Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Side 2
202 LESBÖK MORGUNBLAÐ9INS lialda si<^ á tjörniimi frá vori til liausts. ]>aÖ brejrst <‘ifri, afi norðaustan illviðri er í aðsigri, ef toppönd keinur méð unfra sína á lindina. sem er við norðausturhorn tjarn- arinnar. Eitt sinn í fyrrasumar g:í.t veð- urspáir. um læsrð snðvestur í hafi. Spámaðiirinn. sem bollalapði um veðrið „næstu dægur“, var á tveim áttum um stefnu. lægðarinnar; hún mundi valda annaðhvort sunnan- átt hjer á landi. eða þá norðan op austanátt. Hann hu<rði þó, að sunnanáttin mundi sigra. en full- yrti ei<ri. Veður var kvrt 0" sjór- inn þajrði úti fvrir ströndinni o<r við sandfjörurnar. I þetta sinn þurfti að ha<ra sjer við hevskap- inn með hliðsjón af væntanlepu veðri. ,Je<r sagrði við fólk mitt, að vissast væri að búast við norð- austan illviðri. því að toppöndin væri nýlega komin í lindina ojr væri óróle<r. En því meira fas er á henni sem verra veður er í nánd. — Þessi völva veðurspár innar brást ei<ri. Næsta morgun var komið norðaustan votviðri. Lægðin hafði farið austur sunn- an við landið. Það er raiínaleg sannreynd, í fuglaveröld sem í mannheimi, hve úrvals einstaklingar eru fágætir. Jeg nefudi áðan stórutoppönd á nafn. Hún er afburða fögur og tilkomumikil, einkum þó stegginn. En fátt er af þeim fugli og horf- ir til eyðileggingar um hennar til- veru. Löggjöfin hefir gert sjer það til smánar að gera hana rjett dræpa að lögum, af því að hún er fiskiönd — etur síli. ★ Brúsi (himbrimi) er stórfríð- ur fugl og fágætur viðlíka og stórmenni eru fágæt. En hann er t'orspár um veður. Þegar til hans heyrist, er vís von illviðra, og er það gamalla manna mál. og sann ast enn í dag. Álftir vita á sig óveður, þann ig að vindurinn kemur í stjel þeirra og kvaka þær þá á flug inu. Jeg hefi ótal sinnum svo að segja þreifað á þessari veðurspá álftanna. Lómarnir væla undan illviðrum og hávellau lætur hátt. En lóm- ar syngja glatt undan góðviðrum. Það þótti tíðindum sæta í hitt- eðfyrra, þegar svartfugl fylti hillur í Grímseyjarbjargi á þorra og var þess getið um leið, að gamlir Grímseyingar teldu það at- hæfi svartfuglsins boða harðindi. Svo fór, að veturinn varð fádæma snjóavetur norðanlands og austan. Eigi var kaldara í sjónuin en venja er til. En hvernig vissi fuglinn þessi snjóalög, fyrirfram. í alauðu hafi? Þá er það alkunnugt, að rjiip- ur og mýs vita á sig á sumri harð- an vetur. Um þeirra hátterni mun jeg rita á öðrum stað, og sleppi jeg þessvegna að útlista þau at riði hjer. * Jeg sný mjer þá að fiskuuum. Sjómenn hafa sagt mjer, að fisk- ur bíti á öngla misjafnlega gráð- ugt, eftir því hvernig sjávarföll- um er háttað, og líka eftir því sem vindar haga sjer. Af því að jeg er landmaður, get jeg eig: sagt frá tíðindum utan af fiski- miðum. En jeg hefi stundað sil- ungsveiði í hálfa öld og þó leng- ur og hugað og hlustað eftir fram ferði silunganna í auðu vatninu og undir ís. Það hefi jeg margsinnis „rek- ið mig á“, að silungurinn veit á sig veður og ókyrrist í vatninu undan veðrabrigðum. Hann sækir undir veðrið — áður en það kem- ur í vatnið. Það sanuast þannig m. a., að bröndurnar koma í lag- net miklu fleiri en vanalega þá nótt, sem er næst á undan óveðri. Og ef veiðimaður er svo veður- glöggur, að hann leggur net sín við það land veiðivatns, sem veðr- ið hvassa blæs frá, þá bregst varla veiði. Þau höpp stafa af því, að silungurinn er ókyr, fer á flug um vatnið og lendir þá í netin. Þetta hugboð silungsins kemur honum að haldi á haustin, í giunn um vötnum a. m. k., því að þá getur stórhríð botnfylt grunn vötn með því að hlaða saman krapaförum við það landið, sem er áveðra og ferst fiskurinn í krapinu, ef hann væri þar. í þessu dæmi er honum eðlisávísun til hjálpræðis. Það er reyndar furðulegt, að silungur skuli vita á sig ókomið veður í auðu vatni. En hitt sætir þó meiri furðu, að hann veit á sig veður undir álnarþykkum ís. Jeg stundaði dorgarveiði á ung- lings aldri, í grunnu vatni. Jeg gerði mjer til gamans að liggja á grúfu við vökina og horfa niðrí til að athuga hátterni silunganna. Þegar hvassviðri var eða kyrr viðri í vændum, var silungurinn hægfara og lystarlítill. Ilann kom sveimandi hægt að önglinum og ljet við agninu svo sem hann væri að þefa af því, og fór svo á burt jafnhægt sem hann kom. Stuudum gat jeg sætt færi og krækt undir neðri skoltinn, dorg- að önglinum og veitt hann með þeim hætti, þegar hann vildi eigi „bíta á“. En ef hvassviðri var í nánd, komu bröndurnar á hraðri ferð, sveifluðu sjer kringum öngulinn og gleyptu svo agn og öngul. Tvær uppsprettukvíslar liggja að veiðitjörninni, önnur sunnan og austan, hin norðaustan að henni. Silungurinn sótti að suð- austurvökinni undan suðlægum vindi, en að norðausturvökinni undan austlægri eða norðrænni átt. Þetta sannaðist með því móti, að jeg varð eigi var ann ars kostar. Það er kölluð — t. d. í Mý- vatnssveit — gengd í silungi, þeg ar hann er á ferðinni venju frem- ur, í net eða að dorg. Þá er sálin hans uppblásin af vindi eða loft tegundum. En sál heitir sá belg- ur, sem er innan í fiskinum milli slógs og hryggjar. Ef til vill ger ir þessi belgur fiskinn fjörugan. Og vera má, að þessi þensla stafi af breytingum, sem verði í vatn- inu við það ásigkomulag, sem skapast kynni í loftinu undan hvössum bylgjum. Jeg varpa þessum spurningum fram fyrir vísindamenn, ef til mín kvnnu að heyra. Fjármenn hafa veitt því at- hygli, að sauðfje er lystugra á garða undan illri tíð en góðri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.