Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS |Verðlatinamyndagáta Jóla-Lesbókar. / fircvtt&JU J&rvéskJ- Stór u minnt s bók inni se meis teinn gat ey n á ð þjóðerni s sinnum t eks t h alda í bráð. Stóru minnisbókinni, sem Eysteinn gat ei náð, þjóðernissinnum tekst halda í bráð. Fjölda margar lausnir bárust frá kaupendum Morgunblaðsins, eigi aðeins í Reykjavík, heldur einnig í Hafnarfirði, Keflavík, Grindavík, Eyrarbakka, Ölfusi, Sogstöðinni, Akranesi og nærsveitun- um. Af ráðningunum voru 57 rjettar og var dregið um það 2. janúar hverjir verðlaunin skyldi hljóta. Fyrstu verðlaun, 15 krónur, hlaut frú Ragnheiður Bogadóttir, Frakkastíg 6 A, önnur verðlaun, 10 kr., Jóhanna Gunnarsdóttir sama stað, og þriðju verðlaun, 5 krónur, Georg Magnússon Sóleyjargötu 7. Yerðlaunanna má vitja í skrifstofu Morgunblaðsins. Það má sjá á mörgum svörunum að fólk er enn ekki orðið vant því að ráða myndagátur. Þess vegna hættir sumum svo mjög við að koma með ágiskanir, sem altaf segja til sín. Til dæmis um það má nefna nokkur svörin. Ein ráðningin er þessi: „Vasabók Eysteins varð Nazistum að bráð“. Sá, sem þessa ráðningu sendir hefir getað lesið út úr myndagátunni „bók — Eysteins — bráð“, haft hop af „þjóðerni“, en gert úr því Nazista, en „vasa *— varð — að“ eru ágiskanir. Fleiri hafa getið upp á „vasa“-bók, en ráðið gátuna að öðru leyti rjett. Nokkrir aðrir hafa „stormsveitar“-bókinni og er það líka sýnilega ágiskun, því að 4 þann hátt verður setningin markleysa, því að hjer var ekki um neina „stormsveitar“-bók að ræða. Þeir sem flaskað hafaá þessu, munu hafa ætlað að „ss“ væri skammstöf- un fyrir storm-sveit. Sumir hafa flaskað á næst seinustu myndinni, sem er „há alda“ (= h-alda). Vilja sumir hafa þar nafnið Rán, og segja svo: „Þ jóðernissinnum tekst rán í bráð“. Sumir vilja hafa þar „hyl“, og ráðning þeirra verður „hylja í bráð“. Einn ræður þessa mynd „Bára“ og seinustu mynd- ina „í munninum“, og segir svo „þjóðernissinnum tekst bara í munninum“. En langflestir nafa flask- að á því að bæta „að“ inn í á undan alda. Er það í sjálfu sjer afsakanlegt, en „að“ var slept úr þarna með vilja til þess að ganga úr skugga um, að menn gæti lesið úr myndunum án þess að nota ágiskanir. Hver mvndagáta er svo, að það á hvorki að bæta inn í hana, nje sleppa neinu úr. Hver stafur, hvert tákn og hver mynd hefir sína vissu merkingu. Þetta ætti menn að hafa hugfast næst þegar mynda- gáta kemur. Smœlki. — Kæri! — Já, elskan mín. — Uss, Friðrik, segðu ekki þetta. Sjerðu ekki að jeg er að kjassa hundinn minn? — Þú ættir að borða mikið af ávöxtum, það er svo holt. Menn borða aldrei of mikið af þeim. — Það er skrítið. Miklu böli hafa þeir valdið. — Böli? Hvernig þá? — Jú, manstu ekki eftir Evu .. Maður kom æðandi inn til lækn- is: — Jeg er að deyja! — Hvérnig stendur á því? — Jeg braut sjálfblekunginn minn, sem mjer var ábyrgst að entist mjer alla ævi. Miljónamæringur kom í heim- sókn til vinar síns, og hafði þriggja ára gamlan son sinn með sjer. — Kann drengurinn að telja? spurði vinurinn. — Já, auðvitað. Teldu Kalli. Og Kalli byrjaði undir eins: — Ein miljón, tvær miljónir, þrjár miljónir-------- Leiðrjettingar. í kvæðið „Áramót“, eftir Kjart- an Ólafsson, í síðustu Lesbók, höfðu slæðst þessar villur: í 5. línu 3. erindi „síköld“ fyrir svik- öld“, og 4. línu 4. erindi „fagn- aðsdómi“ fyrir „fagnaðsómi“. í skákþraut í Jóla-Lesbók var sú villa að svart peð á g3 á að ^vera á g4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.