Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1939, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1939, Qupperneq 6
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS urinn er minni. Þegar líður á dagrinn lygnir. Sjórinn er nú orð- inn svo reiður, að liann getur ekki stilt sig. En honum reuuur samt reiðin sinátt og sinátt. Jeg hlustaði á pólitískar um- ræður í gærkvöldi. Ekki þó alveg allar, því að inrt í þær komu ensk- ar útvarpsumræður um Palestínu- málið. Og nærri má geta. hvort við, sem nokkurskonar málsaðil- ar urðum ekki að hlusta. Þar töluðu Maleolm Me Donald ný- lendumálaráðherra. einhver la- bourpartimaður, Davíð Lloyd Ge- orge og loks Sir Thomas Inskip. Þeir töluðu ca. 10 mínútur hver. Þeir komu inn í Einar Olgeirs- son og voru dálítið fram í ITer- mann Jónasson. Mest var gaman að heyra Llovd George, þó að auðheyrt væri, að hann er orð- inn gamall. Hann virtist drepa dálítið í skörðin, en bæði n:U- rómur. framburður og efni var í besta lagi. Enda kvað hann vera einhver mesti ræðumaður heims- ins. Svo hlýddi jeg á íslendiug- ana til enda. Mjer þótti það mik- ill galli á flestum ræðum stjórn- arflokkanna. hvað þær voru lít- ið pósitívar. Þeir voru að jagast við kommana. svara þeim og út- húða. En hví ekki heldur segja þjóðinni eitthvað um fyrirætian- ir og framtíð. Ræða Ólafs Thors bar af — og það langt. Nú er klukkan orðin 8 og veðr- ið er fagurt. Við getum vonast eftir að ipjá land innan skamms. .,Bat of Lewis“, nyrst á Suður- eyjum. Jeg orti þetta í dag, og er það eitthvað það allra besta, sem jeg hefi nokkurntíma ort. Má af því marka minn skáldskap. — Eins og allur góður skáldskapur þarfn- ast þetta kvæði skýringa. (Eða er það þvert á móti að það sje vondi kveðskapurinn. sem þarfn- ast skýringa, jeg man það ekki). — Rjett áður ei> við fórum af stað varð tíðrætt um það, hvað við mundum geta gert okkur til dægrastvttingar á leiðinni. Þá sagði einhver: Skyldi A’era hljóð- færi um borð ? Annar svaraði: Vitanlega er flygel um borð. Út af því kom andinn, og hefir hann nú brotist um í mjer í nærri viku, enda er niðurstaðan eftir því. í lýgillinn á Fulton. Um flýgilinu á Fulton jeg frægan vrki brag. Og síðan býð jeg samkepni að setja við hann lag. A flýgilinn á Fúlton jeg flyt það snildarlag. Og aftur1 fæ jeg áskorun að yrkja nýjan brag. Um flýgilinn á Fúlton, og fólkið hlustar á. En hvar þetta alt saman endar er ekki gott að sjá! , Hjer geta menn sjeð hvernig jeg yrki. Efni og form, alt í fullu samræmi. Nú er komið kvöld. Suðureyj- ar sáust um níuleytið. Fallegur vitaturn, sem sendi okkur fyrstu kveðju eftir útivistina á hafinu. Skip siglir framhjá, togari. Nú erum við inni í sundiuu milli eyja og lands, og alt er í friði. Mörg skip, og vitar blika og ekkert haggast. Hvílíkur munur. Nú er ekki eins og við sjeum að hrekj- ast innan í blikkbrúsa, heldur erum við á skipi, sem flýgur áfram með 8 mílna hraða. Já, Fúlton. Hvernig er Fúlton? Hann er eitt af hundruðum skipa, sem Norðnienn nota til þess að sigla um allan heim. Hann er 1500 smálestir, gamall og hvergi fínn. Járn er í þilfari og annað ekki, nema á brú og fram á. Stýrt er með stóru ratti án vjela- krafts, nema þegar mest liggur á snöggum vendingum. Vjelin gerir sína 65 snúninga og brúkar ekki of mikið af kolum. Ekkert, rafmagn, heldur olíulampar. Eng- in miðstöð, heldur kabisur. Eng- in loftskeytatæki með loftskeyta- manni hálfdauðum úr leiðindum. Engin miðunarstöð nje dýptar- mælir. Einn skipstjóri, tveir stýri- menn. tveir vjelmeistarar, bryti og vikadrengur, 5 hásetar og 4 kyndarar = 16 manns alls. Ekkert örvggi á sjónum! hróp- ar sigurjónskan. En miklar sigl- ingar. Hjer er gömul og seig menning að veði, siglingamenning Norðmanna. Svona geta þeir kept um siglingarnar við aðrar þjóðir. Með þessu sigla þeir inn hundr- uð miljóna króua á ári hverju. A svona skipi sigla þeir með farm, sem gefur jafnmikið í aðra hönd eins og farmur, sem flutt- ur er með miklu dýrari útgerð þeirra, sem halda að þeir sjeu miklir menn í krafti fínheitanna. lljer hafa þúsundir manna góða atvinnu, við öryggi, sein er eins mikið og öryggi alls þorra manna. og að mins'ta kosti miklu meira en öryggi fiskimannanna flestra. Islendingar hafa alt nema vits- muni og menningu til þess að gera eins og Norðmenn í þessu. En með öryggisráðstöfunum og flottheitum koma þeir í veg fyr- ir þenna mikla atvinnuveg, sem virðist liggja opiun fyrir. A þann hátt fá svo Islendingar það eina öryggi á sjó, sem er alveg trygt, en það er að t'ara alls ekki á sjó af því að sigliiigar þeirra borga sig ekki þegar til raunverulegrar samkepni kemur. Hjer er eitt af mörgum verk- efnum nýju stjórnarinnar: Utan- ríkissiglingar. Vinna þær upp hægt og hægt með því að styðja framtak þeirra, sem liafa vit og vilja til þess að ráðast í þær. Ekki vantar okkur sjómennina nógu röska og starfhæfa. Ekki skips- stjórnarmenn heldur nje vjela- menn. Hvers vegna mega menn ekki kaupa sjer svona dalla og sigla ínn peninga í friði fyrir löggjöfinni, stunda einn af trygg- ustu atvinnuvegum bæði fyrir líf og fje þeirra, sem að því vinna? Fátt er það, sem eins lítið kapi- tal stendur í eins og siglingar með þessum hætti Væri nokkuð á móti því að sigla inn svona 10 —20 miljónir króna á ári hverju, fá „ósýnilegar tekjur“ á greiðslu- jöfnuðinn á móti „ósýnilegu gjöldunum“, sem nú ætla að sliga okkur ? Jeg ætla að lofa öðrum að svara þessu, en fara sjálfur að sofa, því að nú er klukkan eitt og mikið að gera á morgun. Fimtudagur 25. maí. Fagur dagur! Sólskin og besta skygni, sljettur sjór og land á bæði borð. En sá munur eða úti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.