Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 159 ur, er komnar voru um ferm- ingu, þegar vegir okkar hjón- anna skildu fyrir fult og alt. Nú eru þær báðar giftar og margra barna mæður í Schlesvig. egar jeg kvaddi Þjóðverja, eftir átján ára volk á þýsk- um skipum, heilsaði jeg aftur upp á vini mína Dani og komst þá á Islandsfarið ,Kong Tryggve', sem brotnaði í hafís 21. mars 1907, sextíu sjómílur norðaustur af Langanesi. Um það æfintýri mitt og þeirra, sem með mjer voru, skrifaði Árni Óla einu sinni langa og skemtilega grein í Les- bók, og þá tók hann af mjer þessa mynd, þar sem jeg er með gömlu, hvítu kisu mína. (Og um leið bendir Hannes gamli upp á þilið yfir rúminu sínu og lítur drýgindalega á myndina.) Eftir „Kong Tryggve“-strandið var jeg um tíma á „Láru“ gömlu — eða þangað til tvær síldar- tunnur lentu í stroffu á Eskifirði niður á hausnum á mjer. Þá var mjer nóg boðið í bráðina og varð að liggja á spítala í fleiri vikur. Þegar jeg komst aftur á ról fór jeg á „Sterling“ og var með hon- um þangað til jeg ljet af far- mensku 1910. Nielsen skipstjóri er besti húsbóndi sem jeg hefi haft á lífsleiðinni. Þá hafði jeg verið 27 ár að heiman — og þessa tuttugu og sjö ára útlegð orsakaði brenni- vínsflöskuhvarfið á Mosfellsheiði. Brennivínsflaskan. — — — Loðnuveiðar(frh.) aðeins 200 faðma svæði meðfram sandinum. Þarna er nótinni kastað í dýp- ið eftir að búið er að gefa út á enda tvö 100 faðma löng reipi, og er haldið í annan enda þeirra á landi, en hinn er fastur sinn í hvorum enda nótarinnar. Að því búnu er nótin dregin að landi, stundum tóm, eða nærri því, stundum hálffull; einstöku sinn- um er í henni upp í 30 tunnur, þegar best lætur, og komið hefir það fyrir, að í eina nót kæmu ca. 50 tunnur, en þá er strax miklu slept úr henni. Á þessu litla veiðisvæði (200— 500 faðma) hafa menn oft á síð- ari árum verið að verki með um 20 nætur í senn, og segir sig sjálft, að þá er kapphlaup um besta blettinn og besta tímann, sem er undir háflóðið. Verða þá oft ýmsir árekstrar og alt getur lent í einni bendu, einkum ef straumur og ís komast með í leik- inn. 1 björtu getur þó alt bjarg- ast, en í náttmyrkri er það oft hending ein, að ekki hlýst tjón af, bæði á mönnum og veiðarfær- um. Þó hefir það lán verið með, að manntjón hefir aldrei orðið við þetta, en nætur liafa tapast; eins dæmi mun það samt vera. Næturnar kosta nýjar 4—500 kr., og er því nokkuð í húfi að tapa þeim. Seint á vorin, þegar sílið er farið, fæst stundum á þessu sama svæði smásíld, en hún kemur ekki árlega. 1930 veiddist síld hjer inni í firði í loðnunætur, um há- sumarið, seint í júní og byrjun júlí, og var flutt á markað til Austfjarða. Stöku sinnum kemur stórsíld hjer inn, en aðeins lítill vottur. Eins og áður er getið geymist loðna mjög illa, með þeim ráð- um, sem enn þekkjast. Það verð- ur því altaf að hafa frysta síld til vara til beitu. Ef aðferð fyndist til þess að . geyma loðnu, yrði það vafalaust til mjög mikilla hagsbóta fyrir útveginn, því að þá mætti afla birgða af síli, þegar göngurnar koma, og geyma þær til þeirra tímabila, sem göngulaus eru. Ef ‘eitthvað gæti áunnist í þessa átt, mundi það hafa svo mikla fjárhagslega þýðingu fyrir bátaútveginn hjer, sem ekki er að eins lífæð Hafnarbúa, heldur líka öflug lyftistöng fyrir Austfjarða- flotann, að fórnandi væri tals- verðu fje til rannsókna á því máli. Jeg sting upp á því, að Fiski- fjelagið láti málið til sín taka og láti gera athuganir og tilraunir með geymslu á loðnu. Veit jeg, áð undir það yrði tekið af öllum sjó- mönnum, sem hjeðan stunda veiðar. Einhver liefir látið sjer detta í hug, að gera mætti í firðinum kví, sem loðnan gæti hlaupið inn í, og mætti svo ausa úr henni eft- ir þörfum. Varla verður þetta auð velt í framkvæmdinni. Betur litist mjer á að gera tilraunir með herpinót. Það mundi spara mik- inn tíma, erfiði og peninga, að þurfa ekki að standa með fjölda manns alt að því hálfan sólar- hringinn á fjörunum, yfir drátt- arnótunum. Herpinót hefir ekki verið reynd hjer, en einu sinni mun hún hafa verið reynd á Djiipavogi fyrir síli, og með ein- hverjum árangri. Árin 1927—30 voru nærri allir, sem við útgerð fengust hjer, bún- ir að fá sjer loðnunætur sjálfir, bæði Múlasýslumenn og Skaftfell- ingar, og drógu sjálfir á eftir þörfum sínum. Bættu þeir mönn- um á bátana í þessu augnamiði, til þess að geta gripið silið þegar það gafst. Þetta aukna manna- hald hafði auðvitað aukinn til- kostnað í för með sjer. Þegar þannig var komið, sá jeg, að ekki var til neins fyrir mig að halda veiðiskap þessum áfram og hvarf því alveg frá honum. En þó að svo færi, er mjer hugleik- ið að hann gangi altaf sem best, og það er ósk mín og von, að loðnuveiðarnar verði útveginum happadrjúg stoð, ekki síður hjer eftir en hingað til. Það er mjer ánægjuefni að hafa átt þátt í því, að atvinnuvegur þessi var hjer upptekinn og að með honum var að jög verulegu leyti bætt úr hinum tilfinnanlega beituskorti. Eins og nú standa sakir, bygg- ist framtíð vetrarvertíðarinnar hjer að mjög miklu leyti á því, að loðnan hætti ekki að koma. „Ef jeg geri út á næstu vertíð, þá er það gert í því trausti, að loðn- an bregðist ekki“, segir útgerðar- maðurinn hjer. Jeg vil að endingu óska öllum sjómönnum og útgerðaðrmönnum hjer á Hornafirði alls hins besta í framtíðinni, Austfirðingum jafnt og heimamönnum. Gott og gagnlegt árið 1937, öll- um sem útveg stunda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.