Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1940, Side 6
430
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS
100 ára
Framh. af bls. 427.
veru, tók hann sjer ferð á hendur
til _ Vatnsdals sumarið 1901. Var
hann þá enn hinn veglátasti er
hann. ásamt fvlgdarmanni, reið á
þessar slóðir. En þegar norður
kom blasti hverfleiki lífsins við
honum á allar hliðar. Benedikt
bróðir hans, stórbóndinn í
Hvammi, orðinn hrumur og heilsu
laus. og stóðu þeir bræður þá tveir
tippi af svstkinunum ellefu, seiu
náðu fullorðins aldri. Gömlu
grannarnir og æskuvinirnir allir
horfnir. Varð því ferðin ekki sárs-
aukalaus. þótt hann sjálfur væri
þá enn hinn hraustasti. Ári síðar
sá jeg Pál Blöndal í síðasta sinni
á reið. Var það sumarið 1902, að
hann var sóttur upp í Revkholts-
dal til konu í barnsnauð. Fvlgdist
jeg þá með honum nokkuð af
leið. En nó bar nýrra við. TTndir
þeim kringumstæðum var hann
vanur að láta gæðinga sína taka
á því, sem til var. en 1 þetta
sinn reið hann aðeins fet fvrir
fet. Vaknaði þá hjá mjer grunur
um það, að heilsa hans væri á
förum. Konunni gat hann bjargað
og varð þetta hans síðasta ferð í
embættiserindum. Eftir það hnigu-
aði heilsu hans smátt og smátt.
þótt hann Ijeti ekki á slíkn bera
og talaði við fólk sitt og gesti.
sem ekkert væri að. Sáu þó allir.
að um alvarlega hjartabilun var
að ræða. Andaðist hann úr þeim
sjúkdómi 16. janúar 1903, sextíu
og tveggja ára gamall.
Við andlát Páls Blöndals varð
hjer mikill hjeraðsbrestur. Hann
vár búinn að gegna hjer embætti
í víðáttumiklu og erfiðu umdæmi
og glíma þar við hættur í ýms-
um myndum, bæði í sambandi við
vötn og veður. Hann var búinn
að bjarga mörgum konum í barns-
nauð og bæta á margan hátt úr
meinum manna. Og hann var bú-
inn að njóta óskifts álits og vin-
sælda hjeraðsbúa þau 33 ár, sem
hann gegndi hjer læknisembætti.
Páll Blöndal giftist 19. júlí 1870
Elínu dóttur þjóðskáldsins Jóns
Thoroddsen, sýslumanns á Leirá,
en hálfsystur hinna þjóðkunnu
minning Páls J.
sona Jóns Thoroddsen. Móðir Elín-
ar var Ólöf, dóttir Hallgrím*
Thorlaciusar prófasts að Hrafna-
gili. Hún var gáfukona, eins og
hún átti kyn til, og margt var
vel um hana, en ekki var hún að
öllu levti við alþýðu skap. Hún
vildi stjórna heimili sínu eftir
bestu sannfæringu. en kunni lftt
að semja sig eftir hinni brevti-
legu skapgerð hjúa og verkafólks.
sem leiddi til þess, að hún varð
oft í andstöðu við það. Hún var
bermál og hreinlynd og sagði hug
sinn allan í eyru, en ámælti eng-
um á bak. Mann sinn virti hún
og elskaði og bar aldrei skugga
á sambúð þeirra hjóna. Tvö voru
börn þeirra. Dóttir þeirra, Guð-
laug að nafni, dó fárra ára. Og
sonur þeirra var Jón Blöndal, sem
gekk mentaveginn og lærði lækn-
isfræði. Gerðist hann aðstoðar-
læknir föður síns áður en hano
ljest og var síðan veitt það um-
dæmi.
Jón læknir Blöndal líktist mjög
að vtra útliti móðurföður sínum.
Jóni skáldi Thoroddsen. Hann var
ölkær sem frændur hans fleiri, en
þrátt fyrir þá veilu naut hann
almennra vinsælda. Hann var frá-
bær að glöggskvgni og þekkingu
á ölln, sem að lækningum laut og
á flesta lund óvenju vel gefinn.
Það þótt því vel skipast og vera
framhald á hamingju Páls Blön-
dals þegar þessi' einkasonur erfði
óðal hans og stöðu. Fvrri kona
Jóns Blöndals var Sigríður Björns
dóttir. Lúðvíkssonar Blöndals.
Voru þau hjón að öðrum
og þriðja að frændsemi, því
móðir Sigríðar var Guðrún
Blöndal, dóttir Sigfúsar prests
á Tjörn og Undirfelli og Sigríðar
Björnsdóttur Blöndals sýslumanns.
Af sex börnum þeirra náðu fimm
synir fullorðinsaldri. en tveir
þeirra ljetnst frumvaxta, Sigurður
og Þorvaldur, sá síðarnefndi þá
nýútskrifaður læknir. Á lífi eru:
Páll búfræðingur, bóndi í Rtaf-
holtsev; Björn búfræðingur, bóndi
í Laugarholti, nýbýli í Langholts-
landi, og Jón hagfræðingur.
Jón læknir Blöndal giftist öðru
Blöndal.
sinni Vigdísi Gísladóttur prests í
Stafholti. En sambúð þeirra hjóna
varð stutt, því Jón druknaði á því
sama ári, ásamt reiðhesti sínum.
um ís í Hvítá, 2. mars 1920. Voru
þeir feðgar Páll Blöndal og Jón
sonur hans búnir að gegna hjer
læknisstörfum í hálfa öld. Hafði
jeg, sem þetta rita. náin kynni af
þeim og er þessi lýsing mín, það
sem liún nær, bygð á eigin reynslu.
Geymi jeg minningu þeirra fegða
í hlýjumi huga og það munu allir
gera, er nutu verka þeirra og
mannkosta.
Elín, kona Páls Blöndals, varð
háöldruð, dó 28. maí 1934. Lifði
hún það að sjá á bak manni sín-
um og einkasvni, sem hún elskaði
báða. Bar hún liarm sinn í hljóði
og sökti sjer í lestur góðra bóka.
Var því við brugðið hvað mikið
htín las og mundi í ellinni. Jeg
sá hana síðast 90 ára gamla. Sat
hún þá við að skrifa frjettabrjef
til hálfsystur sinnar, sem þá var
85 ára gömul. Vini átti hún aldrei
marga og hjelt sjer lítið fram, en
var þeim fáu ósvikin.
Stafholtsey er nú búin að vera
66 ár í ábúð Páls Blöndals. sonar
hans og sonarsonar. Bendir alt til
þess, að ættbogi þessi verði fast-
ur í sessi í Bæjarsveit um langan
aldur. Er það merkilegt um son-
arsyni Páls Blöndals, að þeir eru
komnir frá þremur börnum Björns
sýslumanns í Hvammi, Páli, Lúð-
vík og Sigríði, og ennfremur af
Sigfúsi presti frá Reykjahlíð og
Jóni skáldi Thoroddsen. Eru hjer
því greinar af góðum stofni, sem
gefa vonir um framhald á ósvikn-
um ættarkostum.
Drengurinn: Af hverju galar
haninn, pabbi?
Faðirinn; Hann galar í hvert
sinn óg sagt er ósatt.
Drengurinn: Af hverju galar
hann þá á morgnana, þegar fólk
sef ur ?
Faðirinn: Af því að þá er verið
að prenta morgunblöðin, góði
minn.