Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 347 hrekja okkur æ lengra til hafs. Varnarlaust var þetta litla skip á reki burt frá landi, þar sem ást- vinir og heimili fámeimrar skips- liafnar þess biðu, biðu og gátu ekk ert gert nema bíða og vona. Og nóttin sú var lengi að líða. ★ Með morgninum rofar nokkuð til, hríðin er ekki eins mikil og áður. Þetta er sunnudagurinn 2. maí, sem nú er runninn upp yfir okkur. Óneitanlega kom hann með nýjar vonir, færði nýtt þrek í hina þreyttu skipshöfn. Nú var tekið að reyna að koiua upp rjettingu, reyna að reisa ein- hverjar masturspírur og tjasla á þær segllöppum. Nokkuð af þvi, sem brotnað hafði ofan af skip- inu, er við fengum áfallið, hjekk utanborðs fast við það á vöntum og stögum. Úr þessu var nú Cap- ella rigguð á ný. Gaffall og bóma voru notuð fyrir möstur. Spruð- ið var heilt og varð því notað. Upp á þetta var svo tjaslað fokk unni, sem lafað hafði á skautinu við skipið og ennfremur klýfir og gaffalsegli, er við áttum í lestinni og nú kom í góðar þarfir. Kl. um 8 á sunnudagsmorgunin var sigl- ing hafin og nú siglt eins nærri vindi og tök voru á, í áttina til lands, en landalaust var þá með öllu. Var nú siglt. fram eftir degi. Batnaði veður er á daginn leið, birti og hægði nokkuð. Hvassviðri var þó enn og frost hart. Seint um daginn sáum við svo land. Vor um þá all-langt suður af Látra- bjargi og var Snæfellsjökull það land, er við sáum fyrst. Miðaði okkur fremur hægt áfram, þar sem seglaútbúnaður var ófullkom- inn eins og fyr var greint. Sigld- um við alla næstu nótt, allan mánudag og komum að landi við Ólafsvík á þriðjudagskvöld 4. maí. Voru þá sem næst 3 sólarhringar frá því er við fengum áfallið. 'k Þessari sögulegu ferð okkar var nú lokið. Það sem vafalaust hefir átt drýgstan þátt í, að ekki fór ver en fór, hygg jeg að verið hafi hversu vel var fyrir komið í lest- unum. Þar haggaðist eiginlega ekkert, þrátt fyrir veltuna. í Ólafsvík fengum við liinar bestu móttöku-r og aðhlynningu. Sjórjettur var haldinn þar af sýslumanni, Lárusi H. Bjarnason. Eftir hálfs mánaðar dvöl þar var Capella dregin vestur til Þingeyr- ar. Voru þá meiðsli skipstjóra og hásetans, er viðbeinsbrotnað hafði, nokkuð gróin. Við hinir höfðum sumir marist og orðið fyrir öðru hnjaski, en ekki varð það mjög að meini, enda þótt lengi síðar bærum við þess merki. Þannig segist Kristjáni Egils- syni stýrimanni á Capellu frá þess um sjerstæða eða að öllum líkind- um einstæða atburði í íslenskri sjó ferðasögu. Sú saga er löng og víða „œgirúnum skrifuð". Hún er saga djarfhuga baráttu — baráttu, sem er háð enn þann dag í dag. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Smælki. Skautadrotningin, sem fjekk at- vinnu í þvottahúsi. — Þú þarf ekkert að lijálpa mjer, Maggi. — Jeg skal sjálf finna hvaða hnapp á að þrýsta á til að rúmið fari niður. Skák. Bournmouth 1939. Niemzo-indversk vörn. Hvítt: S. Laundau. Svart: S. Flohr, 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. e3, (Betra og venjulegra er Dc2) 4......0—0; 5. Bd3, d5; 6. Rf3, c5; 7. 0—0, Rc6; 8. a3, Ba5; (Nýjasta leiðin. Rússneskir meist- arar hafa mælt með þessum leik og skýrt hann) 9. cxd, exd; 10. dxc, BxR; 11. pxB, Da5; (Það er augljóst, að svart hlýtur að rinna peðið aftur. Hinsvegar á (ívítt tvo biskupa í opinni stöðu L2. Dc2, Dxc5; 13. a4, IIe8; 14. Ba3, Da5; 15. Hfbl, Dc7; (Auðvitað ekki b6, vegna 16. Bb4, og svarta drotningin fellur) 16. c4, (Vel leikið. Hvítt á nú allar línur opnar og miklu betri stöðu) 16.....pxp; 17. Dxp, Be6; 18. Dc2, Bd5; 19. Bb2, De7; 20. Ba3. Dc7; 21. IIb5, (Sterkur leikur. Ilvítt hótar meðal annars Bxh7+) 21.....BxR; (Svart á mjög erf- iða stöðu. Ef 21....Be6; þá t. d. 22. Rg5. En hins vegar opnar svart, með hinum gerða leik, g- línuna sem er mjög hættulegt, þar sem það margfaldar sóknarmögu- leika hvíts kongsmegin) 22. pxB, a6; 23. Hg5, h6; 24. Hg2, Hac8; (Svart valdar drotninguna til þess að losa riddarann) 25. Hcl, Hcd8; 26. Khl, Kh8; 27. Hcgl, Hg8; 28. Bb2, Dd6; Staðan eftir 28. leik svartn. 29. Bh7!, (Hótar BxH og ef hrókn- um er bjargað, Hxp. Ef 29........ RxB; þá 30. Hxp, HxII; 31. IIxH, Rf6; 32. Dh7 mát) 29.......Rb4; 30. Df5, g6; 31. BxII!!, pxD; 32. IIg7!, Rg4; 33. HxR-f, (Hvítt sjer ekki mátið 33. Hh7-j- og 38. Hh8 mát) 33......f6; 34. Hg7, Hd7; 35. HxH, og svart gaf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.