Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Page 2
220
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Rúnaristur yfir hellismunnanum.
eða strompur, höggvinn upp úr
berginu, kringlóttur og liart nær
meter í þvermál. Við strompinn
settu þeir trönur og höfðu þar í
hleypiblökk, og -.Irógu síðan ruðn-
inginn upp úr hellinum í körfum,
og beittu hesti fvrir dráttinn.
Efst í hellinum var aðeins mold.
sem fokið hefir inn, eða hrunið
niður um strompinn og borist með
leysingavatni. En undir moldinni
var komið niður 6 tuð, og var það
mjög þykt. eða nokkrar skóflu-
stungur. Sáust þar énn í heil
kindaspörð sums staðar, eiula var
ekki um neitt að villast að þetta
var sauðatað.
-¥>
ður en lengra er haldið, er
rjett að lýsa hellinum eins og
liann er nú eftir uppmoksturinn.
Hellismunninn er suunan í holt-
inu og lægð fram úr holtinu fyrir
framan hann. Holtið er lágt, og
umhverfis það eru seftjarnir. Hell-
irinn snýr hjer um bil út og suður.
Víkkar hann þegar til beggja
handa þegar inn úr munnanum kem
ur. Er lengd hans um 45 fet, en
breiddin víðast hvar um 15 fet, en
þó er hann ofurlítið misbreiður.
Hæðin er víðast hvar um 6 fet.
Veggirnir eru allir ósljettir og loft
ið flatt og hrufótt nema í svo sem
fjórða hluta hellisins. Þar er fal-
lega bogamjmduð hvelfing í hálfu
þakinu og vesturveggurinn sljett-
ur þar. Og þar inst í horninu er
strompurinn, og ber næga birtu
yfir þetta svæði. En gaflinn er
ekki sljettur, heldur er því líkast
sem hellirinn hafi átt að lengja
enn meira; sjást þar enn meitil-
för og hvernig höggvið hefir verið
fyrir stóru stykki, sem átt hefir að
sprengja úr veggnum.
Ekkert fanst merkilegt í hell-
inum, nema einmitt á þessum stað,
undir hvelfingunni. Þegar komið
var þar niður iir tað.'nu, tók við
glerliörð leirskán, um 3 cm. að
þykt. Er það eflaust gömul mold
og leir, sem borist hefir inn um
strompinn löngu áður en farið var
að hýsa þar f je. Þar utidir var þykt
lag, alt að því skóflustungu, af
heyi og mosa og verður ekki betur
sjeð en að heyið sje sef úr tjÖrn*
Unum þar í kring. Hefir þarna
verið beðja af því. Þar undir kom
golfskán og var að henni sterk og
vond. lykt. Annars staðar í hell-
inum varð ekki vart yið golfskánf.
Það væri nú freistandi að hugsa
sjer að þetta hefði í fyrndinni
verið mannabústaður, að undir
hvelfingunni hafi verið afþiljað
eða aftjaldað herbergi og stærð
þess um 17X8 fet Sef hefir verið
haft á gólfinu til að varna gólf-
kulda og til að sitja í því og
sofa á því. Er algengt að finna
þess dæmi í fornum. sögum að
hálmur var hafður á gólfi og að
menn settust í hálm, þótt í miklu
vistlegri hýbýlum væri en þessum.
Hafi maður eða menn búið í þess-
um helli, þá er ekkert líklegra
en að þeir hafi haft hey til skjóls^
og ekkert hey var betur til þess
fallið en sefið. Glugginn var nógu
víður til þess að gefa full sæmi-
lega birtu til hvers er vinna skyldi
þar inni, og hefir því ekki verið
svo óvistlegt þar inni sem margur
skyldi ætla.
Aðrir hlutar hellisins stinga
mjög í stvif við þenna hluta. Eru
þar veggir og gólf ósljett og
meitlaförin alls staðar, djiipar og
mismunandi stórar holur. Auk
þess er þakið flatt, eins og áður
hefir verið sagt.
Það getur nú skeð, að hellirinn
hafi ekki verið upphaflega eins
og hann er nú, heldur hafi hann
verið stækkaður, þegar farið var
að hýsa fje í honum fyrst. Á það
gæti bent mylsnuhrúga af mó-
hellu, sem var undir endilöngum
austurvegg, að hellirinn hafi verið
víkkaður til skepnugeymslu og
menn hefði ekki hirt um að
hreinsa hann fúllkomlega, eða eigi
uent að moka öllu ruslinu út. En
það er að sjálfsögðu ekki fyrir
mig, heldur fyrir fornfræðinga,
að kveða upp dóm um það hvernig
hellir þessi er til orðinn og hvort
hann hefir verið notaður til ann-
ars en að hýsa í honum sauði.
I lýsingu á helli hjá Þorleifs-
stöðum í Hvolhreppi, segir Brvnj-
ólfur Jónsson að það sje auðsjeð
að hellirinn hafi upphaflega verið
í tvennu lagi með þunnu skilrivmi
á milli, en að þetta skilrúm hafi
síðar verið brotið niður. Má vera
að þessi hellir hafi verið eins, en
þá hefir skilrúmið verið vandlega
brotið, því að ekki sjest neinn
vottur þess. Gæti þá skeð að mylsn
an við austurvegginn væri úr því.
★
egar þeir Traðhyltingar höfðu
mokað upp hellirinn, sáu
þeir að hann var besta fjárhús.
En þó þurfti að laga innganginn
nokkuð, og gerðu þeir það á þann
hátt, að hlaða göng þar fyrir fram
an og setja hurð fyrir.
Ofan á hellismunnanum var
grasi vaxin þúfa og slútti grasið
fram yfir munnann. En þegar
þessari þúfu var mokað burtu,
kom í Ijós ofurlítið bogadregin
hella yfir innganginum. Á miðju
hennar var fágaður flötur, og á
þann flöt ristir nokkrir rúnastaf-
ir. Ilafa þeir skemst af mosa-
vexti og bleytu og ekki allir læsi-
legir, því að á dálitlum bletti hef-
ir molnað úr berginu. Virtist mjer
sem þarna mætti enn lesa: SIH
L ..,. S.
Af gerð rúnanna má máske ráða
um hvaða leyti þær eru ristar. Ef
til vill hefir sauðamaður sá, er
gætti fjár í hellinum, gert það að
gamni sínu að rista þær?
í þessum helli hjá Traðarholti
fanst ekki annað en jeg hefi nú
skýrt frá. Var leitað með logandi
ljósi um hann allan af heima-