Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1938, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
203
Þar ber að sama brunni sem um
silunginn (og fiskinnf).
Sumir svokallaðir ,.sai!ðheimsk
ir menu“ í sveit eru svo ratvísir
í hríðum, sem eskimóar eru, að
sögn Vilhjálms Stefánssonar —
eða hestar, sem aldrei villast, þó
að bæði sje hríðar og náttmyrk-
ur. Slíkur vegtamur (fornyrði og
eiginnafn á hesti) hefir fyrir sig
að bera skilningarvit, sem vís-
indamenn hafa eigi til að taka
eða á að treysta, þó að gáfaðir
sjeu á sína vísu.
Brjóstbörn náttúru gömlu vita
sínu viti.
Þó að þessi grein heiti: 6.
skilningarvit dýranna, get jeg
eigi neitað mjer um að nefna
menn til þessa máls, sem virðast
vera gæddir þessari gáfu. Jeg
drap á vegvísa menn á landi. Nú
nefni jeg sjómann, sem miklar
sagnir gengu um, meðan hann
var í lifenda lífi, en nú fyrnast
óðum. Hann hjet Jörundur og
var í Hrísev, formaður langa tíð
hákarladalla og útgerðarmaður.
Um hann er þessi saga og er hún
tekin til dæmis:
Jörundur var brennivínsmaður
og formaður skips iiti í hafi, ó-
lærður í siglingafræði. Hann sigl-
ir eitt sinn dalli sínum norður í
haf og liggur ölvaður niðri í bæli
sínu. Þeir hafa góðan byr. Há
seti hans einn eða stýrimaður kem
ur til Jörundar, þegar þeir eru
komnir alldjilpt, og spyr hann,
hvort lengra, skyldi sigla, því að
mál myndi að renna vað og kanna
það, Irvort sá grái væri undir niðri.
Jörundur svarar: „Rendu sökku
og færðu mjer hana sjóblauta".
Maðurinn gerir svo. Jörundur
drepur tungubroddi á sökkuna og
segir: „Ekki er hákarl hjer und-
ir! Siglum dýpra, karl minn“.
Nú líður langur tími. Þá kemur
sami maður til Jörundar og spyr:
„Eigum við að sigla dýpra?“ Jör-
undur svarar því sama sem áður
fyr. Sjómaður færir honum sökk-
una sjóvota og Jörundur bragðar
á sökkuseltunni. Hann segir þá:
„Ekki er hákarl hjer undir. Sigl-
um enn“. Að alllöngum tíma liðn-
um kemur sjómaður enn að máli
við Jörund og spyr, hvort sigla
skuli lengra norður áður en rent
sje fvrir hákarl. Jörundur biður
hann að renna ennþá sökkunni og
færa sjer að þvi búnu.
Þegar Jörundur smjattar á
sökkunni í þriðja sinn, segir hann
og sprettur upp: . Hjer er hákarl
undir“. Hann fer upp á þiljur eða
borðstokk og lætur renna út vöð-
unum. Og þeir hitta á handóðan
hákarl.
Svo er sagt um Jörund, að hon-
um slvsaðist aldrei á sjó, hitti
jafnan í hafnir, þó hríð væri og
kunni þó ekkert í sjómannafræði.
Hann var talinn lítið gefinn í
öðrum efnrm, en gat verið og mun
hafa verið djúphygginn karl.
Söngsnillingarinn ifreinn Páls-
son er dóttursonur Jörundar. Oer
margt skynsemdarfólk er vitaf
honum komið.
★
Það ber við oft, að þjóðsögur
skapast um einkennilega menn.
Vera má, að Jörundur hafi hagað
sjer í nefndu dæmi svo sem hann
gerði, til þess að lokka háseta
sína út á dýpstu mið. Þar var
hákarlinn stærri og lifrarmeiri
En hitt getur verið, að hann hafi
fundið á sjer, líkt og ratvís mað-
ur eða hestur, að hann var eigi
kominn á áfangastað, fyrri en
hann ákvað, að leggja segl og
renna vöðum.
Það er útaf fyrir sig harla
merkilegt, að lifandi verur skuli
finna á sjer það sem í vændum
er. Hitt er þó enn torskildara, að
dauðir hlutir skuli vera spádóms
gáfu gæddir. í einni fornsögu er
getið um „veðurspáa dyrabranda".
Þá sögu læt jeg vera ótúlkaða.
Hitt veit jeg af fullri og marg-
faldri reynslu, að hey eru gædd
spágáfu.
Það veit hver bóndi, sem gædd-
ur er eftirtekt, að í heyjum hitn-
ar undan óveðrum, þó köld sjeu
annars. Og hitinn kemur þannig
í ljós, að hann sækir undir veðr-
ið, sem svo er kallað: gerir vart
við sig t. d. í austurhlið heys eða
hlöðu undan austanátt, í norð-
austurhorni eða suðvesturhorni
eftir því sem veðurátt er í að-
sigi. Þetta hugboð heystæðunnar
kemur fram, stundum þrem dægr-
um áður en veðurspáin segir til
veðuráttar. Þessar kenjar hey-
stæðnanna þykja mjer harla tor-
skildar og merkilegar. Á þessari
staðreynd er hægt að þreifa, bók-
staflega og verður því eigi vje-
fengd.
Ambales á að hafa sagt: „Yind-
ur kom í vatn. Og vindur fór úr
vatni“ — áður en hvesti. Jeg get
tekið undir þetta. Enn í dag tek-
ur í fossinn undan veðrum, t. d.
í suðvestri undan suðvestanvindi,
og í norðaustri undan veðrum,
sem koma úr þeirri átt. Oft eru
þessir söngvar fossins svo langt
á undan áttinni — veðrinu, að
sólarhring nemur eða þrem dægr-
um. Gæti það átt sjer stað, að
hljóðbylgjur berist eftir hafi og
landi utan úr 1000 rasta fjarlægð
og að fossinn væri nokkurskon-
ar móttöku eða útvarpsstöð?
T'ess má geta að lokum. að skil-
ríkir menn vita það, af reynslu,
að vatn lækkar í lindaholum, jafn
vel í brunnum. þó að eigi geti
verið af völdum hækkandi sjávar
eða yfirborðs vatna — lækkar eða
hækkar undan veðrabrigðum.
Naumast mundi rjett að tala
um eða nefna á nafn skilningar-
vit í heyi, brunni, berglind nje í
gigtarveikri öxl gamalmennis,
jaxli eða í hestlend. En hvað á
þá að kalla það?
Eigi skvldi taka mark á fugla-
kvaki nje á innýflum fórnardýra,
segir gömul ritning. En hvað sem
líður boði eða banni ritninga.
stendur maðurinn á stiklum og
spyr og spyr — oftast út í blá-
inn — þegar hann stendur and-
spænis leyndardómum eða ráðgát
um — og biður um svar.
Rithöfundurinn, sem segir frá
völvunni, sem spáði bata innan
skamms (veðráttubata) í Græn-
landi fyrir hartnær 1000 árum.
nefnir völvuna vísendakonu. Flest
það, sem jeg hefi drepið á í þess-
ari grein, mundi vera á vantrúar
tímum kallað hindurvitni og hje-
giljur. En sje það rjett, eða hafi
verið rjett, að kalla spákonu vís-
endakonu á sagnaöld, þá er það
enn sæmilegt að telja til vísenda
Frh. á bls. 205 3. dálki.