Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 2
178 LES3ÓK MORGUNBlæÖSINS in“ verður nafn. sem dreerur hin"- að óteljandi ferðamenn. Miðstöðvarofnum fækkum vjer •og smækkum þá, því að jarðhit- inn, sem er jafn nótt og dag, krefst ekki nándar nærri jafn stórra ofna og nú eru. Það hefir sýnt sig í þeim húsum þar sem laugahitunin er. Líklega þarf ekki nema svo sem Vs hluta af þeirri ofnastærð, sem nú er algeng í húsum. Ofnana minkum vjer því og fækkum þeim í hverju húsi og höfum þess vegna aflögu ofna í ný hús og spöram oss innkaup á nýjum ofnum. Þægindin sem f}Tlgj.a því að hafa heitt vatn allan sólarhringinn, eru óteljandi frá húsmæðranna sjónar miði. Sparnaðurinn Hka stórkost- legur. Þarna má segja að altaf sje „heitt á könnunni“, án þess að nokkuð sje fyrir haft nema rjett þegar þarf að skerpa á hitanum, t. d. þegar þvottadagar era, en þá grípur mað- ur til rafmagnsins frá Soginu. — Þessi tvö stóru fyrirtæki Reykja- víkur, Sogsvirkjunin og hitaveit- an, haldast þar í hendur. Eitt er enn ótalið um það hver breyting getur orðið á borginni þegar hitaleiðslan er komin í hvert hús. Þáð vatn, sem afgangs er þegar húsin hafa verið ’hituð upp — vatn, sem hefir kólnað niður fyrir vist hitastig og þarf að renna burtu, er hverjum húseiganda frjálst til iannara nytja. En það má nota til þess að skapa gróður- reit við hvert einasta hús í bæn- um. Lítil lóð getur með þessu móti orðið mjög dýrmæt, og hver húseigandi getur haft sinn aldin- garð, þar sem hann ræktar allskon- ar grænmeti, eða suðræna ávexti og blóm. Þessir garðar hljóta svo að eiga sinn þátt í því að breyta andrámsloftinu í bænum. í staðinn fyrir grátarþef og moldrok kemur þá ljúf og sefandi blómangan, og mun það eiga meiri þátt en nokk- ura granar enn í því að bæta heilsufar borgarbúa. TARÐHITI er nokkur hjer í grend ^ við Rvík, enda dregur borg- in nafn sitt af því. Úti í Orfirisey er volg laug í sjávarmáli. Ónnur Borholumar eru sýndar með kringlóttum dcplum. Tölurnar, sem. standa viS þær, sýna í hvaða röð þær hafa verið boraðar. 1. holan er við hliðina á laug þeirri, er hitaleiðslan heim að Reykjum lá úr. Hola 12 var boruð til þess að hita með húsin á Reykjum, eftir að laugin hjá 1 var orðin þur.' Flestar holurnar liggja í sprungustefnunni, er liggur frá norðaustri til suðvesturs. hjá Rauðará, en nafnkunnastar era Laugarnar upp af Kirkjusandi, og þar var fyrsta tilraunin gerð um það að ná jarðhitanum handa Reykjavík, með nafar þeim, er gull leitarfjelagið átti, og notaður var við boranirnar í Vatnsmýri. Var borinn fluttur inn að Laugum og byrjað að bora þar eftir heitu vatni hinn 26. júní 1928. Umsjón með verkinu hafði á hendi Einar Leó, sem sá um boranirnar í „Gull- mýrinni“, og hefir síðan, fram á þennan dag, verið verkstjóri bæj- arins við jarðhitaleitina, sem síðar verður lýst. AÐ, sem fyrst þurfti að athuga, var, hvort nægilega mikið vatnsmagn fengist, og hve heitt. Til þess að hita upp öll hús í bænum, og eiga þó nokkuð afgangs handa venjulegum vexti hans, þarf um 300 lítra af heitu vatni á sekúndu. Þetta fer þó nokkuð eftir því hvað leiðslan til bæjarins er lÖng, og hvað vatnið kólnar mikið á lelið- inni, svo og hvert hitastig vatnsins er við uppsprettu. yjarðhifas \rasdið hjá Reykjum i MosfeHss^e/i Rmykjahvof/ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.