Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Síða 5
I ÆSBÓK MORQUNBLAÐSINS
381
efni frá Kaos, þar sem Guðs andi
svífur yfir vötnunum og stígur
upp frá þeim“. Jeg get ekki lýst
þessu með því andríki sem bjó í
orðum þessa íslenska prests, en
jeg þakka síra Stefáni frá Völlum
í Svarfaðardal fyrir hana. Og jeg
hefi breytt skoðun minni á Detti-
fossi. Og jeg skil að sköpun Is-
lands er ekki, lokið, hún fer fram
hvern einasta dag fyrir augum
okkar. Þar er altaf eitthvað nýtt
og óvenjulegt, eldfjöll, gígir, heit-
ar uppsprettur og ár sem breyta
um farveg. Það sem er svona í
dag er máske ekki eins á morgun.
Þar eru fjöll með undarlegri lög-
un, sem minna ekki á nein önnur
í veröldinni, og skriðjöklar svo
voldugir, að skriðjöklarnir okkar
í Noregi verða — bornir samati
við þá — eins og smábörn við
hliðina á fullorðnu fólki.
Skógur og hraun.
Og sljetturnar, tíu — tuttugu,
ef til vill hundrað sinnum stærri
en hjá okkur. Þessar óendanlegu
stærðir — og svo andstæður hlið
við hlið. Skeiðarárjökull með
brennisteinsfýluna úr ánni og hinn
yndislegi Bæjarstaðaskógur þar
hjá; skógur, sem jafnvel jeg, —
norskur Norðmaður frá Noregi —
verð að játa að er skógur. Skógur
sem varla á sinn líka, með græna
grasábreiðu með rauðu og hláu
blómagliti. Alstaðar líf og tilbreyt
ing. Sandar og hraun eru engan
veginn dauð svæði. Mjer dettur
Kjarval í hug, þessi stóri íslenski
gígur, sem hraunmyndir streyma
frá í allar áttir. Maður þarf ekki
að hafa sjeð margar hraunmynd-
ir hans, til þess að sjá að dauðinn
getur einnig orðið miðdepill lífs-
ins og gefur líf í litum^ smágert
gróandi líf þegar hraunið fer að
gróa upp aftur. Þegar jeg sá hin
tiltölulega ungu gróandi hraun
datt mjer í hug þess hending eftir
Björnstjerne Björnsson:
„Opstandelsens morgen ditt
mindste er givet,
— kun former gár tapt“.
Og alstaðar, við land og sjó, frá
fjöru til fjalls sá jeg þetta hríf-
andi líf í lofti og á láði, fallegu
jslenskn fuglana, sem svo margir
Norðmenn þekkja og halda upp á
eftir að hafa kynst þeim á mál-
verkasýningum Höskuldar Björns-
sonar í Noregi.
Gunnar og Grettir.
Jeg hefir sjeð ísland í góðu og
vondu veðri, í skínandi sól, í þoku
og rigningu. Jeg skil glansmynd
Gunnars á Hlíðarenda og hina
frægu setningu hans: „Fögur er
hlíðin, svo að mjer hefir hún aldrei
jöfnfögur sýnst, bleikir akrar en
slegin tún og mun jeg heim ríða
og hvergi fara“. En jeg skil einnig
hinn merkilega útlaga Gretti —
og mjer finst hann 'tilkomumeiri
þar sem drungaleg myrkfælnin
berst við hans karlmannlega góða
skap. En maður getur haft inikla
ánægju af að ferðast í Palestínu
þó maður hafi ekki heyrt Krist
nefndan. Og maður getur það einn-
ig á íslandi, án þess að þekkja hið
minsta til Islendingasagna og and-
legs lífs á íslandi í fornri tíð —
sem var þó æðst í álfunni. En
hvílíkur „plús“ er það ekki, sem
bætis't- við, þegar nútíð er tengd
við fortíð og menn finna vængja-
þyt sögunnar.
Tveir fylgdarmenn.
En það var ferðin til Öræfa sem
jeg ætlaði að þakka fyrir. Jeg
veit að henni gleymi jeg aldrei
hve gamall sem jeg verð. Ólafur
Lárusson prófessor sagði við mig
áður en jeg lagði á stað: „Núps-
vötn og Skeiðará eru hættulegustu
jökulár landsins, en þó hefir aldrei
heyrst að menn hafi farist þar.
Hrifning mín af Hannesí Jónssyni
á Núpstað og Oddi Magnússyni á
Skaftafelli er takmarkalaus. Hvern
ig' þeir fóru að því að finna leið
yfir þessi erfiðu jökulstraumvötn
er aðdáunarvert. Sjá út dýpi, kom-
ast hjá sandbleytum, já blátt á-
fram það að sjá út vöð sem fær
muni vera, gengur nær því yfir
skilning ókunnugs ferðamanns,
sem sýnist alt vera ófært. Þeir og
hestarnir Jieirra virðast vera eitt.
Og þegar jeg heyrði að hvorugur
þeirra væri syndur varð aðdáun
mín og traust til þeirra enn meiri.
En samt fanst mjer mjög spenn-
andi að fara yfir Niipsvötnin, en
þó einkum að ríða Skeiðará, sem
þeir fyrstu sem fóru yfir hana
eftir hlaupið í vor. Jeg var tölu-
vert hugsandi, yfir hvort mig
mundi svima í vötnunum, eins og
svo marga sem ríða straumvötn og
þrátt fyrir aðvaranir horfði jeg
stundum niður í strauminn, en
þegar hestarnir fóru að fara til
hliðar á móti strauininum og mjer
fanst vatnið renna í öfuga átt, þá
skildi jeg að best væri að líta upp
og horfa á „fasta“ punktinn, okk-
ar góðu fylgdarmenn, Hannes eða
Odd og þar með var allur svimi
horfinn.
Já, Hannes og Oddur — hvers
vegna látið þið íslendingar ekki
kvikmynda þessa tvo ágætu leið-
sögumenn við starf sitt, á liest-
baki í þessum erfiðustu stranm-
vötnum landsins? Einsdæmi hverc
sem leitað væri. Hvílík ferða-
mannalýsing! En ísland sem ferða-
mannaland, og alt í sambandi við
það er kafli sem jeg hleyp yfir
hjer.
Ingólfshöfði hvarf.
Og svo það að ríða yfir vatn,
6—7 kílómetra, eins og frá Fag-
urhólsmýri að Ingólfshöfða, það
þykir svo ólíklegt hjer að jeg fæ
ekki aðra til að trúa því en þá
sem eitthvað þekkja til íslenskra
staðhátta.
Og loftspeglanirnar — tíbráin —
þegar Ingólfshöfði hvarf alt í einu
fyrir okkur á Skeiðarársandi og
annað landslag birtist okkur í hans
stað. Eða þegar við stóðum á Hjör-
leifshöfða og sáum að bíllinn, sem
við höfðum skilið eftir á sandin-
um fyrir neðan, var umflotinn af
vatni rjett eins og Katla gamla
hefði hlaupið lítinn sprett á meðan
við skoðuðum eyðibýlið.
Yfir þessum loftspeglunum var
blær hins yfirnáttúrlega, það gat
nærri því eins verið hugarflug eða
draumórar. En þegar hesturinn
brejdir um gang, finn jeg því mið-
ur sárt til að jeg er í veruleikans
heimi — eftir 11 tíma ferð á hesti
yfir Skeiðarársand — frá Núps-
stað að Skaftafelli og fótgöngu
yfir jökulinn. Ferðamaður, óvan-
ur hestum fær sína hegningu fyrir
það — og það er alveg rjett sem
þú sagðir, að slíkrar ferðar gæti
maður ekki einungis óskað sínum