Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 urinn við í hendi manns. En menn eru mismunandi móttækilegir fyrir jarðgeisla, og þess vegna kippist óskakvisturinn ekki við í allra höndum. Fyrir 4000 árum var í Kína sá keisari, sem hjet Kvang Hsu. Það er til mynd af honum þar sem hann heldur á óskakvisti og hans er ennþá minst fyrir þá blessun, sem hann færði þjóð sinni með þessum óskakvisti. Hann innleiddi þá reglu, sem enn er haldin í Kína, að leita uppi góða bústaði með óskakvisti. Ef kvisturinn kippist við í höndinn manns, þá eru þar „illir andar“ undir niðri, og þar má ekki byggja. Þetta, sem Kínverjar kaba illa anda, er efalaust jarð- geislar, sem hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Árangurinn af vali bústaða í Kína má sjá á nokkrum tölum. í Evrópulöndum er hæsta tala krabbameinssjriklinga 130 á hver 100.000 íbiia, en sú lægsta 45. í Bandaríkjunum er talan um 100. En í Kína er tala karbbameins- sjúklinga ekki nema 15 af hverjum 100.000 íbúa, og er það sú lægsta hlutfallstala um þennan sjúkdóm, sem þekkist í heimi. Kínverjum hefir tekist að miklu^ leyti að kom- ast hjá áhrifum hinna „ibu anda“. En á oss herja þeir enn með fullum krafti. Er það menning vor, sem leyfir þeim það? Mjer er spurn. Lítill misskilningur. Frú H. hafði fengið nýja vinnu- konu, unga og laglega stúlku, sem hafði gaman af því að halda sjer til. Einu sinni heldu H.-hjónin veislu og stúlkan átti að ganga um beina. Hún fór þá í svartan silkikjól, setti upp hvítan „kappa“ og hvíta svbntu, þrjvi armbönd og ótelj- andi hringa. Þegar frúin sá hana svona stáss- lega brá henni í brivn. — Yðar vegna, Anna, vil jeg benda yður á það að þjer ættuð ekki að vera með þessa hringa á meðan þjer gangið um beina. Onnu varð fyrst orðfall af undr- un en svo brosti hún og sagði: — Það gerir ekkert til, frú, þeir eru ekki ekta. En þakka yður samt kærlega fyrir viðvörunina. HRINGFERÐ FERÐAFJELAGSINS III. í -1LAMPANDI sólskin fylgdi oss upp úr Reyðarfirði snemma morguns, upp á Fagra- dalsbraut. Þar er nú ágætur vegur, harður og fastur, en á kafla lagð- ur tæpt á hengiflugi og gilbrúnum. Á ystu nöfum, þar sem hættulegast er, eru steinar settir á vegbriin þá, er að gljúfrum vita. Nú er Fagradalsvegurinn hættu- laus með öllu, en fyrst þegar menn brutust þar yfir á bílurn var hann ekki „lambið að leika sjer við“. Ekki veit jeg af hverju Fagra- dalur ber nafn, en það nafn er frá tandnámstíð. Glæsileg er þó innreiðin þar, fyrst snarbrött fjöll á vinstri hönd og hrynjandi fossar eftir bergskriðum, stöllum og milli grasi gróinna hvamma, ofan snar- brattar hlíðar, sem menn svimiar að horfa á, og hverfa fossarnir í sótsvört og hrikaleg gljúfur langt niðri fyrir fótum manns. Yegurinn liggur tæpt á brúninyi, maður horfir ofan í gíngolandi, sundur- sprungin klettaklungur seiðandi, heillandi. Þar eru fallegir fossar, hver við hliðina á öðrum, og er það ekki einsdæmi að sjá þar í einni berg- vatnsá, sem steypir sjer niður fjall- ið, tíu fallega fossa í röð hvern upp af öðrum. — Þeir þyrlast niður í gilið — og langt, langt fyrir neð'an veginn, sem ekið er eftir, sjer inaður oft þetta fossavatn safnast saman í gljúfri, með hring- iðum og boðaföllum. Og þetta er seiður. — Það er eins og hyldýpið og fossniðurinn stiklandi ofan úr háfjalli, dragi menn til sín með ómótstæðilegu afli, svo að mann langar helst að kasta sjer í faðm gljúfurvættanna. Þetfca hafa menn á Austfjörðum fundið áður, því að þaðan er þjóðsagan um prest- ana í Mjóafirði. SVO segir í gömlum sögnum að upp frá botnum Eskifjarð- ar og Reyðarfjarðar sje ýmsir vegir um skörð í fjallgarðinum en háir fjallahryggir á milli. Eru þar helst- ir vegir Eskifjarðarheiði, Fagradal- ur og Þórdalsheiði. í fornöld voru taldar 17 dagleiðir fyrir ríðandi mann þaðan suður á Þingvöll. Þó mátti fai’a þetta á skemri tíma, eins og segir í Hrafnkelssögu, þegar Sámur fór suður fjöll. En nú ætl- uðum vjer að þeysa 17 dagleiðirnar á bílum, fara marga útúrkróka, og vera þó mörgum sinnum fljótari í ferðum heldur en alþingismenn áð- ur. — AÐ varð undir eins „býsna kátt í bílunum" þegar lagt var á stað frá Reyðarfirði. Sól var úti, 'sól var inni og vorhugur í öllum. Út um gluggana á fremsta bílnum komu veifandi hendur um leið og hann rann á stað, og glað- værar raddir bergmáluðu í blámóðu fjallanna: „Sæl, sæl, sæl!“ Og svo gall við ekta Suðurnesjarödd: „Eigu vi ikki a bira heilsu ukka tel Reykjavíkur ?“ Hlátur! Veifað meira, kallað og hrópað, því að hinir bílarnir ljetu ekki standa á sjer, og ekki heldur fólkið í þeim. Og svo var byrjað toð syngja. Það voru sungin öll skemtileg lög og ljóð, sem vakna við gleði í hugskoti rúmlega hálfs hundrað sálna. Þarna fljettuðust saman við óm fossanna gleðisöngv- ar, ættjarðarljóð, ástavísur, keskn- isvísur, drykkjusöngvar og fleira. „Sumt var gaman, sumt var þarft, um sumt vjer ekki tölum“. En því mótmæli jeg, ef nokkur vill halda því fram, að ekki hafi verið gætt fylstu siðsemi. Og það sjest best á því, að einum Austfirðing fanst ekki nógur kraftur í söng og ljóðum vorum, og benti hann oss þá á þessa vísu:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.