Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 4
108 LESBÓK MORGUNBl/aÐSINS t«tt*t («tt*t « * X Fleirræð orð V V sjötugsafmœli sínu, 8. október 1929, sendi Pálmi Pjetursson, kaup- maður á Sauðárkróki, Landsbókasafninu að gjöf eigin handrit að 3210 stökum, sem hann hefir ort sjer til garnans. Eru þar tekin upp orð, sem breytilega merkingu hafa i daglegu ta!i. Vísunum er raðað eftir stafrófsröð, og sem sýnishorn eru hjer birtar nokkrar vísur. Alin valin efnis mey, alin talin líka, alin skal nm œvi Frey, alin sala píka. Beitti sína beykir gjörð, beitti skipi stundum, beitti lóð og beitti hjörð, beitti slœgð á fundum. Deig jeg bœti drýgt það gceti dropum greyja, deig í fœtur draslar meyja deig við þrœtur stríð að heyja. Eikur leika eins og strá, eykur hreikinn forðann þá, eykur smeikur ekur frá eikur veikar hnyklum á. Fellu börur fyrir borð, fellu vöru bjargir, fellu örugt fögur orð, fellu í kjöri margir. Gangi reiðhests gleymi ekki, gangi skóla sinni ekki, gangi krakka gegni ekki, gangi þeir, sem riða ekki. Hana dável hefi kyst, hana skráar fala, hana, fá mjer höglin mist, hana á, sem gala. Innum hlynnum að sem ber, ynnum hinn í vígi, ynnurn kvinnum allir vjer innum minna lygi. Jörðin hnöttur jafnvœgis, jörðin ábúð seggja, jörðin beitar jeg tel fis, jörðin efni veggja. KendÁ drjólinn kneifði staup, kendi mínum fanga, kendi skólinn krakka raup, kendi sín hún Manga. Lagið kverka lífgar brár, lagið verka seggja, lagið serkja, lagið sjár, lagið sterkra veggja. Minni signum minni staeð, minni tign ei hrósum, minni hnignar manndómshœð, mynni lygn á ósum. Nœr mjer Láki nœrri strax, nar er strák að prýða, nar sjest fákur nett með faxf ncer mun snákur skríða. Ólu kjólaeikur jóð, ólu gólið mesta, ólu á róli aldurs slóð, ólu um jólin hesta. Póstar glugga prýða enn, póstar efni skifta, póstar eru prúðir menn, póstar vatni lyfta. Reiðar hnakka reynast skár, reiðar blakkar falir, reiðar snakka rekkjugnár, reyðar flakka hvalir. Set hlut frá mjer, set dagblað, set jeg á mig skriður, set mig hjá þjer, set er það, * set hann fátœk niður. Tel jeg sauði tómt t hús, tel að kauði hafi lús, tel fram brauð og týnda krús, tel upp nauðir þeirra fús. TJndum stundum okkar sveið, undum sundur njóla, undum þundinn alms um leið, undum grund hjá sjóla. Varp er fugla, varp um net, varp á skónum mínum, varp á knetti, varp það hjet, varp í fjalla línum. Þrátt er ketið þetta síst þrátt er etur fljóðið, þrátt er metið þrasið víst, þrátt er letiblóðið. Ætt mig hlœgir er á gœgjum einatt tefur, œtt er hrœið, ákvað refur, œtt um bœinn stúlkan hefur. Or um skör hann er á fje, ör og svörin loga, ör í vör hans eitt jeg sje Ör á snöru boga. Játvarður VIII. eyðir miljón á ári en hefir aldrei vasa- peninga. Það var sagt um Játvarð VII., afa hins núverandi Bretakonuíigs, að hann hefði verið vanur því á hverjum morgni að stinga á sig nokkrum gullpeningum ,til vonar og vara, ef hann skyldi rekast á einhvern, sem hann vildi gleðja með því að gefa ölmusu. Varð hann af þessu mjög vinsæll meðal almúgans. Hinn nýi kóngur er ekki síður vinsæll, en hann ber hjer um bil aldrei skotsilfur á sjer. Alt, sem hann kaupir, er skrifað hjá hon- um og reikningurinn eT svo send- ur til St. James hallar eða Buc- kingham hallar. Konungur hefir sitt borðfje, eða laun. Þau eru greidd af rík- issjóði í bankareikning konungs. Konungur hefir sjerstakan gjald- kera fyrir sig og ne'fnist hann „Keeper of the Privy Purse", og sjer hann um allar fjárreiður hans. Allir reikningar eru stílaðir á hann, og hann heldur aðgreind- um einka útgjöldum konungs og þeim útgjöldum hans, sem við koma ríkinu. Ríkið greiðir húsaleigu fyrir konung, og öll heimilisútgjöld, en útgjöld konungs eru þó mikil, sjerstakega vegna heimsókna. Konungur er mjög gætinn í fjármálum og hefir stöðugt eft- irlit með útgjöldum sínum, og hann athugar sjálfur allar þær hjálparbeiðnir, sem honum ber- ast. Hann er skörungur í lund og hefir það til að gefa stórfje til ýmissa fyrirtækja, sem honum líst styrktarverð. Það fje er jafn- an tekið af hans eigin sjóði. Hið sama er að segja um öll útgjöld til ferðalaga, skemtana, veðmála og spila, því að prinsinn hafði það til að heimsækja spila- húsin í Biarritz og St. Juan les Pins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.