Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 höfðingjar væru að mætast! Nú var ekkert vonleysi eða neinn sorgarblær yfir hljómlist- inni. Og skildingunum rigndi eins fljótt og hinn gat gripið. Það er ótrúlegt hvað sterk bönd geta tengst milli manna, sem eng- in deili geta vitað hverir á öðr- um. En það var ekki um að vill- ast, hjer voru sterk bönd tengd, lífgandi og vekjandi straumar geugu á milli, tónarnir upp og skildingarnir niður. Eftir dálitla stund veifuðum við til þeirra. Þeir hættu. Kvöddu ineð virktum. Bjuggust til brottferðar og hurfu eins og örskot niður eftir götunni. Næsta kvöld vorum við komin til Granada. Það var þreytandi ferð. Við vorum komin í gisti- hús þar við aðal torgið. Útsýnið er mikið og fagnrt, alla leið upp til Mulaliacen, hæsta tinds í Ev- rópu utan Alpafjalla. Asnarnir rumdu á torgiim og umferðin glamraði. Þá var alt í einu eins og leiftri slægi niður milli okkar. Klukkan var 9. „Nú eru vinir okkar í Se- villa vafalaust að hefja tónleik- ana fyrir utan Lion d’or!“ Það hafa vafalaust verið fjarhrif, svo skyndilega og óvænt kom þetta upp í huga okkar. Við gengum út á svalirnar. Þar skarkaði í vögnum og asnar rumdu. En engir ldjóðfæraleikar- ar voru þar. Og engum skildingum liefir ringt niður af svölunum á Lion d ’or. ★ Það var orðið dimt og ljósin voru kveikt í landi. Það var eins og ljósin kæmu út úr klettinum sjálfum. Húsin eru svo samlit. Næstum því eins og sæi í elds- glæður uudir öllu bákninu. Haldið var \it flóann og fyrir Evrope Point, en síðan var stefnan tekin á Cap Gata. Veðrið var gott en svalt. Sunnudagur 4. júní. Viðburðalítill dagur, en fagur og notalegur. Nokkur ský eru fyrir sólu, svo að hitiun er mjög í hófi. En hitt er lakara að þokan byrgir að mestu landsýn til fjallanna. Þegar líður á daginn og við nálg- umst Sierra Nevada fara þó fjöll- in að standa upp úr, eða eggjarn- ar. Og svo sjest ströndin líka og sólskin yfir öllu. Alt í einu sjáuin við fjallsbrúu, ótrúlega hátt upp. Við hjeldum fyrst að það væn dökk skýjarák. En það var ekki. Það var fjall. Þokan greiddist meira í sundur, og nú sáum við tindinn sjálfan í móðu. Það var ekki um að villast. hjer var sjálfur Mulahacen, mikill um sig og herðibreiður. Hann horfði yfir öll ský og alla þoku- bakka og skygndist eftir Afríku- ströndinni í fjarska. Mjer fanst jeg næstum því kaunast við hann frá 1934. En þá sáum við hann úr hótelglugganum okkar í Granada og ekki líkt því eins háan, því að þá vorum við sjálf komin hálfa leið upp til hans. En hjeðan, neð- an af sjónum, var hann stórkost- legur í sinni fjarlægu tign. Hann fylgdi okkur fram undir kvöld. Síðast sáum við Rollands-borðið, fjallhöfða einn. Vitinn þar fyrir framan var það síðasta sem við sáum af Spáni áður en við fórum að sofa. Fulton snýr nú stefni beint til Genúa. Mánudagur 5. júní. Þegar jeg kom upp í morgun (og jeg tek það fram, að jeg kem oftast allsnemma upp á þilfar, þótt út af gæti brugðið) var síðasti höfði Spánar að hverfa, en það er Cap Palo fyrir norðan Cartagena. Þetta var þá Fulton búin að bera okkur frá því á miðvikudag- inn var, er við sáum fyrst Cap Villano á norðvesturhorni Spánar Nú var suðausturhorn hans að hverfa eftir 5 daga harða viður- eign, eða rjettara sagt eftir 5 daga góða sambúð. — Blessaður og sæll Spánn minn, og líði þjer ætíð vel! I dag er öll skýjaslæða á brott rekin og sólin hellir flóði sínu vfir okkur beina leið af himnum ofan. Það liggur við að jeg sje ekki maður til þess að taka A'ið öllum þessum gæðuin. En jeg reyni samt að bera mig manna- lega, sit á þilfari og les Kon- ungabækurnar. Það er einhver mesta hryðjuverkasaga, sem jeg hef lesið, næst sögunni af Villifer frækna. En sá er munurinn að Villifer og haiis nótar drápu menn af eigin geðvonsku og ímynd uðu hreystihugsjón, en konungar ísraels gerðu það að beinni skip- an Jahve. Sagan af Jehú er ægi- legasta dæmið. Hann gerir, að beinu boði Jahve, uppreisn móti konungi sínum. Byrjar á því að drepa hann með eigin liendi. Þá drepur liann og Ahasja Júða- konung, af því að hann var þar staddur í heimsckn. Þá lét hann henda konungsmóðurinni út um glugga, svo að hún beið bana. Og svo gleymdist að jarða hana þang að til ekkert var eftir af henni nema hauskúpan og fætur og hend ur. Hitt liöfðu bundar jetið! — Næst ljet hann slátra í einu sjö- tíu sonum Akals og þóttist helst livergi nærri komið liafa. — Rjett á eftir inætti hann bræðrum Ahasja Júðakonungs, sein liann var nýbúinn að drepa. Þeir voru á friðsamlegu ferðalagi að heim- sækja móður sína og komu Jehú ekkert við. Eu honum þótti viss- ara að láta slátra þeim. Þeir voru 42. Þá brá hann sjer til og ljet drepa alt, sem eftir var af ætt- mönnum Akabs . samkvæmt orði Jahve, því er hann liafði talað til Elia“. — Þá safnaði liann saman, undir yfirskini vináttu, öllum Baalsprestum og Baalsdýrkendum, svo að musterið varð fult endanna milli. Þegar öllu þessu var vel fyr- ir komið, Ijet Jehú hermenn ganga á röðina og drepa hvern einasta mann, sem þar var inni og kasta búkunum út. „Þannig útrýmdi Jehú allri Baalsdýrkun í Israel“. En í Suðurríkinu, Júðaríki, sat nú konungsmóðirin, Atalía. Húii liefir víst verið í sárum eftir lát föður og móður, og svo eftir dráp Ahasja konungs, sonar hennar og 42 bræðra hans. En livað segir ritningin: „En er Atalía móðir Ahasja sá, að sonur hennar-var dauður, fór hún til og drap alla konuugsættina“. Þau höfðu átt að taka saman, Jehú og Atalía! Hvílík regin fjarlægð er ekki frá þessu til Jesú Krists! Jeg held að áhugiun á þvi að geyma verð- mæti gamla testamentisins — og þau eru mikil og stórfengleg —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.