Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 ----- Smásaga ---- Stolna morðið. Ritstjóri Novelistic Criminality náði ekki upp í nefið á sjer af reiði. Hann var álitum eins og maður gæti ímyndað sjer höfuð- paurinn í eifihverri glæpasögunni í hans eigin glæpasögutímariti. Það hafði verið framinn glæpur í hans eigin glæpasögutímariti, sá versti glæpur sem fyrir getur kom- ið í nokkru glæpasögutímariti, því hvað er morð, eiturmorð, fjölda- morð eða sjálfsmorð á móti rit- þjófnaði, og þar að auki óvenju ósvífnum ritþjófnaði! * Aðalsagan í fyrri viku: „Morðið í Czernuy-höllinni, sem hann hafði greitt 1000 dollara fyrir, var föls- un, stolin úr nýútkominni skáld- sögu: „Hið leyndardómsfulla morð á Keryhultenkastala“. Skáldsaga þessi hafði selst í hundrað þús- unda upplagi og flestir lesendur tímaritsins Novelistic Criminality höfðu eðlilega lesið bókina. Sagan, sem birst hafði í tíma- ritinu, var ágæt, um það var eng- um blöðum að fletta, og í ýmsum mikilsverðum atriðum var hún ná- kvæmari en skáldsagan, og höf- undurinn, Peter Stenky, hafði gert ýmsar athugasemdir frá sjálfum sjer, sem ekki voru í skáldsög- unni og þar að auki sagt söguna í tuttugu sinnum færri orðum en gert var í skáldsögunni. En að um ritþjófnað væri að ræða var enginn minsti vafi. Efnisröðunin og efnið var það sama og einstaka setningar voru blátt áfram þær sömu í smásögunni og skáldsög- unni. w Irving ritstjóri kallaði á ritara sinn og las fyrir honum brjef til Peters Stenky. Brjefið var þrung- ið af illyrðum og ærumeiðandi skömmum. Það var brjef, sem gat eyðilagt sjálfstraust ungs rithöf- undar, þannig að hann næði sjer ekki alt lífið: Herra Peter Stenky! Þjer eruð ósvífinn svikari, þrjót- ur, svindlari og ritþjófur. Jeg skal sjá til þess að þjer lendið í Sing- Sing. Smásaga yðar „Morðið í Czeanuy-höllinni" er ósvífnasti rit- þjófnaður, sem jeg nokkru sinni hefi heyrt getið um. Þjer hafið svikið út 1000 dollara í ritlaun og ef þjer verðið ekki búnir að endurgreiða mjer þá upphæð fyr- ir hádegi á morgun verður lög- reglunni gert aðvart um glæp yð- ar. IJm 11 leytið næsta dag kom Peter. Stenky á skrifstofuna til Irvings ritstjóra. — Jæja, æpti ritstjórinn — hverskonar afsakanir hafið þjer fram að færa? — Þjer eruð and- stygilegur ritþjófur og hafið sett blett á nafn tímaritsins, sem seint verður afmáður — það er gefið mál — en úr því þjer eruð svo ósvífinn að konia hingað á einka- skrifstofu mína í yðar andstyggi- legu eigin persónu, í staðinn fyrir að endurgreiða ritlaunin frammi á afgreiðslunni, þá hljótið þjer fjandakornið að hafa einhverja af- sökun fram að bera! * — Þjer hafið á röngu að standa ritstjóri, sagði Peter Stenky í virðulegum tón, — jeg kem ekki hingað til þess að gefa heldur til þess að heimta skýringu — þjer hafið leyft yður að fara um mig ærumeiðandi meiðyrðum. Þjer haf- ið kallað mig svikara, þrjót, svindl ara, já, og jafnvel gengið svo langt að saka mig um ritþjófnað. Fyrst eftir að jeg fekk brjef yðar varð mjer kunnugt að enskur glæpasagnarithöfundur hefir ritað skáldsögu eftir úrklippum úr Búdapestdagblöðunum, sem birtu greinar um morðið í Czernuv-höll- inni _ en það er þessi rithöfundur, sem er ritþjófur, en ekki jeg, því þetta er mitt morð — það er jeg, sem hefi hinn eina bókmentalega rjett til þessa morðs — því í fyrsta lagi framdi jeg sjálfur morðið og í öðru lagi hefi jeg setið í fangelsi fyrir morðið! Hann kastaði nokkrum gömlum blaðaúrklippum á borðið hjá rit- stjóranum. — Þetta er dómur blaðanna eft- ir frumsýninguna. Irving ritstjóri fletti úrklipp- unum. Flestar voru þær á ung- versku, sem hann skildi ekki, en eina úrklippu fann hann á þýsku og hann las hana gaumgæfilega. Þegar hann hafði lokið lestrinum, stóð hann upp og hneigði sig kurteislega, tók í hönd Peter Stenky’s og sagði: — Getið þjer fyrirgefið mjer, herra rithöfundur. Jeg hefi sakað yður um ritþjófnað, en nú skil jeg að þjer eruð sjálfur herra morðinginn! Þegar Lloyd George varð orðlaus. Það stendur altaf öðru hvoru dálítill styr um gamla Lloyd George og nýlega vakti hann at- hygli á sjer með umræðum um stjórnmálaástandið í Evrópu og þá einkanlega Spánarmálin. Enskt blað rifjar upp gamla sögu um Lloyd George, sem átti sjer stað á heimsstyrjaldarárunum er hann var í heimsókn í Frakklandi. Lloyd George var að ræða við þá Briand og Foch hershöfðingja. Lloyd George hældi mjög her- mönnum frá Bretagne og taldi þá bestu hermenn í heimi. — Já, já, sagði Briand, það er nokkuð til í þessu. — Og þjer eruð sjálfur frá Bretagne, sagði Lloyd George við Briand og hann kvað svo vera. — En hvað þetta er skemtilegt, sagði Lloyd George, en hvernig er hægt að fá menn til að berjast af svona dæmafárri hreysti? — Það er mjög auðvelt, svaraði Briand. Þetta eru alt sveitamenn .... Þjer vitið frekar einfaldar sálir og auðtrúa. Við látum þá halda að þeir eigi í stríði við Englendinga! Það fylgir sögunni að Lloyd George aldrei þessu vant hafi orð- ið orð laus.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.