Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
87»
jökul á himintærri júnínótt, og
blár Guðnasteinn gnæfði eins og
goðahásæti! upp úr breðanum. ís-
lensku fjöllin og hraunin, ekkert
á Finnland þessu líkt. En mjög
saknaði hann skóganna, og ekki
gerði hann ráð fyrir, að hann gæti
lengi fest yndi á íslandi, því ylli
einangrunin. Þau hjónin höfðu
dvalið hjer hálfan mánuð og kon-
unni hans hafði verið farið að
leiðast. Án efa höfðu allar stelp-
urnar heima valdið því meira en
hvað dapurt var á íslandi.
Ýmislegt hafði hann sjeð á ís-
landi, er verkaði á hans „komiska
sans“, eins og burstahúsin, er
mintu hann á hálfútdregna
harmoniku, eða þá þegar karl-
arnir voru að troða fullar nasirn-
ar á sjer af tóbaki. Það fanst hon-
um brosleg sjón, sem hann hafði
hvergi notið nema hjerna. —
Hann virtist skemta sjer vel við
þá minningu, er danska fánann
vantaði á Þingvöllum, er draga
skyldi hann að hún.
Eitt af því allra minnisstæðasta
frá íslandsdvölinni var honum að
koma á Listasafn Einars Jónsson-
ar. Hann Ijet í Ijós undrun sína á
því, að jafn lítil og einangruð þjóð
og Tslendingar skyldi ala slíkan
afburðamann, sem' hver stórþjóð
mætti stæra sie af.
Er Sillanpáá hafði rakið minn-
ingar sínar frá íslandi nokkra
stund, fór hann að tala um heim-
ili sitt og afsakaði að kona sín
gæti ekki gengið okkur um beina,
því að hiin lægi á sæng, að sjö-
undu dótturinni. Altaf voru það
dætur! 19 ár milli þeirrar elstu
og yngstu! Hann kallar á elstu
dótturina og bað hana að sækja
„den söta, lilla varelsen", eins og
hann kallaði litlu dótturina. Hún
kemur aftur að vörmu spori, fall-
eg, feimin og mömmuleg, með dá-
lítinn reifarstranga á handleggn-
um'. Við leggjum blessun okkar
yfir barnið og drekkum hennar
skál, og þvínæst hverfur hún úr
hópnum til móðurbrjóstsins. En
stóra systir fer að sinna húsmóð-
urstörfunum og taka til kaffið og
kökurnar.
Það er eins og Sillanpáá verði
aljur alvarlegri í tali sínu eftir að
litla stúlkan hafði komið inn.
Barnið hafði snert nýjan streng í
sálu hans. Hann fer að tala um
óvissu tímanna, er vjer lifum á.
Jeg get verið auðugur maður í
dag, öreigi eftir nokkur ár. Hver
verða örlög þessarar litlu telpu?
Hvernig verður hjer umhorfs, þeg
ar hún er orðin stór? Við vitum
ekki neitt. Alt er á hverfanda
hveli. Einhver angurstónn er kom-
inn í staðinn fyrir gáskann og
glaðværðina.
En það er gott að eiga heima á
Norðurlöndum, segir hann eftir
stutta þögn. Við höldum vörð um
mannrjettindin. Hjer er hlje fyrir
villimenskunni (barbaríinu).
Við höfum dvalið eina klukku-
stund á heimili Sillanpáá ásamt
tveimur finskum kunningjum hans
og notið hjá honum gestrisni og
örfandi alúðar. Þessi skamma dvöl
á hlýju skrifstofunni hans verður
okkur ógleymanleg. Við höfum átt
eina stund með stórmenni á and-
lega vísu, fremsta rithöfundi þjóð-
ar sinnar. Áður en við kveðjuin
hann með innilegu þakklæti fyr-
ir móttökurnar, fer hann aftur að
tala um ísland. Hann kvaðst ætla
að verða á norræna rithöfunda-
þinginu í Reykjavík 1940 og vera
strax farinn að hlakka til farar-
innar. En margt getur breyst á
þeim tíma, bættf hann við og varð
hugsi. Það er best að leggja ekki
áformin alt of langt inn í fram-
tíðina á okkar óvissu tímum.
Hann bað að heilsa íslandi, sögu-
eyjunni „í hvítum, háreistum öld-
um“, og kunningjunum þar, sem
hann hefði átt margar glaðar
stundir með árið 1930. Jeg man að
hann mintist sjerstaklega Stefáns
Jóhanns Stefánssonar ráðherra og
Davíðs skálds frá Fagraskógi. Vil
jeg nú flytja þeim kveðjuna, þó
seint sje.
Sillanpáá mintist á bók sína
Silju, og að hann hafi heyrt, að
hún hafi verið þýdd á íslensku,
og staðfesti jeg þá frjett. — Það
er auðheyrt, að honum hefir fall-
ið miður, að þýðingin hefir verið
gerð í leyfisleysi. En einkum finst
honum það ókurteisi við sig, að
sjer hafi ekki verið send þýðiug-
in. Hann biður mig að sjá um
það strax og jeg komi heim, að úr
þessu verði bætt, og varð útgef-
andinn vel við því.
Við kveðjum hann. Heitur og
sterkur hrammur hans þrýstin
hendur okkar. Hann stendur i dyr
unum meðan við göngum inn í
lyftuna. Hann er mikilúðlegur á
svip og góðmannlegur og svo
breiður, að hann fyllir nærri út i
dyrnar. Þannig hverfur hann sjón
um okkar. Og ósjálfrátt kemur
okkur í hug orð Erik Lindorm um
hann, að hann minni sig á góðlynt
tröll úr finsku frumskógunum.
:Söngur
farmannsins
Jeg sigli í kvöld tmeð seglin þönd
á sæinn djúpa og víða.
Mig heillar fögur fjarlæg strönd,
er finst á bak við hafsins rönd.
Þar brosa dulblíð draumalönd
með demantsskrautið fríða.
Jeg sigli í kvöld með seglin þönd
á sæinn djúpa og víða.
Er hverfur skip við hafsins rönd,
þá heim mín kveðja líður.
Ef næ jeg ekki neinni strönd,
mitt nafn er gleymt, og frjáls mín
önd.
Jeg horfi inn á himinlönd,
þar höfn svo trygg mín bíður.
Er hverfur skip við hafsins rönd,
þá heim mín kveðja líður.
Kjaxtan Ólafsson.
Bandaríkjamaðurinn Bob Wil-
ney heldur því fram, að hann sje
lyktnæmasti, maður 1 heimi. Hann
finnur lykt af mjólk og öli í 25
metra fjarlægð og hann finnur
lykt af gömlum osti í 200 metra
fjarlægð.
★
Þýskur hermaður, sem var í
stríðinu í Póllandi, segir frá því,
að einu sinni hafi hann verið lát-
inn taka grafir fyrir fallna her-
menn. Þá hafi hann rekist á trje-
kross með nafni föður síns. Faðir
hans barðist á þessum slóðum í
heimsstyrjöldinni, en aðstandend-
urnir höfðu ekki hugmynd um,
hvar hann hafði verið grafinn.