Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 • Sfórsvikarar • Dálkar heimsblaðanna voru fyltir fyrir jólin af frá- sögnum um nýtt stórkostlegt fjár- málahneyksli. Amerískur fjesýslu- maður, sem allir hjeldu að væri heiðarlegur borgari, hafði svikið út fje svo miljónum skifti. Hann var virtur meðal fjármálamanna heimsins undir nafninu Donald Coster, en hans rjetta nafn var Philip Musica. Hann hafði áður fyr setið í fangelsi fyrir svik. Musica framdi sjálfsmorð er lög- reglan var á leið til að taka hann fastan og þeir sem lagt höfðu peninga í fyrirtæki hans sitja eftir með sárt ennið og 120 miljón króna tap. ★ Þegar rætt er um þessi stórsvik svindlarans Musica detta manni í hug hinir mörgu stórsvikarar heimsins, sem svikið hafa út milj- ónir úr auðtrúa fólki. Allir kann- ast við söguna um Potemkin hinn rússneska, sem oft er nefndur „faðir svikaranna“. Potemkin hafði fengið stórfje hjá Katrínu II. Rússadrotningu til ýmiskonar framkvæma og endurbóta. Hann stakk fjenu í sinn eigin vasa og endurbæturnar urðu engar. Að lokum þegar svik hans komust upp voru þau svo stórkostleg að ómögulegt var nð sjá hve miklu þau námu. Dag nokkurn þegar keisarafrúin heimtaði að fá að sjá hverju hann hefði komið í fram- kvæmd fyrir fje það er hún hafði fengið honum ljet Potemkin mála tjöld af borgum og blómlegum bygðum. Þegar keisarafrúin fór framhjá leiktjöldum þessum helt hún að þau væru veruleiki og hrósaði ráðgjafa sínum fyrir dugn- að og hagsýni. En hefir ekki farið eins fyrir mörgum eins og keisara- frúnni rússnesku1 ★ Hvernig var eklti með Svíann ívar Kreuger. Ungur fekk hann atvinnu við timburútflutningsfje- lag og komst til Ameríku og Suð- ur-Afríku. Aftur kom hann heim Donald Coster, öðru nafni Philip Musica, einn af stærstu fjársvikurum heimsins. til Svíþjóðar 1907 og gerðist for- stjóri timburútflutningsfjelagsins Kreuger & Toll. Hann fekk áhuga fyrir eldspýtnaframleiðslu og 1913 hafði hann stofnað eldspýntafram- leiðsluhlutafjelag ineð samböndúm um allan heim. Eftir heimsstyrj- öldina tók Kreuger að lána ríkis- stjórnum víða um heim fje gegn því að fá einkaleyfi á eldspýtna- sölu í viðkomandi landi. 150 verk- smiðjum og 28 löndum var stjórn- að af eldspýtnafjármagni hans og hann rjeði yfir 3/4 hlutum af eld- spýtnaframleiðslu heimsins. Loks hrundi alt og Kreuger skaut sig á gistihúsi sínu í París. Það skot kom af stað skriðu gjaldþrota og fjárhagslegra rústa. ★ Eða Samuel Irisull og bróðir hans Martin. Líf Insulls var ein- kennilegt. Hann lrom til New York frá Englandi. Ilonum barst til evrna að Edison vantaði ritara Insull sótti um stöðuna og fjekk hana. Hann fjekk Edison til að skrifa undir samning, sem upp- finningamaðurinn athugaði ekki neitt gaumgæfilega áður en hann skrifaði undir. Með samningi þess- um trygði Insull sjer fjárhagsleg- ar tekjur af uppfinningum Edi- sons. Því næst fór Insull til Chica- go og fleiri borga í Bandaríkjun- um og leið ekki á. löngu þar til hann hafði ítök í 29 raforkuver- um víðsvegar í Bandaríkjunum og jafnvel utan Ameríku. En hann fell í freistni og fór út í spá- kaupmensku, sem leiddi til stór- kostlegra fjársvika. Stavisky fjár- svikin voru þá á döfinni í Ev- rópu svo menn tóku minna eftir hneykslinu en ella hefði orðið hjer í álfu. ★ Bankahrun í franska bænum Bayonne varð Stavisky að falli. Þegar það kom í ljós að Alexander nokkur Stavisky átti sök á hruni bankans tók lögreglan til sinna ráða og við rannsókn kom í ljós að IStavisky var falsspilari, sem hafði sloppið við refsirigu fyrir aðstoð háttsettra kunningja. í Bayonne hafði hann svikið út fje á fölsk ríkisábyrgðarbrjef, lánað út á falska skartgripi og ekta skartgripi sem voru verðlagðir svo hátt, að hann fjekk lán sem nam hundrað sinnum verðmæti þeirra Fjöldi fátækra sparifjáreigenda misti aleiguna, en Staviskv framdi sjálfsmorð. ★ Þekt nafn í heimi fjármálanna var Frakkinn Oustric. Hann var upphaflega þjónn á veitingahúsi t og aðstoðarmaður í spilavíti. Síðar fjekk hann stöðu í banka og komst þá í kynni við árgentínskan auð- mann, sem kom undir hann fót- unum, Loks komst hann í kynni við ítala, sem hjálpaði honum við margskonar fjársvik. Oustric tókst að draga sjer með svikum 600 miljónir franka frá árunum 1922 til 1930. Hann situr nú í fangelsi. Talið er að alls sjeu nú töluð 2796 tungumál á jörðunni. Tala hinna ,,dauðu“ tungumála er þó miklu hærri, eða um 400.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.