Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 að framhjól og afturhjól eru sem allra tæpast sitt á hverri vegar- brún. Það er máske besta lýsingin á þessum vegi er Steini bílstjóri sagði um hann, að „hjer væri ekki fært öðrum en innfæddum Abyss- iníumönnum“. Alt gekk þó slysalaust, og það bætti upp galla vegarins hvað fag- urt er að horfa af Fjarðarheiði yfir Hjeraðið og niður Jökulhlíð að Hjeraðsflóa öðrum megin, og niður á Seyðisf jarðarkaupstað hin- um megin. Með dun hárra og glæstra fossa í Fjarðará í eyrunum opnast alt í einu úr órahæð bil á milli Bjólfs og Strandatinds og þar er kaupstaðurinn og fjörðurinn eins og fagurt málverk rjett fyrir framan mann, og er þó enn löng leið niður í fjarðarbotn. Það var merkisatburður í Seyð- isfirði er hinir 3 stóru bOar komu þangað, því að slíka sjón höfðu menn aldrei sjeð þar fyr. Fólk haf^i streymt saman til þess að horfa á þá. Það var ekið í hring á Oldunni og óteljandi krakkar eltu bílana á þeirri leið, fagnandi, hróp- andi, veifandi árnaðarkveðjum. Hvergi var ferðamannahópurinn boðinn jafn hjartanlega velkominn. Meira. ÁRNI ÓLA. Einkennilegt þorp. í Mexiko er þorp, sem heitir Ancoma, og á það vart sinn líka. Það stendur á 120 metra háum kletti sem er eins og sveppur í laginu. Yfirborð klettsins er 28 hektarar, flatt og þar eru gjár, alt að 100 metra djúpar. Ancoma er eldgamalt þorp og á miðöldum talið afbragðs vígi, því að ekki er hægt að komast þangað upp nema eftir einstigum og stig- um. íbúarnir hafa altaf lifað á jarðyrkju en akrar þeirra eru niðri á jafnsljettu. Þar bjuggu þeir og áður, en landshornalýður gerði þeim svo margar skráveifur að þeir fluttu bygð sína upp á klettinn. Húsin voru hygð úr steini og þau standa enn, og eru eins og kastalar. % nfmælisvísur á 70 ára crfmæli Daníels Daníelssonar. Heill þjer í dag, er sjötíu árum safnar og sífelt ungur hraðar þinni för og fullum seglum heldur beint til hafnar, um hafið lífs, á feirulausum knör. Með aðalsmerki ættarlandsins góða, að inna verk, en gala þó ei hátt, að elska sögu, söng og háttu ljóða, að sjá í blómum vorsins töfra mátt. Þitt starf er marghæft, lífs um langa daga, þjer ljek í höndum hvað sem vera má, sem bóndi rakstu kind og kýr í haga; sem kaupmaður þú vildir gróða fá, sem dyravörður, hám í stjórnar höllum, þú hafðir numið stggrri þjóða mál, sem ljósmyndari leiknari viarst öllum, sem listamaður tæmdir þína skál. Þú slóst í för með slyngum glæsimennum um slóðir lands og fjalla grýttan veg • en Daníel þann kappa allir kennum hans kunnátta við hest er þekkjanleg. Með reistan háls og faxið upp í fangi var fákur sá er þinnar stjórnar naut, það mátti sjá á svipnum hans og gangi, að svona klár í æsku tamning hlaut. Með vor í sál og sumargleði í hjarta þú sigra gerðir hverja lífsins þraut, cn konan þín hin góða, glæsta, bjarta hún greiddi för og ruddi stein úr braut, hún græddi und og ljfstein Ijet í sárin og leiftri sló á -gjörvalt æfiskeið, því voru þjer hin efri aldursárin svo undarlega björt og sumarheið. Vjer vonum enn þinn víxill fái standa og verð’ ei „afsagður“ um langa hríð en framlengist til fegri, betri landa þar fýkur aldrei snjór í stormatíð. — Þar mun þín bíða blakkur hár og fagur og bestu vinir taka þjer á mót. Við hugsum þar sje sól og sumardagur og sjampaní og allra harmabót. Páll á Hjálmsstöðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.