Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 Gælunöfn og orðatiltæki. Þýskir blaðamenn í Róm. Eftir boði ítöisku stjórnarinnar fór yfirmaður stjórnarblaðanna þýsku, Dr. Dietrich nýlefra til Róma- borgar ásamt 17 fulltrúum þýskra blaða. Dvöldust þeir þar í nokkra daga. Hjer á myndinni sjást blaðamennirnir vera að horfa á skrúð- göngu hinna rómversku Balilla, sem koma frá því að afhjúpa hjá Capitol minnismerki um innlimun Abyssiníu. Ymsar þjóðir liafa gælunöfn og er nógu fróðlegt að vita hvernig þau eru upp runnin. Bandaríkjaþjóðin er kölluð „Uncle Sam“ (Samúel frændi). Sagan um það hvernig hún fekk þetta nafn, er þannig: Það var í stríðinu 1812. Þá gerði herstjórnin samning við mann að nafni Sam Wilson í þorpinu Troy í New York ríki um að selja hernum alt það kjöt, er hann þyrfti. Sam- göngurnar voru þá ekki eins góð- ar og þær eru nú, og stóð því oft á kjötsendingum. En þeim mun glaðari urðu hermennirnir þegar þær komu. Sam Wilson hafði langar vagnalestir, sem hann sendi með kjötið, og hann var altaf sjálfur með. Varð hann því brát.t kunnur hermönnunum, og þeir kölluðu hann aldrei annað en Uncle Sam. Þeir fulljwtu líka, að merkið U. S. (United States), sem stóð á kjötílátunum væri skamm- stöfun á þessu nafni, sem þeir höfðu gefið kjötsalanum. En svo færðist nafnið Uncle Sam smám saman yfir á mat- væladeild hersins og síðan fekk það æ víðtækari merkingu, þang- að til það varð gælunafn á þjóð- inni sjálfri. Þýski Michel er gælunafn á þýsku bændastjettinni, en fæstir vita hvaðan það er upp runnið. En það á ætt sína að rekja til herforingjans Hans Michel von Oberstraut, sem fæddist í Pfalz lijá Rín 1574. Hann tók þátt í 30 ára stríðinu og varð þar frægur fyrir hreysti sína og hugprýði. Voru óteljandi sögur um það og þá glæsilegu sigra, sem hann hafði unnið. Var hann dáður jafnt af samherjum sem óvinum. Þegar frá leið varð nafnið „þýski Michel“ látið tákna riddaraskap og dreng- lyndi, en færðist síðar yfir á bændastjettina þýsku. John Bull eru Englendingar nefndir einu nafni. Það nafn er ekki dregið af neinum manni, heldur persónu í leikriti. Líflækn- ir Önnu drotningar, .Skotinn dr. John Arbuthnot skrifaði árið 1712 leikrit, og voru í því persónu- gjörvingar ýmissa þjóða, svo sem Hollands, Frakklands og Eng- lands. Fulltrúi Englands hjet John Bull. Seinna skrifaði liöfundurinn frainhald af leikritinu, sem lijet „Saga John Bulls“. Þessi leikrit eru nú lítt kunn og höfundur þeirra einnig, en lýsing sú, sem hann gaf á Bretanum þótti svo smellin og rjettmæt — að þeir vræri blátt áfram, hreinlyndir, hugaðir og rólyndir — að nafnið færðist yfir á þjóðina. Það er alvanalegt enn í dag að menn eru teknir af lífi án dóms og laga í Bandaríkjunum. Er það kallað að „lyncha“ menn. Þessi sögn er dregin af nafni bóndans Lynch í Virginia, sem ljet sjer ekki alt fyrir brjósti brenna. Á hans dögum óðu uppi þjófar og ræningjar, en hann gerði sig sjálf- an að dómara yfir þeim, og hegndi þeiin sjálfur. Silhouette, eða skuggamynd, dregur nafn sitt af franska fjár- málaráðherranum Etienne de Sil- houette, sem var kunnur fvrir skuggateikningar sínar, er hengd- ar voru upp í konungshöllinni í staðinn fyrir dýr málverk. Guillotin 'var nefnd fallöxin, s.em notuð var í stjórnarbylting- unni miklu í Frakklandi. Var hún látin heita eftir franska lækninum dr. Guillotin, sem fann liana upp. — Nei, nei, í öllum bænum ekki hnefaleiksverðlaunabikarinn minn. ¥ — Þú skalt biðja heunar. Hver veit nema gæfan brosi við þjer? — Nei, hún hló að mjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.