Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1939, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1939, Blaðsíða 1
51. tölublað. JMorgumlblíiösius Sunnudaglnn 31. des. 1939. XIV. áxgangur. Í»»foldarprent8miðjt h.f, Tómas Guðmundsson: Ljóð um unga stúlku, sem háttar .... ÞatS beiíS eftir þjer. Já, þaS er víst gustuk a& hátta! Og þarna sló klukkan í dómkirkjuturninum eitt. Hve sextán ára hjörtum finst erfitt að átta sig á því hvaÖ tíminn er fljótur aÖ verÖa ekki neitt! Svo stendurÖu á fætur. Þú losar um litla kjólinn og leysir varlega af fótum þjer dálitla skó, og leggur síÖustu flíkina frá þjer á stólinn. Þú ert fögur og nakin í kvöldsins heillandi ró - Og ennþá í sömu sporum um stund þú stendur og starir í bláinn sem verÖi þjer ekki ljóst, aÖ ósjálfrátt strjúka hvítar og grannar hendur um hvíta, gagnsæja arma og dálítil brjóst. En aÖeins um stund. Þvf grunur sælu og sektar fer sárum, nafnlausum hrolli um lfkama þinn, sem skynjirÖu allan yndisleik þinnar nektar viÖ eina titrandi snerting f fyrsta sinn. Og lítil telpa leggst upp í rúmiÖ og grætur. Og lítil telpa veit ekki hót af því, aÖ næsta morgun rís fulloríSin kona á fætur, sem fagnar af hjarta aÖ jörÖin er ung og ný. TÓMAS GUÐMUNDSSON. Tvær grannar hendur sauma rósir f silki. Og svona hefur þaÖ gengiÖ í allan dag! A borÖinu er vindlingaaskja og eldspftnahylki. ÞaÖ er ilmur í lofti og jörÖin meí hátfðabrag. Og geislarnir koma. Þeir leika f björtum lokkum. Þeir læÖast um gólfiÖ og klifra veggi og þil, og lesa sig feimnir upp eftir silkisokkum. ÞatS er sumar í lofti og gaman aÖ vera til! En tfminn lítSur og senn er gatan í svefni. ÞaíS er sólnæturkyrÖ meíS einstaka fótatak: Tvítug skáld, sem leita aíS yrkisefni, ástfangin hjörtu, sem deginum sjá á bak. Og dreymnum augum er horft út í vornæturhúmiíS. Æ, hversvegna kemur aldrei neitt, sem ei fer? -- Og augu þfn dvelja loksins viíS litla rúmið, sem lá þarna’ f allan dag og beiÖ eftir þjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.