Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 7
LESLlJK iil O 1 w j u Ni>.ij.Ai)iSfN S 18í Skipshöfnin, talin frá vinstri í sömu röð og að framan er sagt. Af þessum mönnum vom þrír í ,,Gotta“-leiðangrinum fræga til austurstrandar Grænlands 1920, skipstjórinn, -stýrimaðurinn og brytinn — fyrstu ferð, sem íslend- ingar fóru til að vitja Grænlands eftir aldalangan aðskilnað. Tólfti Islendingurinn í þessum leiðangri er Gunnar Thordarsen frá ísafirði. Verður hann um borð í móðurskipinu og er þar um- sjónarmaður iítgerðar ,.Snorra goða“. Vjelbáturinn er útbúinn með viðtækjum og gjallarhorni og get- ur því haft samband við önnur skip og landstöðvar, og hlustað á íslenska útvarpið vestur af fjörð- um Grænlands, þar sem skipverjar mega ekki stíga sínum fæti, vegna þess að Grænland er lokað. En á sólbjörtum sumarkvöldum, þegar miðnætursóbn er hátt á lofti yfir Greipum norður, er ekki ólíklegt að margar endurminningar úr forn um sögum hertaki hugi þeirra. Til þess er ætlast að útgerðarleið angur þessi hafi þó athvarf við land í hinni svonefndu Færeyinga- höfn. Og búist er við, ef alt gengur yel, að þangað komi „Snorri goði“ um næstu helgi. Verður þá farið á veiðar. Lúðuna, sem bátur- inn aflar, lætur hann um borð í „Arctic“. Hefir skipið hraðfrysti- vjelar, og flytur lúðuna frysta til Englands í haust. En það sem bát- urinn veiðir af þorski, verður salt- að og ýmist lagt á land í Færey- ingahöfn, eða í móðurskipið, og fer það eftir atvikum. Gert er ráð fyrir því að báturinn verði á veið- um fram í september, en geti verið kominn hingað aftur í september- mánaðarlok. Mcrkilcgur fornlcifa- fundur í Egyptalandi. Eldri grafir fundnar heldur en gröf Tutankhamens. Fyrir nokkru fundust egypsk- ar fornkonungagrafir hjá Sakkara, skamt frá Kairo, og er talið að þær hafi verið gerðar 3500 árum áður en Kristur fæddist, eða sje frá dögum Wedymut, fimta Faraó, af fyrstu konungsætt Egypta, sem menn þekkja. Nafnkunnur enskur fornfræð- ingur, dr. George Reisner, sem stundað hefir fornleifarannsóknir í Egyptalandi um 40 ára skeið, segir svo frá: — Grafir þessar, sem vjer höf- um nú rekist á, eru að minsta kosti 2000 árum eldri heldur en hin fræga gröf Tutankhamen, sem grafin var upp fyrir 14 árum. Þessi gröf var fyrst opnuð ár- ið 1931, og nú nýlega höfum vjer fundið þar 42 geymslurúm, sem höggvin eru út í kletta neðanjarð- ar. Veggirnir eru þaktir flísum. Ekki hefir enn unnist tími til þess að rannsaka þessi herbergi öll, en vjer höfum fundið í þeim fjölda dýrmætra muna, svo sem: geisistórar tunnur, tentar sigðir, stóra steinknífa og hárbeitta, örva- mæli gerðan úr nautshúð, örvar úr beini óg yddar með tinnu og fíla- beini, spjót úr fílabeini, kringlótta öskju, spjót úr fílabeini, kringlótta öskju smelta ferhyrningum, skraut- lega veggskjöldu, fjölda diska, vopna og húsgagna, sem varpa ljósi yfir það hver hefir verið menning Egypta á þeim árum. Grcf þessi hafði verið rænd áð- ur, eða skömmu eftir ao par hafði verið grafið seinast og henni lok- að. Ræningjamir hafa haft á burt með sjer fjölda dýrgripa sem í sjálfum legstaðnum voru, en hafa ekki fundið geymsluherbergin. Þau voru svo vel falin, að þegar ver- ið var að grafa þarna fyrir fimm árum, fundust þau ekki. 1 þessum herbergjum eru ker og krukkur, sem hafa verið fylt af mat og víni handa hinum fram- liðna, svo að hann gæti notið þess eftir dauðann. Er ritað utan á þessi ker með svörtu bleki hvað í þeim hefir verið. Allir eru mun- irnir úr steini, bronze, trje eða fílabeini. Á einn þeirra er máluð mynd af veiðihundi, sem eltir antilópu. Á öðrum er mynd af því er hundurinn hefir bitið fast í háls antilópunnar og hangir þar. Eitt skerborð, sem þar hefir fundist þykir sjerstaklega merkilegt. Það er með rauðum og svörtum hring- um, og innan í þeim eru hvítar stjörnur. Eru það einhver tákn, sem hafa eigi verið ráðin. Mcnn voru að skcmta sjcr. Fyrir einni öld var páskahátíð- in haldin þannig í Greenwich í Englandi: Þar voru um 200 þúsundir manna saman komnar til þess að lialda hátíðina heilaga og skemta sjer, og segir sjónarvottur svo frá, að undir kvöldið hafi sjer talist svo til, að um 50.000 manna hafi verið algáðir, 90.000 vel „kjafthýrir“, 30.000 ölvaðir, 10.000 „rokdruknir“, 15.000 ósjálfbjarga og 5.000 „dauðadruknir“. Þannig skemtu menn sjer fyrir 100 árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.