Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1939, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
67
Frá Minorca:
Tvær myndir frá evjunni Minorco í Miðjarðarhafi, sem er á siglinga-
leið Fraltka til nýlendna þeirra og hefir því stórpólitíska þýðingu. Á
efri myndinni sjást fornminjar, sem eru margar á eyjunni. Neðri
myndin sýnir sveitabæ í grend við höfuðborgina Makon.
Gömlu hjónin gáfu Árna hafra-
köku mikla að skilnaði, og svo
hjelt hann af stað.
Nú átti að sigla beina leið til
Hafnar. En þegar skipið var kom-
ið 8 mílur til hafs fengu þeir enn
mótvind, og urðu að snúa til lands
að nýju. Vörpuðu þeir akkerum
við Brevik. Þar varð Árni enn að
fara í land og leita gistingar. Þar
fekk hann inni hjá stýrimanni sem
lá í rúminu fyrir sakir ofdrykkju
Hann drakk mikið brennivín.
Móðir lians, gömul, hafði tiús-
stjórn á hendi. Þar gisti Árni í 3
nætur. Gamla konan tjet liann fá
2 potta af góðu öli fyrir skilding,
en annars kostaði slíkt öl 4 skild-
inga. Slíkt var verðið hjá henni.
Ilún gaf honum líka kaffi að
skilnaði, þegar hafnsögumaðuv að
morgni dags sótti liann út í skipið.
Nú var siglt áleiðis til Hafnar.
En er þeir voru ltomnir 14 mílur
frá Noregi kom austanvindur, svo
þá hrakti og voru þeir nærri
strandaðir á Jótlandsskaga. Þeir
lentu þar milli skerja um dimma
nótt. En í dögun drógu þeir upp
neyðarmerki. Koin þá hafnsögu-
maður og vísaði þeim út á rúmsjó
að nýju. I 5 daga voru þeir að
velkjast í stormi á hafinu, en síð-
an fengu þeir bvr suður Kattegat,
voru þó nærri strandaðir nálægt
Kullen í Svíþjóð.
Er þeir komu til Krónborgar
urðu þeir að fara þar í land, til
þess að sýna tollseðil sinn, sem
hljóðaði upp á 500 tunnur af
Þrándheimssíld og 4 skippund af
salfiski. Síðan fóru þeir út að toll-
skipi kouuugs til að sýna að tollur
væri greiddur.
Er þeir komu til Hafnar, fóru
}>eir út að tollvarðarskipinu til
að sýna þar tollseðilinn. Varð
Árni að sýna „kommandör kon-
ungs“ vegabrjef sitt frá Islandi.
Því næst fóru þeir að tollbúðinni.
og þar sýndi Árni „lautinantin-
um“ vegabrjef sitt. Þar spvirðu
menn skipstjórann livaða ókunn-
ugi maður þetta væri, sem fram-
vísaði vegabrjefi sínu. Sagði hann
að þetta væri íslendingur, og
landið væri slæmt, því þar yxi
ekki korn. Þá sagði vigtarstjór-
inn að sú þjóð gæti ekki haft
mikla krafta, sem ekki æti brauð.
En skipstjóri sagðist hafa reynslu
fyrir því, að Árni væri tveggja
manna maki. Þegar Árni kom frá
því að sýna vegabrjefið, var hann
kallaður á fund vigtarstjóra, er
vildi reyna hvort hann hefði
krafta í kögglum. Bað hann Árna
að lyfta tveim lóðum er hvert
vóg 10 lýsipund. Hann taldi að
sjer mvndi ekki verða mikið fyrir
því, tók vasaklút sinn og hnýtti
honum um handfangið á öðru
lóðinu og hálsbindi sínu um liitt
handfangið, en tyfti þeim síðan
með löngutöngum, sínu í hvorri
hendi.
300 mauns voru í tollbúðinni er
þessu fór fram og gat enginn gert
þessa aflraun neina Árni og mað-
ur einn frá Borgundarhólmi. En
livoruugr þeirra gat gengið með
lóðin úr sporunum.
Því næst kveðst Árni hafa farið
að heimsækja konu Mörks skip-
stjóra, er hann sigldi með frá ís-
landi. Skilaði hann kveðju manns-
ins til hennar og sagði henni að
hann væri heill og óskaadaður, og
honum liði vel að öðru leyti en
því, að hann dveldi fjarvistum við
hana. Sýndist honum sem hiin ekki
liði mikið við fjarveru bónda síns,
eins og hann bar það vel í Noregi
að vera án hennar.
Skipstjórakona þessi bauð Árna
að vera með sjer, uns hann hitti
einhverja landa f Höfn.