Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSLVS Frægasta flugvjelamóðurskipið Breska flugvjelamóðurskipið „Ark Royal“ er vafalaust frægasta flugvjelamóðurskip heimsins. Bæði Þjóðverjar og ítalir hafa hvað eftir annað haldið því fram, að þeir hafi sökt skipinu, en síðar hefir jafnan komið á daginn að „Ark Royal“ er óskemt á siglingu um heimshöfin. — Myndin er tekin af „Ark Royal“, þar sem skipið liggur í höfn. ........... . ---------- ■ i . . ...... ■- .... Þegar Napóleon var fluttur heim Framh. af bls. 2. Það var þýskt og hjet „Stadt Hamburg“. Spurðu þeir skipstjóra frjetta, en hann mun hafa verið lítill stjórnmálamaður, því hann kunni frá litlu að segja um þetta umspurða atriði. Hinu kvaðst hann hafa heyrt fleygt, að tvö herskip hafi verið send til að sækja „bein“ Napoleons til St. Helenu og virtist trúa þeirri sögu svona mátulega. Eftir 43 daga sjóferð frá St. Helenu komu leið- angursmenn auga á strendur Frakklands. Voru þá liðnir 151 dagur frá því þeir höfðu látið úr höfn í þennan leiðangur frá borg- inni Toulon í Frakklandi. Hjer skal aðeins getið mjög stuttlega þess helsta er gerðist í París J5. desember 1840, en það var fyrirskipaður sorgardagur. En þó ríkti jafnframt mikill fögnuð- ur hjá þjóðinni yfir því að hafa endurheimt Napoleon. Hann virt- ist enn lifa í hugum þjóðar sinn- ar, því víða þar sem líkfylgdin fór um heyrðust gömlu hrópin: „Lifi keisarinn“. 011 Parísarborg var blómum skreytt og tjölduð á ýmsan hátt. Farið var með kist- una undir Sigurbogann, blómum skrýddan. En hornsteininn að sig- urboganum hafði Napoleon lagt árið 1810, til minningar um sigra sína. Allar götur, sem líkfylgdin fór um, voru þjettskipaðar fólki. í nánd við stað þann, er sálu- messan skyldi fara fram, voru reistir pallar fyrir 30 þúsund á- horfendur. Dagur þessi var með þeim allra hátíðlegustu sem um getur í sögu Frakklands. S. Dahlmann. Til Kjartans Ölaíssonar au^nlæknis (Eftir uppskurð). Sælt er að halda húmi frá og horfa í daginn bjartan, allra blindra það er þrá — þetta gefur Kjartan! Læknishöndin lista há lærdóm eftir nýjum; sjónarhimni feykir frá flóknum þokuskýjum. Páll á Hjálmstöðum. „Það gleður mig að heyra“, sagði Jónatan, er hann frjetti að vinur sinn væri kvæntur. En eftir nokkra umhugsun bætti hann við: „Og hví ætti það að gleðja migl Hann hefir aldrei gert mjemeitt ilt".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.