Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1939, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1939, Side 6
86 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Leyniþjónustci bresþu stjórnarinnar njósncinetið um allun heim Bretar veita árlega mikla fjár- hæð, 500.000 sterlingspund eða sem svarar 11 milj. króna. tii njósnastarfsemi stjórnarinnar „Seeret serviee“. sem kölluð er. Þingið veitir þetn fje á fjárlögum eins og aðra útgjaldaliði, en að- eins örfáir menn liafa nokkurn- tíma hugmvnd um hvernig fje þetta er notað. Einu sinni kom það fyrir að þingmaður einn í neðri máistof- unni vildi fá um það að vita, hvernig fje þessu væri varið. Þetta var nokkru fyrir heimsstyrjöld 1914. — Forsætisráðherrann, sem þá var Balfour, svaraði stuttur í spuna: Fyrsta skilyrði fvrir leyni- legri starfsemi er að hún sje leyni- leg. Var málið með því af dag- skrá. í raun og veru eru það aðeim. tveir menn sem vita glögg skil ú því hvernig þessu fje er varið. Og þeir vita þá líka hvaða árangur starfsemin ber. Annar þeirra er forstjóri fjármálaráðuneytisins, Sir Waren Fischer. Hann heldur sjálfur reikning yfir öll þessi út- gjöld, og færir þau inn í bók. Bókina geymir hann í traustum járnskáp og skilur lykilinn að skápnum aldrei við sig. Hinn mað- uirnn sem veit um þetta er Ííir Robert Vansittart í utanríkismála- ráðuneytinu. Ilann hefir skrá yfir nöfn allra þeirra manna sem starfa í hinni „leynilegu þjón- ustu“. Sjerfræðingar einir, ekki æfintvramenn. Almenningur veit því næsta lít- ið nm starfsemi þessa. Einsiaka sinnum kvisast ofurlítið vát um eitt og annað. sem njósnararnir komast að. Þegar hið mikla njósnamál kom upp í Ameríku ekki alls fyrir löngu, þá komst það út, að kom- ist hefði upp um spæjara þessa á þann hátt að breska leyniþjón- ustan hefði bent á þá, og hvernig lögreglan ætti að ná tangarhaldi á þeim. Leyniþjónustan breska hefði komist að því, að hár- greiðslustofa ein væri einskonar „pósthús“ fyrir spæjara, og bæki- stöð fyrir þá, en þaðan væri svo beint samband til Þýskalands. En allar skáldsögurnar um leyniþjónustuna eru lielber heila- spuni. Þar eru engir Sherlock Holmesar, aðeius sjerfræðingar, sem hafa tamið sjer að nota aug- un vel, hvar sem þeir koma og hvert sem þeir fara, menn, sem eru æfðir í að draga rjettar álykt- anir, og þekkja til lilítar allar þær starfsaðferðir sem notaðar eru í því mikla njónamáli sem nú nær um allan heim. Leyniþjónusta Breta er undir stjórn utanríkismálaráðuneytisins. En auk þess hefir landher, floti og lofther hver sína „þjónustu“. Frjettastofnun hermála hefir það sjerstaklega með höndum, að vinna gegn njósnum erlendra J)jóða. Það voru starfsmenn þess- arar stofnunar sem gáfu Banda- ríkjastjórn vísbendingu um, að Þjóðverjar vissu meira en góðu hófi gegndi um flugher Banda- ríkjanna. En út frá því spunnust spæjaramálin í New York. Starfsemi sú, sem vinnur gegn erlendum njósnum er margþætt. Eitt af því er það, að láta er- lendum spæjurum í tje rangar upplýsingar. Er það aðallega gert með þeim hætti að „merkum skjöl- um er stolið“, þ. e. a. s. það sem „skjölin" sýna er eintóm vitleysa, en þessi vitleysa er þannig útbú- in að erlendum spæjurum er ætl- að að trúa henni. I»að, sem Bretar sáu á Spáni. Það hefir verið venja í styrj- öldum, að þjóðir sem barist hafa, hafa boðið fulltrúum hlutlausra ])jóða að koma og vera sjónarvott- ar að bardögum. En þetta hefir ekki átt sjer stað hvorki í Kína, í Abyssiníu eða á Spáni. Þó geta menn verið vissir nm að spæjarar breska hersins hafa haft sín öruggu frjettasam- bönd á vígvöllunum, ekki síst í Spánarstyrjöldinni, því það ef al- kunnugt mál, að ýmsar þjóðir hafa notað ófriðinn á Spáni sem einskonar heræfingu með hin nýj- ustu vopn sín og manndrápstól. Fyrir tveiin árum síðan var or- usta liáð á Guadalajaravígstöðv- unum. sein talin var mesta or- usta með brynvörðum vögnum er háð hefir verið. Hundruðum bryn- varðra þýskra og ítalskra vagna var beitt í orustunni til þess að þeir gætu rutt Franeo braut til Madrid. En brynvagnaáhlaupi þessu var hrundrð með vopnum at’ nýrri gerð og áður óþektu her- bragði. , ' Það kom brátt Mjós, að breska herstjórnin t'ekk nákvæma vit- neskju um það sem þafna fór fram. Því undir eins var farið að vinna að alveg nýfri brynvagna- gerð fyrir Englendinga. En Þjóð- verjar t'leygðu óðara frá sjer 4 herdeildum ljettra brynvagna, sem hershöfðingjar Breta höfðu haft mjög illan bifur á. Ensku seudimennirnir á Spáni gáfu líka skýrslu um alveg nýja gerð sem þar sást fyrst af þýsk- um býssum sein ætlaðar eru til að verjast loftárásum, og notaðar hafa verið í liði Francos. Hvorki Spánverjar nje ítalir fengu leyfi til að koma nálægt þessum byss- um. Þýskir dátar og liðsforingjar einir handljeku þær. En samt frjettist strax í breska hermála- ráðuneytið um byssur þessar, ef sýndi sig að vera sænsk fram- leiðsla. Kom mjög fljótlega mikil pöntun frá bresku herstjórninni til sænsku verksniiðjunnar er gert hafði bvssur þessar. Þegar ráðist var á þýsku njósna- stöðina í Englandi. í sömu svifum og ófriðurinri braust út 1914 upprætti eiiska lögreglan alla njósnastarfsemi Þjóðverja í Englandi. Þetta gerð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.