Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Side 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS S7I i Finnlandi, en þar þekkir liann líf, kjör og háttu fólksins út í œs- ar. — Lífsbaráttan er hörð, fólk- ið gróft, fátæktin oft mikil. Hið blíða og viðkvæma verður oft troð- ið undir fæti. Unga, fíngerða stúlkan Silja, sem fædd er til að elska og dreyma, verður úti í hin- um nöpru næðingum umhverfis síns. Hún er blómið, sem bliknar í örmum hjelunæturinnar. — Eng inn fær lesið Silju svo að hann fyllist ekki grátskyldri samúð með henni. Lýsing Sillanpáá á hinni ungu, umkomulausu stúlku er áreiðanlega með því allra besta, er þekt er í bókmentum Norðurlanda. Enda var það álit margra bókmentafróðra manna, að aneð þeirri bók hefði höfund- urinn átt að fá Nóbelsverðiaun- in. Og nú, eftir nokkur ár, hefir það álit verið staðfest með úr- skurði sænska Akademísins. H. T71 rans Eemil Sillanpáá er fæddur í Tavastkyro 16. sept. 1888. Hann er kominn af fá- tæku foreldri. Hjet faðir hans Frans Henrik Sillanpáá, en móð- ir hans Lovisa Wilhelmina ís- aksdóttir. Þrátt fyrir fátækt komst hann til menta og varð stúdent tuttugu ára gamall. Hann innritaðist þegar í lækna- deild háskólans í Helsingfors, en úr námi þar varð lítið, og gaf hann það brátt upp fyrir öðrum áhugamálum, er nú fóru að sækja á hann — ritstörfunum. Hann las feiknin öll af úrvals bókmentum á þcssum árum, og fór að skrifa smásögur, er birt- ust hingað og þangað. Fyrsta bók hans (Lífið og sólin) kom út 1916. Þrem árum síðar kom út allmikil skáldsaga, er gerist í Finnlandi í frelsisstríðinu 1917-- ,‘1918, og heitir á finsku Hurskas kurjuus, en í sænskri þýðingu Det fromma elándet. — Bókin vakti svo mikla athygli, að Sill- anpáá hlaut allrífleg rithöfund- arlaun árið eftir, setn hann hefir haldið síðan. Fyrir fáum árum voru þau hækkuð að mun, sVo að nú hefir hann hæst latin allra ríthöfunda í Uinnlandi. Síðan hef At Sillanpáá verið mjÖg afkasta- mikill rithöfundur, og er Silja eitt af seinni verkum hans — og sennilega það, sem náð hefir mestri útbreiðslu. Sillanpáá kvæntist árið 1916 Sigrid Maria Salomáki, dóttur fá- tæks alþýðumanns. Hafa þau eign- ast sjö dætur. Er sú elsta stúdent og stundar nú málfræðinám í Helsingfors, en sú yngsta er lík- lega enn í vöggu. — Um skeið bjó hann í Borgá, en flutti til Hels- ingfors fyrir allmörgum árum. — Hann á skemtilegt sumarsetur úti á landi og dvelur þar öllum stund um á sumrin, því hann er sveit- elskur maður. Sillanpáá hefir fengist allmikið við blaðamensku, og árin 1925 og 1926 var hann ritstjóri finska blaðsins Pano. Þegar jeg og kona mín vorum á ferð í Helsingfors í febrúarmán- uði 1938, höguðu atvikin því þannig, að við heimsóttum rithöf- undinn. Það var þó fjarri því, að við værum að trana okkur fram við hann, og höfðum við alls ekki látið okkur detta í hug að líta þenna fræga mann augum í ferð- inni. — En svo vildi til, að vinur okkar Arnold Nordling dócent í norrænu við Helsingforsháskóla, er verið hefir hjer þrisvar á ís- landi, m. a. á Alþingishátíðinni, og manna best greiddi götu okkar í Finnlandi, hitti Sillanpáá á götu í Helsingfors, en þeir eru góðir kunningjar, og sagði honum frá því, að hjón utan af íslandi væru stödd í bænum. Þetta varð til þess, að Sillanpáá bauð okkur heim á- samt Nordling og öðrum finskum mentamanni, er Sillanpáá hafði kynst á íslandi 1930. Sillanpáá ákvað svo dag og stund, er við skyldum koma, en þá stóð svo á, að Nordling gat ekki orðið með. — Við hjeldum til bústaðar hans, Fredriksgatan 75, sem er geysimikið sex hæða hús, þar sem hann býr á efstu hæð. — Húslyftan sá um það, að fyrirhafnarlaust var að komast upp. Við hringjum dyrabjöllunni. Ung og falleg stúlka kemur til dyra. Hún kynnir sig sem dóttuf Sillanpáá, býður okkur velkomin og afsakar að faðir sinn hafi horf- ið frá nokkrar mínútur með vini sínum frá Stokkhólmi, er staddur hefði verið hjá honum, en væri nú að leggja af stað heimleiðis. Stúlk- an býður okkur til sætis í rúm- góðri og bjartri skrifstofu föður síns, sem prýdd er málverkum. Meðfram veggjuuum rísa háir bókaskápar, fullir af bókum, en á miðju gólfi stendur stórt reyk- borð og á því flaska með rauðu víni og tveim staupum. Það mátti sjá, að húsbóndinn hafði verið að drekka skilnaðarskálina með gesti 6Ínum. Við höfum ekki setið þarna nema fáar mínútur, þegar við heyr um mann koma inn í ganginn. Hann gengur stórum, þungum skrefum. Hurðinni er hrundið upp og inn kemur Sillanpáá. Hann er í hærra meðallagi á vöxt, alt að því tvíbreiður með allmikla ístru. Höfuðið er stórt, nærri sköllótt. Augun stór, móbrún, skær og gáfuleg. Hann nemur staðar í dyr- unum eitt andartak með hálf út- breiddan faðminn eins og faðir, sem er vanur því að börnin hlaupi upp í fangið á honum, þegar hann kemur heim. Þvínæst heilsar hann okkur og býður okkur velkomin af innilegri alúð, og telur sjer vera að því mikla gleði að sjá ís- lendinga á heimili sínu. Hann af- sakar með mörgum orðum, að hann hafi ekki verið heima er við komum. Ástæðan hafi verið sú, að skáldbróðir hans frá Stokk- hólmi, ljóðskáldið Erik Lindorm, hafi verið í heimsókn hjá sjer, og hafi hann fylgt honurn á járnbraut arstöðina, eftir að þeir hefðu átt indæla stund saman. Hann spyr okkur, hvort við könnumst við Lindorm. Jeg kveð svo vera, þar eð jeg hefi lesið flest bestu kvæða hans, og dáð þau mjög. Þetta verkar strax sem meðmæli með okkur. Sillanpáá leikur á als oddi og talar mikið. Sennilega er hann ör- lítið hýr. — Mest talar hann um ísland. Hann segir frá dvöl sinni og konu sinnar á Alþingishátíð- inni. Það er margs að minnast. Ein minningin rekur aðra me'ð miklum hraða. Hin dýriega land- sýn, er skipið nálgaðist Eyjafjalla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.