Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1940, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1940, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 aldraður risnubóndi, Jón að nafni Þórðarson. Hjálmur Pjetursson í Norðtungu var þá þingmaður Myramanna og ljet sig miklu skifta öll hjeraðsmál. Andrjes Fjeldsted var }>á 1 flva meðal á- hrifaríkustu bænda hjeraðsins. Unnu þessir bændur að því — og ef til vill fleiri málsmetandi memi — að fá Stafholtsey fyrir læknis- setur. En þá voru góð ráð dýr. Jón Þórðarson gaf kost á því að víkja frá Stafholtsey með því eina móti, að fá Norðtungu keypta ogí lausa til ábúðar, en þar bjó þá Hjálmur Pjetursson á eignárjörð sinni og óðali föður síns. Urðu þau úrslit, að Hjálmur seldi Jóni Þórðarsvni Norðtungu, sem flutti þangað, en Hjálmur gerðist leigu- «* grassía, verk- og vindeyðandi dropar, lífsinsbalsam og plástrar af ýmsum tegundum. Þá var einu eða fleiri blóðtökumenn í flestum sveitum og gátu margir þeirra líka kipt í lið, þegar þess var þörf. Fyrsta kastið eftir að hjeraðs- læknir var kominn hjer til sög unnar, hjeldu menn við sitt gamla lækningakák, svo lengi sem ekki var beinn voði á ferðum. Þá fyrsc var læknis vitjað. Tannpína mátti þá heita fátíð, en fór óðum að magnast síðustu áratugi 19. aldar. Botnlangabólgu hafði þá enginn sveitamaður heyrt nefnda og »kki berklaveiki. En lungrtatæringu heyrðu menn nefnda og deildu lærðir menn um það fram undir síðustu aldamót, hvort hún væri liði á Hamri í Þverárhlíð. Sýnir þí til hjer á landi. Hómópatalækning- þetta dæmi, að ýmsir áhrifamenn J ar náðu hámarki um og eftir hafa viljað mikið á sig leggja, til J. 1870. Drógu þær meðal annars þess að hlynna að hag þessa unga’ læknis, sem náði strax miklu áliti .• sakir manngildis og hæfileika. ^ s Nú á dögum myndu flestir ætla,^ að það væri ofraun hverjum manni að gegna læknisstörfum -i því svæði, sem nú er skift í þrjú læknisumdæmi. Þá var miklu fleira fólk í sveitum en nú, en mestu skifti þó. bvað hjeraðið var óvegað. Alt að þrjátíu brýr eru nú á, ám og giljum á þessu svæði. sem þá voru farartálmar. Komst því hjeraðslæknir Borgfirðinga oft í krappan dans á þeim árum, líkt og Sveinn Pálsson, sem Grímur Thomsen kveður um. En alþýðan í sveitum landsins var þá búin að vera sinn eigin læknir frá kyni til kyns. Fólkið þóttist kunna fjölda ráða við ótal meinum. Voru það kölluð „húsráð‘‘ á máli sveita- rnanna. Mörg þessi húsráð voru bæði handhæg og kostnaðarlítii, svo sem munnvatn af fastandi maga, sem ótæpt var notað við sinadrætti, æxlum og æðahnútum. Við hálsbólgu, sem þá var kölluð kverkaskítur, var lagður illeppur úr skóm þess sjttka. Óteljand' læknisráð þessu lík kunni fólkið á sína tíu fingur. Þá voru sumir að brugga lyf og smyrsl úr jurt- um, samkvæmt kenningum Egg- erts Ólafssonar í Búnaðarbálki, og enn aðrir höfðu dálítið hús-apótek Voru þar uppsölumeðul, laxerolía, [ nokkuð úr aðsókn til hjeraðslækn- . ‘ is. Urðu tveir prestar í Þingeyjar- ’.-sýslu næstum átrúuaðargoð í þeim Aefnum. Voru það Þorsteinn Páls- son á Hálsi og Magnús Jónsson á Grenjaðarstað. Leituðu margir á þeirra náðir úr öllum fjórðungum landsins, sem voru þjáðir af ímynduðum eða raunverulegum sjvikdómum. Urðu flestir þeirra sjúku heittniaðir á mát-t hómó- patanna, þótt nú sje blómaöld ]>eirra meðala löngu liðin. Smátt og smátt fjellu öll hin gömlu lnisráð og húsmeðul úr sögunni, en fólkið snerist á þá sveif að varpa öllu á herðar hinna lærðu lækna. Páll Blöndal hafði flesta þá kosti, að hið fylsta traust væri borið til hans, bæði sem manns og læknis. Hann átti jafn- an úrvalsreiðhesta, bæði trausta og vel alda, sem hann hafði ætíð á takteinum, bæði sumar og vetur. Tamdi hann hesta sina sjálfur og kunni vel að gera góðan hest úr göldum fola. Sat hann þá að sið bestu reiðmanna og náði hjá þeim fegurstu og bestu kostum gæð- inga. Eru mjer minnisstæðastir þrír af gæðingum hans, ljósskjótt- ur, rauðskjóttur og rauðkúfóttur. Alt voru þetta stólpagripir, sem báru ljettilega þenna mikla mann. sem aldrei var glæsilegri en þegar Iiann var kominn gæðingum sín- ura á bak, sem lutu vilja hans í einu og öllu. Þurftu því sendi menn að vera á ósviknum hestum, til þess að geta fylgst með lækni, þegar líf lá við, því þá reyndi hann á þol gæðinga sinna. Mentaferli Páls Blöndals er jeg ekki kunnur, en ekki efast jeg um það, að hann hafi verið strax á námsárum strangur reglumaður, eins og hann var öll sín embættis- ár. Þótt hann neytti víns, var því svo í hóf stilt, að engin dæmi vissi jeg til þess, að hann sæíst ölvaður. Jeg var með honum í veislum, á fundum, sótti hann til sjúkra og heimsótti liann í ýmsum erindum og undir öllum kringum stæðum Arar hann hinn virðileg- asti siðgæðismaður, sem hafði ó- bilugt vald vfir orðum sínum og gerðum. Hann fylgdist vel með landsmálum og var nokkuð heit- ur í pólitík, ef hann mætti and- t mælum, en gætti þó sem endranær orða sinna og gerða. í veislum og gestaboðum sómdi hann sjer hið besta. Glaður við hóf, en laus við Ijettúð og gáska. Söngmaður var hann góður, með bassarödd djúpa og þýða. Hann hafði mikið að segja í hjeraðsmálum og sat lengi í sýslu- nefnd sem fulltrúi Andkílinga. Var hann þar sem annarsstaðar áhrifaríkur og mikilsmetinn. Að Iíkamsgerfi var hann hinn glæsi- legasti, meira en meðalmaður á hæð, íturvaxinn og þreklegur. enda karlmenni að burðum. Skytta var hann ágæt og hneigður til veiðiskapar; við önnur störf, sem hevrðu undir dagleg vinnubrögð, sýslaði hailn lítið. En heimilisræk- inn var hann í besta lagi og rjeði fyrir um vinnulag og framkvæmd- ir. Voru fjármál hans jafnan í ágætu lagi og ukust efni hans með ári hverju. Keypti hann góðjarð irnar Stafholtsey og Iiangholt, sem nú eru óðul sonarsona hans. Með aldri varð hann nokkuð þungfær og feitur og af öfundar- mönnum var hann þá kallaður hóflífur og kræsinn. Um van- rækslu embættis varð hann þó aldrei sakaður. Ást hans á Vatnsdal og bernsku- heimilinu, Hvammi, gat aldrei kólnað, og eftir margra ára fjar- Framh. á bls. 430.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.