Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.1939, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 391 Hjálmar á Hofi: Fyrsti desember Heil sjertu móðir! Til hamingju í dag! Og heiður þjer bláfjalla drotning í hrímbryddum skrúða með liátíðar brag. Hafaldan kveður þjer stormþrungið lag. Jeg- lýt þjer með ástríkri lotning. Jeg flyt þjer nú sonarins ljettfleyga ljóð frá lágróma hörpunni minni. Því sonarást var honmm borin í blóð í bardagahríðunum, hvar sem hann stóð og búi hann við hverfleikans kynni. Þín saga er rituð með eldi og ís um aldir á spjaldanna raðir. Þjer sólin frá ó§iuna í austrinu rís, svo ertu hin frjálsborna norðurhafs dís, og drottinn þjer fátækri faðir. Og fortíðar saga þín segir þar frá, að syni þú áttir og dætur: Sem drenglyndar hetjur með dáðríka þrá dirfðust að fylkja sjer konungum hjá og báru þjer margskonar bætur. Oft dró þó skugga yfir brúnir og brá, er börnin þín landflótta vóru. En þeir sem að útlagar urðu þjer frá, áttu þá brennandi heimalands þrá, sem fylgdi þeim hvert sem þeir fóru. Svo mörg hefir ísrún á andlit þjer rist, sem er undir blæjunni falin. Tápmiklu hetjurnar hefir þú mist, hamingjuraunirnar margfaldar gist. Svo drjúpa þín döggtár á valinn. Þó föl sjertu á brána og kinnin þín köld og kalörin berir þú víða, við munum þó fegurst þín miðsvetrar kvöld og mánaskins leiftur um himinsins tjöld, sem árboða ónumdra tíða. Svo líðun að tíma að ljós fer í hönd, se,m logar á tindunum þínuim. Þá lyftir sjer brosandi bára við strönd, þá blómgast þín skrúðgrænu vormorgun lönd með fíflum og sóleyjum sínum. Þá flýgur þinn óður um ódáins geim. Þinn orðstír í framtökum lifi. í fámennu býlunum fögnuim við þeim flugmóðu gestum er sækja okkur heim með heillandi söngvanna svifi. Svo blómgist og vermist þín vogskorna strönd og vaki þín bragfima tunga. Æ, bindi þig aldrei nein ófrelsis bönd og aifaðir ljósanna rjetti þjer hönd. Ó! frjálst sjert þú ísland vort unga. leit út eins og þeir mundu hrynja á næsta augnabliki. Á landamæmm Svíþjóðar. Um kvöldið komum við svo til Tornio, landamærabæjar Finna við Norrbotten. Lítil á aðskilur bæina Tornio Finnlandsmegin og Haparanda (Espiströnd) Svíþjóð- armegin. Ferðin með lestinni frá Rovaniemi hafði aðeins kostað um 40 mörk, en leiðin er um 200 km. Jeg get þess líka í þessu sambandi að farið með áætlunarbílunum frá Salmijárvi—Rovaniemi ca. 500 km.) kostar aðeins 102 mörk, eða rúmar 11 krónur í ísl. peningum, Ódýrt, eða hvað finst ykkur! Tornio er fremur litill beer og að öllu leyti óvistlegri en Rova- niemi, Húsin flést lítil og gömul bg götur þröngar. DvÖldum við þar aðeins stutta stund, en hjeld- um svo til Haparanda. Er það bara yfir ána að fara, og eru tvær brýr á henni. Tollstöðvar sitt hvorum megin og var okkur sagt að við jnættum hafa 50 sígarett- ur hvor um sig tollfríar með okk- Ur yfir til Svíþjóðar. En í Finn- landi má fá 20 stykkja pakka af ágætum sígarettum á 3 mörk (35 aura). Við keyptum 15 pakka af þessum sígarettum. Benne var svo búinn, að hann var í víðum poka- buxum, og setti hann fimm pakka ofan í hvora skálm. En fimm höfð- um við í vösunum og sýndum toll- eftirlitinu og voru þeir stimplaðir. Gekk þetta slysalaust, Seinna seldum við meginíð af þessum sígarettum 1 Stokkhólffli, og feng- um 1 krónu fyrir pakkann, og þótti ódýrt þar. X ~I.JT J'. * 9 \A' /\ 'm b-% -— Erfitt björgunarstarf. Ást í meinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.