Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1939, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
383
Gestur í Skálavík. Fjaðrafok.
(Siðasti róðurinn)
Hafði varpað vetrarklæðum
viusæl Harpa. í nýrri mynd
sá hún garp í sjómannsklæðum
sigla snarpan hliðar-vind.
Hvert ’ann stefnir? Veginn vísa
vindar gefnir. Hvað um það?
Hver vill nefna hátt og lýsa
höfn, á efnislausum stað?
Órótt hjarta og Unnardætur
elda margt við gleðileik.
Hljóðar skarta heitar nætur.
Hafið bjarta tendrar kveik.
Oftast fór hann einn á báti
út, með beitu, krók og vað.
Engra var hann eftirmáti, —
átti í eátri næturstað.
Einrænn þótti ýmsum Gestur.
Einn á þóftu, stýri við,
hann bað og sókti í bænalestur
bæði þrótt og sálarfrið.
Höfðinglegur, hár í sessi,
hafði eigin veðurspá.
Guði treysti og Unnar-essi,
— aldrei vjek þeim háttum frá.
Margir enn þeim mætti trúa,
— mjög þó fenni’ í spor þau nú.
Þá var menning malarbúa:
minni kenning, stærri trú.
Vindur blæs af ýmsum áttum,
öldur mylur tjörguð súð.
Ferjan litla full af dráttum.
Fengsælt er á blárri Úð.
Færið hankað, búin beita,
blandan þrotin, lúin hönd.
Bárur upp að borði leita. —*
Breytileg er Skálaströnd.
björtu eyjar, með þeirri von að
fáni hennar megi altaf svífa yfir
frjálsri þjóð sem nýtur heiðurs
fortíðarinnar —• og sem finnur til
ábyrgðar nútíðarinnar vegna þess
takmarks sem framtíðin ber í
skauti sínu.
Sven Brun.
Stjórafærið upp er undið,
árin skorðuð, bundin kló.
„Eg er vanur að sigla inn sundið“.
Sæll í kampinn Gestur hló.
Bátur lítill, besta fleyta,
báru hverja að toppi kleyf.
Vinnustælta höndin heita
hafði vald á stýrissveif.
Hálsuð bára hneig af saxíi.
Hrannar tár í augum sveið.
Ýfist hár í öldu faxi. —
Unnar-márinn flaug af leið.
Gesti þótti Vinur velta.
Völinn fastar þrýsti greip.
Nokkuð mikil sjávar selta
sýður og freyðir yfir keip.
Illa lætur strauma stóðið.
Stormur tætir skektuflík.
Hvað þá? - Grætur fagra fljóðið?
— Fymum sæta undur slík. —
Sofna vorsins vindar svalir,
vermir sólin hverja flík.
Bundinn Gest við bitafjalir
börnin fundu, í Skálavík.
Flækst ’ann hafði í færi sínu,
fyrir bragðið kominn var.
Áður dró hann á þá línu
afla sinn úr grunnamar.
Brotinn kjölur, klofnar súðir:
— Kvakar fugl og lyftir væng:
Hálar eru flæðiflúðir. —
Furðu rótt í þarasæng.
Nii er Gestur fiskafælir;
framar sjest á róðrum töf.
Ugla sest á sand og vælir.
Signir prestur moldargröf.
Helgi Björnsson.
í Adriahafinu veiddist nýlega
háfur, sem vóg 3000 kíló. 100
menn unnu að því í þrjár klukku
stundir að koma honum á land.
★
— Veistu hvað átt er við með
gulu hættUnni?
— Já( spanskreyrinni) herra
kennari {
Uppeldishæfileikar konunnar
koma snemma í Ijós, segir
danskt blað og birtir eftirfarándi
sögu því til sönnunar:
I strætisvagni sat maður með
sárabindi um aðra hendina. Lítil
telpa 4—5 ára sat í vagninum
með móður sinni. Hún horfði lengi
á manninn með sárabindið og
sagði svo við hann:
— Hefir þú meitt þig í hend-
inni?
— Já.
— Kendi þig til?
— Já.
— Fórstu að gráta?
— Nei.
Þögn. — Litla stúlkan horfði
með sýnilegum áhuga á hinn
meidda mann, þar til móðir henn-
ar tók í hendina á henni til að
fara út úr strætisvagninum. Um
leið og telpan fór út sagði hún
við manninn:
— Mundu nú eftir því að fikta
ekki við sárið eða rífa ofan af
því, því þá grær það aldrei al-
mennilega.
★
ítalskur sendiherra, Daniele
Varé, sem fyrir nokkrum árum
var sendiherra í Kaupmannahöfn,
hefir nýlega ritað æfisögu sína.
Þar segir hann meðal annars frá
því, að Kristján konungur X. hafi
að jafnaði dagblað innan undir
einkennisbúningi sínum, bæði á
brjósti og baki, er hann fari i sína
frægu reiðtúra á morgnana um
Kaupmannahöfn. Þetta, segir ít-
alinn, gerir konungur til að verj-
ast kulda. Hann hefir þá nokkur
not af blöðunum, bætir danskt
blað við, sem. segir frá þessu.
★
Níræð kona í "Worthing í Eug-
landi var nýlega kölluð fyrir rjett
vegna þess að hún hafði gleymt
að draga fyrir stofugluggann
sinn að kvöldi dags. En vegna
loftárásahættu er öllum skylt að
gæta þess, að hvergi sjáist Ijós-
glæta að kvöldlagi.
Gamla konan afsakaði sig með
því að hún hefði haldið að stríðið
væri búið.