Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1939, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1939, Qupperneq 6
62 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Orgclið ■ Odd&kirkju Nýlejra var jeg staddur hjá öldruðum kunningja míu- um og hlustuðum við á útvarpið. Einn af okkar írægu einsöngv- urum var að syngja. Við vorum sammála um, að það væri ómetan- leg og dásamleg unun að geta setið í legubekkuum heima lijá sjer og hlustað á slíkan söng. Og við vorum sammála um það, að ólíkt væri þettu lífinu í fyrri daga, þegar við áttum heima í strjálbygðri sveit, í tómlætinu og fásinninu. — Að vísu var suugið á sveitaheimilunum í gamla daga, en það voru helst gamaldags sálmalög, þá er húslestrar voru lesnir, og þótti nnglingum lítið í það varið. ileiri tilbreyting þótti það, er kveðnar voru rímur á kvöldvökum í gamla daga, eða lesnar sögur. I»á var hvert heim- ili vátaf fyrir sig, ríki í ríkinu. sem varð að standa á eigin fót- um í þessu efni. En slíka þjóð- hætti hafa menn lagt niður. Nú er það útvarpið, sem annast alt slíkt fyrir þjóðina. Þar les og syngur einn fyrir alla þjóðina. A því má vitanlega finna galla, eins og flestu öðru, ef vandlega er leitað, en um bað verður ekki rætt hjer. Yafalaust hafa verið hjer til góðir söngmenn á öllum tímum. Og sama mun mega segja um iistamenn og listamannsefni í iiðrum greinum. En í fvrri daga vantaði þekkinguna og yfirleitt flest hin vtri skilvrði til þess, að slík listhneigð kæmi að gagni. En nú er öldin önnur. Nú geta allir, sem einhverja listhneigð hafa, bvgt ofan á það meðfædda, eða þroskað hinn meðfædda hæfi- leika, bæði með bókfræðslu á eig- in spýtur, eða með tilstyrk skól anna, þrátt fvrir allan sultarsöng nútímans. En út í það skal ekki farið að þessu sinni. ★ Eftir að við kunningjarnir hiifðum hlustað á sönginn í út- varpinu, ræddusn við lengi um breytingar tímans og framfarir seinni ára. frá því að við vorum drengir að alast upp langt upp Eflir Þórð Jónsson í sveit (fæddir um 1880). Báðir áttum við það sameiginlegt, að vera sjerstaklegu söngelskir og kom okknr saman um, að ekki hefðu framfarirnar verið hvað minstar á sviði söngs og hljóm- listar, enda þótt við hefðum ým- islegt að athuga við þær breyt- ingar og værum í vafa um, að þær væru allar til bóta. Sökum aldurs vorum við ekki alveg lausir við karlagrobb, og má vera, að sú lineigð hafi hindrað það, að við gætum dæmt rólega og hlutlaust milli þess nýja og hins gamla, enda kom okkur saman um það, að ekki væri hægt að líta með fyrirlitningu á sönglist og hljóm- list þá, sem iðkuð var á yngri ár- um okkar. Þessi kunningi. minn var alinn upp í öðru bygðarlagi en jeg, og höfðum við báðir ýmsar smásög- ur að segja, hvor úr sínu hjer- aði. En hvorugur okkar hafði að vísu þekkingu til þess að meta rjettilega og dæina hin „æðri tón- verk“ nútímans. Slík listaverk hljóta því að fara „fyrir ofan garð og neðan“ hjá okkur alþýðu- mönnunum með takmarkaða söng- mentun. Athygli okkar beinist því fyrst og fremst að því, sem er einfalt og skiljanlegt, ★ Mín fyrstu kynni af hljómlist eru þau, sem nú skal greina í stuttu máli: Þegar jeg var 9 ára (eða um 1890) kom jeg í fyrsta sinn í Oddakirkju á Rangárvöllum. Þá var prestur að Odda síra Skúli Skúlason. Hann var eitthvert mesta glæsimenrn í prestastjett sinnar tíðar, stórmerkur maður og athafnamikill hjeraðshöfðingi. Kona hans var Sigríður Helga- dóttir, systir dr. Jóns Helgasonar biskups. Jeg sat að framanverðu í kórn- um hjá föður mínum. Þá áttu all- ir bændur í Oddasókn sín vissu sæti í kórnum — innri hluta kirkjunnar. En konur höfðu vtri helming kirkjunnar og áttu þar sín vissu sæti. Þá var — að mig minnir — nýkomið orgel í Odda- kirkju, og voru þetta því fyrstu kynni mín af slíku hljóðfærí. Og einmitt af því er mjer þessi fyrsta kirkjuferð mín að Odda einhver minnisstæðasti atburðurinn frá mínum æsku og uppvaxtaráruiu Flest alt kirkjufólkið, sem var mjög margt, hafði sest í sæti sín og messuathöfnin hófst á venju- legan hátt, Mjer fanst þctta alt vera með alvöruþrungnuro og lirífandi hátíðarbiæ. En þó er mjer minnisstæðast, er hin tigu- lega kona, frú Sigríður Helga- dóttir, settist við hljóðt’ærið— eftir að liafa raðað söngfólkinu kringum sig — og tók að leika á hljóðfærið og söngurinn hófst, Þeim áhrifum og þeirri hrifn- ingu, sem þessir tónar frá orgel- inu höfðu á mig — þessir hljóm- ar, sem jeg heyrði þarna í fyrsta sinn á æfinni, mun jeg aldrei geta fundið orð til að lýsa rjetti- lega. Mig hafði ekki grunað, að slíkt töfratæki væri til í þessum heimi, eða að nokkur snillingur væri til, sem framleitt gæti slíka tóna, Jiessa tóna, sem gersamlega hrifu og seiddu mína ungu barns- sál og fluttu mig inn í óþekta og óskiljanlega sæluheima. Mjer varð þá ljóst, þótt ungur væri, að jeg gæti ekki án þeirra lifað, ef líf mitt ætti að verða nokkurt líf og nokkurs virði. Ef til vill á nútíma- kynslóðin, sem lifir á hinni miklu framfara- og lífsþægindaöld, erf- itt með að skilia það, hve við, ]>eir eldri, ólumst upp við lítil og fábreytt lífsþægindi, og einnig það. að jeg skyldi ekki hafa sjeð eða hevrt til hljóðfæris fvr en jeg var orðinn níu ára. En þá voru ekki hljóðfæri í hverju húsi og flestum sveitabæjum eins og nú á tímum. Jeg hefi aldrei, síðan jeg kom til vits og ára, slept neinu tæki- færi, sem mjer hefir boðist til að hlusta á söng og hljómlist, og oft orðið heillaðui og hrifinn. En aldrei hefir þó hrifning mín náð slíku hámarki og þegar jeg var fvrst kirkjugestur í Oddakirkju. þá aðeins níu ára, og sem mjer mun ávalt verða ógleymanleg. Ef til vill getur enginn skilið þetta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.