Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 jiundi ekki fyrst þurfa að læia íslensku. Jeg varð alveg hissa — eins og jeg kynni ekki íslensku — og botnaði ekkert í því, hvað hann gæti átt við. Feimnin bjarg- aði mjer þó frá því, að gera við þetta athugasemd. Hann leyfði mjer fúslega að koma til sín og þangað fór jeg á kvöldin, þegar jeg gat, lafhræddur við myrkrið og skepnur úr sjó með fjörutíu tíma í dönsku í barminum, sem jeg hafði fengið lánaða. En fljót- ur var jeg á milli, sem jeg átti þræðsunni að þakka og löngunin til þess að verða dönskulærður varð oftast óttanum sterkari. Kaupstaðarferð til Keflavíkur. Atvik kom fyrir mig, sem jeg minnist glögglega. Jeg var oft sendur til Keflavíkur, til að sækja ýmislegt, sem vantaði til heimilis í Litlabæ. Meðal annars var jeg sendur þangað á aðfangadag jóla. Dimt var yfir og þungbúið loft og birtan því mjög stutt um það leyti árs. Um leið og birti fór jeg á stað til Keflavíkur, eða öllu heldur þaut þangað, því jeg hljóp í einum spretti alla leið, til þess að reyna að fá skímu heim aft- ur. Þegar til Keflavíkur kom, var svq Imikil ös í búðinni, sem jeg átti að fara í, að fólk stóð úti fyrir búðardvrum og komst ekki inn. Nú leist mjer ekki á blikuna og nú rifjuðust upp allar sögurn- ar, sem jeg hafði lieyrt um aftur- göngur, drauga og sjóskrímsli og menn, sem látið höfðu lífið á Bjarginu (milli Leiru og Kefla- víkur) af völdum þeirra, orðið sjálfir að draugum og bæst við í hópinn. Allur mannfjöldinn, sem þarna var kominn, var á undan mjer og átti heimtingu á af- greiðslu áður en jeg fengi hana, og við þetta laglega iitlit bættist svo það, að fullorðna fólkið yrði vafalaust látið sitja fvrir þegar röðin loksins kæmi að mjer, en strákurinn látinn sitja á hakan- um. Það var sýnilegt, að jeg mundi ekki fá afgreiðslu fyrir myrkur. Þessu var jeg nú að velta fyrir mjer, en reyndi þó að kom- ast inn í búðina. Jeg var mjög grannvaxinn og tókst að mjaka mjer meðfram vegg að púlti, sem verslunarstjórinn, Bartels að nafni, stóð við og skrifaði. í búð- inni var háreisti mikið og hver keptist við annan að heimta af- greiðslu og allir þóttust vera næstir. Grindur voru fyrir fram- an piilt verslunarstjórans og stóð jeg við þær, náði í svolítið blað frá húsbónda mínum, sem kallað var „Bevis“ og á var skrifað það, sem izt skyldi tekið, og rjetti það inn á milli grindanna steinþegj- andi. Svona beið jeg æði stund í von um það, að verslunarstjórinn kynni að veita mjer og blaðinu, sem jeg rjetti að honum, eftir- tekt. Mjer til mikillar gleði tók hann „Bevisið“, leit á það og sagði á þessa leið við einhvern búðar- þjón: „Afgreiddu strax drenginn þarna. Hann hefir staðið hjerna þolinmóður og steinþegjandi, á meðan aðrir hafa hrópað liver í kapp við annan og heimtað af- greiðslu. Það er rjett að hann njóti kurteisrar framkomu og gefðu honum steinsykursmola í nesti“. Alt í einu var nú farið að glápa á mig og afgreiðsluna fjekk jeg strax og náði heim um leið og svartasta myrkrið skall á. Svaðilför. Nálægt sumarmálum vorum við þrír hásetar sendir inn í Hafnar- fjörð. Logn var og urðum við að róa alla leiðina. Ekki vissi jeg hvor hásetanna var formaður, Þorsteinn gamli eða Jón, en mjög vel kom þeim saman og það sem annar stakk upp á, samþykti hinn. Það allra fyrsta, sem þeir gerðu, Jón og Þorsteinn, þegar inn í Hafnarfjörð kom, var að fá sjer á flösku. Við voruin allir orðnir lúnir af róðri og nú hrestu þeir sig vel. Jafnframt var lagð- ur inn fiskur og teknar vörur á bátinn. Þegar það var búið, var komið kvöld og Jón og Þorsteinn gamli voru báðir orðnir fullir. Utanbúðarmaðurinn leyfði okkur þá af góðvild sinni að sofa um nóttina uppi á pakkhúslofti og lánaði okkur poka undir okkur og ofan á. Um leið og jeg lagðist fyrir, steinsofnaði jeg, en fjelag- ar mínir töluðu saman og virtist liggja mjög vel á þeim. Að morgni vöknuðu þeir snemma, talsvert r^^kaðir og öllum var okkur kalt, og nú var búist til ferðar suður í Garð. Dálítil gola stóð beint út fjörðinn og hugðum við allir gott til að fá hagstæðan byr og geta siglt alla leið heim I höfn. Voru mi undin upp segl og sigldum við beggja skauta byr út Hafnar- fjörð. Þorsteinn gamli stýrði, jeg passaði austur, en Jón var í mið- rúmi. Til þess að njóta sem best vindsins, var afturseglið skaut- að út á ár, en þegar kom út í fló- ann jókst bæði vindur og öldu- fall. Jafnframt hafði Jón fært sig aftur til Þorsteins og voru nú báðir orðnir góðglaðir. Jeg tók eftir því, að þegar báturinn rugg- aði á öldunum, mimaði litlu að árin, sem. afturseglsklóin var bund in á, tæki sjó og hafði orð á þessu við þá. Svarið var: „0, vertu ekki hræddur, drengur litli, öllu er óliætt“. Rjett á eftir hallast báturinn svo mikið, að árin, sein skorðuð yar á milli keipa og þóttu, tók sjó. Um leið lenti bát- urinn á hliðina, sjórinn stre.vmdi inn í austurrúm og miðrúm og var ekki annað sýnna, en hann mundi þá og þegar hvolfast eða sökkva. Jeg reyndi af öllum mætti að losa árina, en gat það ekki. Þá reyndi jeg að brjóta hana og það tókst mjer. Rjetti nú báturinn fljótlega við, en var þá orðinn hálffullur af sjó og fje- lagar mínir hálffullir af brenni- víni. Tókst nú fljótlega að ausa bátinn og var siglt á framseglinu einu eftir þetta, en að öðru leyti hafði þetta þau áhrif, að fjelagar inínir gerðu miuna að því ■ að smakka á flöskunni og karlinn virtist stýra vel. Ekkert ásökuðu þeir mig fjrrir það að brjóta ár- ina, eins og jeg bjóst þó við, en annars gekk ferðin vel eftir þetta. Þó mistu þeiy stýrið frá bátnum þegar þeir sigldu upp í vörina, en það varð ekki að tjóni. Á þessari ferð leið mjer verst af sulti. Við höfðum að vísu haft með okkur dálítið af rúgbrauði og smjöri, en það var alveg jetið upp um leið og til Hafnarfjarð- ar kom. Var víst tilætlunin sú, að bæta úr skorti á þessu í Hafn- arfirði, en úr því varð ekki, lík-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.