Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 Heim frá Sowjet. Maður er nefndur André Gide. Hann er franskur, skáld og rithöfundur. Fyrir þremur árum gerðist hann kommún- isti og aðdáandi rússnesku stjórnarinnar. Hann varð for- seti fjelagsskapar, sem nefnist „Alþjóðasamband til varn- ar hinni frjálsu menningu“. Og sem fulltrúi þess fjelags- skapar fór hann til Rússlands í sumar til þess að vera við útför Maxim Gorkis. Ferðaðist hann þá víða um landið til þess að sjá allar dásemdirnar þar. Var honum sem öðrum fenginn fylgdarmaður, svo að hann sæi ekki meira en stjórninni líkaði. — Eftir að hann kom heim til Parísar gaf hann út ferðasögu sína, og nefnist hún „Retour de I’U. R. S. S.“. (Heim frá Sowjetríkjunum). Er hann furðu opinskár þar sem hann lýsir ástandinu í Rússlandi. Hann kom til Leningrad, sem áður hjet Pjetursborg. Dá- ist mjög að fegurð borgarinnar, en segir að lokum: „Það, sem jeg dáist mest að í Leningrad er St. Pjetursborg". Um Moskva segir hann það, að nýu byggingarnar þar sje við- bjóðslegar. Og um verslunina þar segir hann: — Fyrir utan búð nokkra standa 200—300 menn í röð. Þetta er snemma morguns. Fólkið bíður þarna rólegt, því að búðin er ekki opin enn. Tæpri klukkustund seinna kem jeg þarna aftur. Fólkið stendur enn kyrt, en því hefir fjölgað. Eftir hverju er það að bíða? Mjer var svarað því, að það væri ekki nema hinir fyrstu, sem gæti átt von á að fá sig afgreidda. Það hafði verið augljóst í hlöðunum — að mig minnir — að komið hefði sending af stoppuðum svæflum, — ef til vill 400—500, en 800, 1000 eða jafnvel 1500 manns barðist við að reyna að ná í þá. Nokkuru seinna um daginn fór jeg sjálfur til þess að skoða versl- unina. Þar ægði öllu saman. Fólk beið þangað til röðin kom að því. Menn sátu þar eða hímdu. Margar konur voru með barn í fanginu. Þannig verða menn að bíða tím- unum saman, jafnvel allan dag- inn. Manni finst loftið banvænt þegar maður kemur fyrst inn, en venst því, eins og maður verður að venjast öllu hjer. Jeg skoðaði þetta verslunarhús frá kjallara og upp á háa loft. Vörurnar voru aðeins rusl, með örfáum undantekningum. Manni kom helst til hugar að þær væri hafðar eins óásjálegar og unt væri, til þess að vekja ekki kaup- skaparlöngun manna. Menn kaupa þar líka út úr neyð, en ekki vegna þess að þeir hafi ágirnd á hlut- unum eða langi til þess að eiga þá. Jeg hafði ætlað mjer að kaupa þar nokkra muni til endurminn- ingar en jeg gat ekki fengið það af mjer. — Hann skoðaði eitt af fyrirmynd- ar búum stjórnarinnar. Þar var það ekki eins og í öðrum „land- búnaðarverksmiðjum", að alt fólk- ið hefðist við í stórum sal og svæfi þar, heldur var hjer skift niður í „sambýlisfólk“ í eitt og eitt herbergi, því að um f jölskyldu líf er varla að ræða í Rússlandi. Gide segir svo frá; — Oll voru herbergin ömurleg í mesta máta. Hvarvetna blasti fátæktin við. í öllum herbergjun- um voru samskonar húsgögn, í öllum mynd af Stalin. En þar var enginn hlutur, sem íbúarnir gæti talið sína eign. Menn hefði getað flust úr einu herberginu í annað, án þess að verða varir við neina breytingu. — Honum blöskraði yfirdrepskapur og görgeir hinna leiðaudi „menn- ingarfrömuða". Meðan hann var í Frakklandi helt hann að þar væri frjáls „sjálfsgagnrýni“. En nú komst hann að raun um að vald- hafarnir heldu fólkinu niðri í ó- menningu. Hann segir um það: — Fólkið hefir ótrúlega litla hugmynd um hvað gerist erlendis. Því hefir verið talin trú um að þar sje ástandið miklu verra held- ur en í Sowjet-Rússlandi. Þetta er gert af ásettu ráði svo að allir, sem óánægðir eru, huggi sig þó við Stalin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.