sigling, og var lengi í annálum höfð. getur hvest þótt nú sje logn“. Segir sagan að hjúskaparfley það hafi mætt hvassviðrum. En þrátt fyrir þetta helt hann ótrauður áfram starfi sínu meðal sjómanna og ferðaðist úr einni veið’stöðinni í aðra til þe'ss að berjast fyrir hugsjónum sínum. Stofnaði hann svokallaðar bjarg- ráðanefndir í verunum og var þannig frumkvöðull slysavarna hjer á landi. Hann brýndi það fyr- ir sjómönnum að vanda sem best allan útbúnað skipa, að hafa jafn- an með sjer lýsispoka á sjó og að hafa kjalfestupoka, sem hann sjálfur mun hafa fundið upp og látið búa til. Árið 1892 rjeðist hann í það að gefa út blað t’l þess að koma á- hugamálum sínum í framkvæmd. Var það sjómannablað og hjet „Sæbjörg“. Kom það út mánaðar- lega, en vegna fjárskorts gat hann ekki haldið því út nema eitt ár. í blaði þessu kemur hann víða við. Fyrst og fremst e“ru það slysiavarnirnar. Þar brýnir hann það meðal annars fyrir sjómönn- um hve nauðsynlegt þeim sje að kunna sund. Sjálfur var hann syndur eins og selur. En hann kemur víðar við. Hann bendir sjómönnum á það að þeir verði að blóðga hvern fisk undir eins og þvo fiskinn vel undir salt, svo að hann verði góð verslunarvara. Hann skrifar um þara og þang- brenslu og hverjar aukatekjur menn geti af því haft. Þá um nauðsyn áttavita og að róðrar- bátarnir sje of litlir. Þá talar hann um hver nauðsyn sje að afla góðrar beitu. Enn fremur um það, að menn geti hænt fisk að vissum slóðum og jafnvel stöðvað þorsk- göngur með því að bera nógu vel niður fyrir fiskinn hausa, slóg og hrogn. Hann skrifar um kolaveiði, línuveiði og hrognkelsaveiði og hvern hag íslendingar geti haft af þeim ef þeir stunduðu þær með fyrirhyggju. En þá vi 11 hann líka gera selinn útlægan og rjett dræp- an, því að hann sje hinn vetsti skaðræðisgripur fyrir þessar fisk- tegundir. Og ótal margt fleira falar hann um sem útgerðinni var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.