Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 1
JfltorgMnMaSsitts 1. tölublað. ’ Sunnudaginn 5. janúar 1941. XVI. árgangur. iltfðláwf r«al«ou ðjé k.l. ÞEGAR NAPÓLEON VAR FLUTTUR HEIM — Legstaður Napoleons í Hotel des Invalides. París 8. ágúst 1928. Óskapleg- ur hiti. Aðeins einu sinni komið rigning sem stóð 10—15 mínútur. Himininn strax á eftir skafheiðríkur. En það var nú rign- ing sem um munaði, þá stuttu stund sem hún stóð. En við höf- um ekki yfir neinu að kvarta. í hálfan mánuð var þetta eina rign- ingin sem við fengum. Þegar rign- ingin hafði skolað af okkur margra daga ryki var sest á ráð- stefnu til að ákveða livað gera skyldi við morgundaginn, föstu- daginn 9. ágúst. Parísar-ráðstefna þessi, sem hvergi hefir verið getið fyr opinberlega, hjeldu: Einar Magnusson mentaskólakennari, frú hans, Axel Dahlmann og undir- ritaður. Ákveðið var að sýna Napoleon þann heiður að heim- sækja hann næsta dag. Hvað sagði annars leiðarvísirinn um þetta efni. Þar stóð: „Durant le service d’éte le Tombeau de l’empereur est visible le Vendredi“. Vegna þeirra hörðu árása sem margir þýðendur verða nú fyrir hjá hin- um nýju Fjölnismönnum vorra tíma þori jeg ekki að þýða þetta, en læt þess eins getið, að okkur var heimil heimsóknin næsta dag, að því er virtist. ★ „Hotel des Invalides" er fögur bygging. Turninn gnæfir 107 metra yfir jörð. Napoleon hafði orðað síðustu óskir sínar í tveim- ur meginatriðum: „Jeg óska að duft mitt hljóti hinstu hvíld á Signubökkum, mitt á meðal frönsku þjóðarinnar, sem jeg hefi elskað svo heitt“. Með tilliti til „ástandsins“ verður hitt atriðið sett í sviga: („Jeg ánafna fjöl- skyldu þeirri, sem nú fer með völd í Englandi, skömmina vegna dauða míns“). Þegar við komum að legstað Napoleons, var þar mikill fjöldi fólks. Frá kistu eða rjettara sagt kistum Napoleons er þannig gengið, að þeim hefir ver- ið sökt niður í hringmyndaða, opna hvelfingu í forsal þessa fagra musteris. Geta svo áhorf- endur gengið alt í kringum kist- una og horft á hana frá öllum hliðum. Kringum kistuna er raðað nokkrum af fánum þeim er honum fjellu í hendur í orustum þeim er hann átti í. í gólfið, við kistu hans eru grópuð nöfn helstu or- ustustaðanna, þar sem hann vann frægustu sigra sína. Nú, þarna vorum við þá komin að legstað þessa mikla hershöfðingja og frægasta keisara Frakka. Þegar staldrað er við hjá leg- stað frægra manna, verður ekki komist hjá því að rifja upp fyrir sjer hvað á daga þeirra hefir drifið. Þannig fór mjer að minsta kosti. Jeg fór einnig að hugsa um þá miklu fyrirhöfn sem sú þjóð, er hann hafði elskað svo heitt,. hafði haft fyrir að koma dufti hans á þennan stað og til- kostnaðinn við það. Eftir 12 ár, hugsaði jeg, eru liðin 100 ár frá því að hann var sóttur til St. Helenu og lagður hjer til hvíldar 15. desember 1840. ★ Hinn 12. maí 1840 tilkynti inn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.