Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Page 4
15G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mias -- ógleymanleg mynd I—T yrir nokkrum árum las jeg * í vikublaðinu „Hjemmet“ frásögn um Nias, eyland langt suður í heimi, þar sem skýrt var frá furðulegum siðum og hátt- um eyjaskeggja. Meðal annars var þar sagt frá, að Nias-búar, sem væru mjög litlir vexti, væri það leikur einn að stökkva yfir grjótgarða, 2 m. á hæð eða meira. — Þessari frásögn, svo ótrúleg, sem mjer virtist hún þá, skaut aftur upp í huga mjer, er jeg , hitteðfyrra var í siglingu umhverfis hnöttinn sem starfs- maður á skemtiferðaskipinu „Stella Polaris“, en við áttum að koma við á Nias. — Það sem hjer fer á eftir er þáttur úr dagbók minni, og er fyrri kafli hans skrifaður um leið og við er- um að fara frá Sumatra, en það- an er örskamt til Nias, en hinn síðari eftir að við ljetum í haf frá Nias. Við erum að fara frá borginni Sibolga á Sumatra. Sólin er að ganga til viðar og fegurra sól- setur hefi jeg aldrei sjeð. Eng- inn málari, hvorki Rembrandt, iNIichelangelo, Tizian eða Gaug- uin hefði megnað að gefa litum sínum líf til að lýsa þeim litum og litbrigðum, sem sólin, þessi undursamlega uppspretta alls lífs, varpaði á kvöldhimininn. Stundum var himininn eins og blossandi bál, maður fjekk glýju í augun af að stara á þetta lit- haf, purpurarautt, blóðrautt, logagjdt og grænleitt, öllu ægði saman. Og önnur litbrigði, sem jeg kann ekki að nefna,komu og fóru á víxl. Og úti við sjóndeild- arhringinn tóku skýin á sig hin- ar ferlegustu kynjamyndir. Þar var stórt hafskip. Mjer fanst jeg sjá greinilega fjóra í’eykháfa og stjórnpallinn og langan hvítan skipsskrokkinn og á öðrum stað voru ský, sem mintu mig svo mjög á Palm Beach á Florida-strönd, þar sem skýjakljúfar Miami-borgar báru skýrt við heiðbláan himin- HÖfundurinn og Niasbúinn .(Hit- inn fer illa með buxnabrotin!) inn. Sum voru há og mjó, sum ferstrend, en þau voru ekki ems og venjulega með mjúkum, bogn um línum. Nei, það var eins og borg í álögum sem jeg sá þarna í skini hinnar hnignandi sólar. — Að baki okkar var Sumatra, dimm og ógnandi með hinum þögla, drungalega frumskógi sín um, en framundan var ljósadýrð. Annar og vingjarnlegri heimur en sá sem nú var að baki oss. •— Svo fjell nóttin á, eins og einhverri töfravoð hefði skyndi- lega verið varpað yfir alt ljós. 1 hitabeltinu eru engin ljósa- skifti, ekkert rökkur, myrkrið fellur á án nokkurs bils milli ljóss og skugga. — Hitabeltis- nóttin er undarleg, þetta silki- mjúka, hlýja myrkur er svo ó- líkt því sem við eigum að venj- ast. Ekkert heyrist nema suð skordýranna í skóginum og mjúkt hljóð dýra, sem læðast milli kokos-pálmanna. Hin megna og svæfandi angan af Hibiscus- og Oleanderblómun- um berast að vitum manns bor- in af hægri næturgolunni. Manni finst maður heyra hvísl í krón- um trjánna, er hægur andvarinn bærir boli trjánna. Og uppi yfir hinum dimma, þögla skógi hvelf ist hitabeltishimininn. Þar uppi ljómar Suðurkrossinn sem er jafneinkennandi fyrir suðurhvolf ið, og Karlsvagninn fyrir norður- hvolfið, alt er stjörnum stráð, þær lýsa hver í kapp við aðra og himininn virðist enn fjarlægari og óendanlegri. En „Stella“ heldur áfram, leið in liggur til Nias, sem í ferða- lýsingunni ensku er kölluð „An unforgettable picture of a for- gotten world“. (Ógleymanleg mynd af gleymdum heimi). Nias er, eins og áður er sagt, smáeyja. Hún er um 120 km. að lengt og 45 km. á breidd og þjettbýl. Eyjarskeggjar voru til skamrhs tíma með öllu ósnortn ir Evrópumenningu, þrælahald o gmannát tíðkaðist og menn prýddu híbýli sín með höfuð- skeljum fallinna óvina. En Hol- lendingar hafa, hjer sem annars- staðar, gengið ötullega fram í að menta eyjarskeggja og gera land ið örugt fyrir ferðamenn og orð- ið mjög ágengt, enda kemur tals vert af fevðamönnum þangað á ári hverju. — Það var i dögun hinn 23. mars 1937 að „Stella“ varpaði akker- um utan við Telok Dalam, aðal- borg eða þorp eyjunnar, því haf skipabryggja er þar engin. Ströndin er vaxin pálmatrjám alveg niður í flæðarmál og öll virtist eyjan vaxin þjettum frum skógi. Svo voru farþegar okkar fluttir til lands á bátum og kom- ið fyrir í nokkrum bifreiðum sem þa rvoru til taks. Þær voru hrörlegar mjög, og virtust vera af ljettasta skeiði og sjálfsagt nýtir gripir fyrir 15 árum. Virt- ist mjer við fyrstu sýn mjög vafasamt hvoi’t við kæmumst á leiðarenda í þessum farartækj- um, en förinni var heitið til þorps, sem var góðan spöl uppi í fjöllum og ber hið einkennilega nafn Bawamataluwo, en þar áttu innfæddir menn að sýna hástökkið fræga og stríðsdansa. Alt gekk samt vel. Náttúru- fegurð var dásamleg, það glitti á fagurblátt hafið milli pálm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.