Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1940, Blaðsíða 1
JVtorðttnMajfaráð
51. tölublað. Gamlársdag 31. desember 1940. XV. árgangur.
Kristleifur Porsteinssorr.
Páll Jakob Blöndal
hjeraðslæknir í Sfafholfsey
100 ára minning. Fæddur 21. desember 1840.
rjá síðustu áratugi 19. aldar
var Páll Blöndal einn ai'
allra glæsilegustu hjeraðsböfðingj-
um í Borgarfirði. Er því ástæða
til þess að minnast lians á þessu
aldarafmæli. Þar sem jeg er einn
af þeim fáu mönnum, sem enn
eru á lífi, er var gagnkunnur
þessum stórmerka manni, kemur
það í minn hlut að gera nokkra
grein fyrir uppruna íiaus, ætt-
mennuni og æfiatriðum.
Foreldrar Páls voru Björn sýslu-
maður Auðunsson í Hvammi í
Vatnsdal og kona hans, Guðrún
Þórðardóttir, kaupmanns á Akur-
eyri, Helgasonar, en móðir Guð-
rúnar var Oddný, dóttir Ólafs frá
Vindhæli og Guðrúnar Guðmunds-
dóttur Skagakóngs í Höfnum. For
eldrar Björns sýslumanns voru
síra Auðunn Jónsson, prestur í
Blöndudalshólum (frá 1782—1807)
og kona hans, Halldóra Jónsdótt-
ir, prests á Auðkúlu Björnssonar,
en móðir Halldóru og kona síra
Jóns á Auðkúlu, var Halldóra
Árnadóttir í Bólstaðarhlíð Þor-
steinssonar sýslumanns s. st.,
Benediktssonar s. st. og svo fram-
vegis, beinan karllegg til Jóns
biskups Arasonar. Með Birni sýslu-
manni Auðunssyni hefst Blöndals-
Páll Jakob Blöndal.
nafnið, sem fylgt hefir ættinni
síðan. Er það dregið af bæjar-
nafninu Blöndudalshólar.
I valdatíð Björns sýslumanns
var víða sökótt hjer á landi, en
þó hvergi eins og í Húnavatns-
sýslu. Var liann talinn bæði rjett-
látt og skörulegt yfirvald, þegar
til hans kasta kom í rannsókn saka
mála. Voru þá enn í gildi hin hörðu
refsiákvæði, sem hann, eins og
önnur yfirvöld varð þá að byggja
dóma sína á. Kom það á hans
herðar að uppkveða hinn síðasta
líflátsdóm, sem fullnægt hefir ver-
Elín Guðrún Blöndal.
ið lijer á landi, yfir Friðrik og
Agnesi, og vera sjónarvottur að
hinni átakanlegu athöfn, er dómn-
um var fullnægt. Hefir sú harm-
saga brent sig inn í meðvitund
þjóðarinnar fram á síðustu ár, þó
nú sjeu liðin 110 ár frá því hún
skeði. í nafni embættisins varð
Björn sýslumaður að leggja á sig
þessa ógleymanlegu þolraun.
Björn sýslumaður var meðal
þjóðkunnustu valdsmanna á fyrri
hluta 19. aldar og heimili hans
talið eitt af höfuðbólum í Húna-
vatnssýslu. Bújörðin kostarík í bú-