Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1939, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 á auðu hafinu lömdu af storm- unum. Ofí svo sjer maður sjer ýmis- legt merkilegt og í vissu falli ó- vænt. Hjer er Hollendingshatt- urinn. ★ En bak við hana er þó enn merkilegri eyja. en }>að er Staffa, stuðlabergseyjan með Fingals- hellinum, sem er heimsfrægur og nefndur að mig minnir í landa- fræðum Bjarna Sæmundssonar og Karls Finnbogasonar (jafnvel með mynd). En lang merkilegust er þó þriðja eyjan, sem við höfum far- ið hjer framhjá, en það er Iona, þar sem klaustrið mikla var forð- um, þessi volduga trúboðsmiðstöð, sem sendi trúboða um meginland Evrópu. Hjer er hún þessi eyja, að mestu berar klappir, en á stöku stað er ljós sandur í fjöru og græn túnrönd fyrir ofan. Þar eru húsin. Þennan stað völdu þeir sjer þessir heilögu menn. Hjer sátu þeir utan við heiminn og höfðu þó meiri áhrif á heiminn en flestir aðrir. Fram undan stendur vitaturn upp úr sjónum, aleinn á eyði- skeri. Jafnvel nú rísa brimskafl- ar umhverfis hann. Þar má hafa verið einmanaleg vist áður en loft- skeyti og radio komu. Jeg sá í kíki mann ganga frá vitanum þessi þrjú til fjögur skref, sem hægt er að komast eftir skerinu. og srnia síðan aftur og hverfa inn í vitaturninn. Það er einmana- legt en merkilegt starf að gæta slíks vita, ekkert annað en kynda vitann til þess að öðrum hlekk- ist ekki á, standa í sjórokinu með ekkert nema brimin og haf fyrir augum og þenna eina titrandi strók, og halda rúðunum fægð- um til þess að ljósið geti borað sjer sem lengst inn í hríðar- þyknið og varað við. í kvöld kom hjer yndislegur gestutr, örlítil svala. Jeg veit ekki hvað hefir gengið að henni, en hún hlýtur að hafa flúið undan einhverri hættu, því að hún vildi helst troða sjei einhversstaðar inn. Hún flaug eftir öllum göng- um og inn um dyr og glugga. Hún fór yfir axlirnar á okkur og milli okkar, altaf jafn fögur, hvort sem hún var á fótum eða flugi. Hjer ljeku líka máfar skemtilegan sjónleik fram á. Nú er vitinn mikli að hverfa og jeg fer „til kojs“. A morgun Cordoisan, þ. e. fast land undir fótum. ri---1 r=w=-=i n f=i m-at=n--un Silungur □ (Lag Sehuberts: ..Die Forelle“.) Það leikur ljós á iði und laufi’ í grænum skóg og syngur flúð í friði, þar fann jeg gleði og ró. I læknum lítil branda sjer ljek í bláum hyl og vissi ei slíkan vanda: að væri öngull til. Hún blakar bleikum uggum um bakið skúragrá og felst í skor og skuggum og skýst sem elding frá. Svo full af fjöri og þokka hún felst und vatnsins gljá. En þann er ljett að lokka, sem litla reynslu á. — Þú varðist agni og átu hins æfða veiðimanns, en svik þig sigrað gátu; þú sjeð ei gast til lands, hann gruggar lækinn ljósa, svo lífið fengi’ hann þitt, jeg sá hann sigri hrósa. — Ó, silungsflónið mitt. B. B. Vísindamenn, sem rannsakað hafa dýpi úthafanna, segja, að mesta dýpi, sem til sje í sjó, sje við Fillipseyjar. Þar hefir verið mælt 10.800 metra . dýpi. Það myndi vanta 2 kílómetra til að hæsta fjall heimsins, Mount Ev- erest, næði frá hafsbotni til yfir- borðs sjávar. ★ Bærinn Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum á sjerstætt heims- met. Það eru fleiri bílar en íbúar í bænum, eða 290.000 bílar á móti 270.564 íbúum. Smælki. — Hugsaðir þú ekki til hennar litlu systur þinnai þegar þú borð- aðir öll eplin? Hans litli: Jú, er* ekki fvr en jeg var búinn að borða þau. — Jeg sje enga ástæðu til þess að þú sýnir mjer ókurteisi rneð því að slá boltann svona, Alfreð. Getur þú ekki gert greinarmun á því, »ð þú ert að spila tennis við kvenmann. — Má bjóða þjer vindil, vinur? — Nei takk, jeg er hættur að reýkja. — Hvað heitir hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.